Eru einhverjar breytingar/snyrting á reglunum fyrir Street Eliminator flokkinn sem þið viljið sjá lagðar fyrir aðalfund?
Hér eru mínar: (viðbætur merktar með rauðu)
FLOKKALÝSING
Flokkur fyrir bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum: Ökutæki með vélarstærð að 370cid, 1450kg (3190lbs).
Ökutæki með vélarstærð yfir 370cid, 1550kg (3410lbs).
Ræsikerfi: "Full tree
Ökutæki með vélarstærð að 415 cid, skulu vera lágmark 1350kg Með ökumanni. Ökutæki með vélarstærð yfir 415 cid, skulu vera lágmark 1550kg.Með ökumanni. Hámarks vélarstærð 515 cid.
(Mér er svo sem sama hvort það er með eða án bara að það komi fram hvort það er með eða án ökumanns)
YFIRBYGGING:
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum. Trefjaplast vélarhlíf leyfð. Trefjaplast bretti eru leyfð að framan. Trefjaplast samstæður skulu vera festar sem um venjuleg bretti og framstykki væri að ræða. Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera úr sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda. Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.
Það verður að vera með orginal innribretti hvort eð er og það eru þyngdartakmörk í flokknum ljósabúnaður og annað verður einnig að vera.
Annað óbreytt.