Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: 1965 Chevy II on February 21, 2007, 19:28:19

Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 21, 2007, 19:28:19
Eru einhverjar breytingar/snyrting á reglunum fyrir Street Eliminator flokkinn sem þið viljið sjá lagðar fyrir aðalfund?

Hér eru mínar: (viðbætur merktar með rauðu)
FLOKKALÝSING

Flokkur fyrir bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum: Ökutæki með vélarstærð að 370cid, 1450kg (3190lbs).
Ökutæki með vélarstærð yfir 370cid, 1550kg (3410lbs).
Ræsikerfi: "Full tree
Ökutæki með vélarstærð að 415 cid, skulu vera lágmark 1350kg Með ökumanni. Ökutæki með vélarstærð yfir 415 cid, skulu vera lágmark 1550kg.Með ökumanni. Hámarks vélarstærð 515 cid.
(Mér er svo sem sama hvort það er með eða án bara að það komi fram hvort það er með eða án ökumanns)

YFIRBYGGING:
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum. Trefjaplast vélarhlíf leyfð. Trefjaplast bretti eru leyfð að framan. Trefjaplast samstæður skulu vera festar sem um venjuleg bretti og framstykki væri að ræða. Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera úr sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda. Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.

Það verður að vera með orginal innribretti hvort eð er og það eru þyngdartakmörk í flokknum ljósabúnaður og annað verður einnig að vera.

Annað óbreytt.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: ÁmK Racing on February 21, 2007, 19:44:12
Hafa þetta bara eins og þetta er s.s allt fiber bannað nema húdd.Minka dekk niður í 28" einginn spurning.Örðuleiti er þetta bara nokkuð gott :D Kv Árni Kjartans
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 21, 2007, 23:06:39
Eins og þetta er í dag þá má vera með plast bretti og húdd.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: JONNI on February 21, 2007, 23:43:58
Frikki þetta hljómar eins og að þú hafir verið að kaupa þér fiberglass framenda :shock:

Kv, Jonni
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 21, 2007, 23:54:08
HEHEHEHE nei ég er ekki að því.
En Kiddi t.d er með ekta götubíl og er með plast samstæðu þó svo að það sjáist varla og að mínu mati ástæðulaust að loka á hann.
Bara að hafa það á hreinu að hann hefur ekkert með þennann póst/hugmynd mína að gera.
Fleirri bílar meira gaman.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: JONNI on February 22, 2007, 00:02:42
Eru Corvettur bannaðar úr SE flokk??

Reyndar er Kiddi með plast bretti en GTO nef ef ég man rétt.

Kv, Jonni.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: JONNI on February 22, 2007, 00:06:10
Hljóma svoldið loðnar þessar reglur maður hefði þurft slaufu meistarann smokey yunick til að þýða þetta á réttan máta.

Annars ætti þetta með fiberglassið frekar að segja léttari efni, því að oft eru fiberglass hlutir ekkert mjög léttir miðað við suma sheet metal boddí hluti.

Kv, Jonni.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 22, 2007, 00:08:59
æj þetta er allt bullshit,það eru þyngdar mörk í þessu og skoðunarskylda,láta það duga og málið dautt.
Ekki eins og það séu $20k í verðlaun.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: Kristján F on February 22, 2007, 00:11:00
Quote from: "Trans Am"
æj þetta er allt bullshit,það eru þyngdar mörk í þessu og skoðunarskylda,láta það duga og málið dautt.
Ekki eins og það séu $20k í verðlaun.


Góður  8)
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: JONNI on February 22, 2007, 00:11:40
Nákvæmlega  :idea:
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 22, 2007, 00:25:38
Hvernig væri þetta:
SE flokkur:

1.Bifreið skal vera skoðuð og geta staðist almenna bifreiðaskoðun í keppni án athugasemda.

2.Aflaukar/power adders bannaðir.

3.Hámarks dekkjastærð 30x12.5 (óbreytt).
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: Kiddi on February 22, 2007, 00:39:06
Quote from: "Trans Am"
Hvernig væri þetta:
SE flokkur:

1.Bifreið skal vera skoðuð og geta staðist almenna bifreiðaskoðun í keppni án athugasemda.

2.Aflaukar/power adders bannaðir.

3.Hámarks dekkjastærð 30x12.5 (óbreytt).


815 cubik pump gas mótor í 2600 punda bíl???  :roll:  :roll:
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 22, 2007, 00:51:29
á 30" dekkjum? :roll: og jájá hann er velkominn mín vegna.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: ÁmK Racing on February 22, 2007, 00:53:05
Já það má svo sem vera það er nú varla hugmynd að loka menn úti.En mín persónulega skoðun er að það eigi að minnka dekkinn niður í 28" ekki það að það henti mér eiithvað betur en öðrum þá tel ég það breykka bilið milli Se og Gf.Annars er þetta skítsæmilegt en mér fannst þessi þyngdar og cid hudmynd ágæt að mörgu leiti.Hvað fannst þér Frikki?Kv Árni Kjartans
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 22, 2007, 00:59:24
Mér er skítsama,ég ætla bara að keppa og hafa gaman af því að reyna að bæta minn tíma.
Þessu reglurusli verður hvort eð er breytt aftur á næsta ári :roll:  :smt102

Það er alveg sama hversu mikið eða lítið þessum reglum er breytt,hann vinnur sem eyðir mestu í þetta,ekki endilega peningum.

Aðalatriðið fyrir mér er að hafa þær einfaldar og skilmerkilegar,þá þarf ekkert að flokkaskoða eða annað sem er hvort eð er ekki gert.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: Kiddi on February 22, 2007, 01:04:33
Er þetta ekki bara gott eins og þetta er?... má kanski orða nokkur atriði á annan hátt..

En þetta 28" dæmi er út í hróa hött... það er ekki það mikill munur á þessum dekkjum.... eigum við að fara að kaupa minni dekk fyrir næsta season :lol:

Þetta með plasthlutina... Þú métt vera með plasthúdd, bretti og stuðara en þú mátt ekki vera með plastsamstæðu :lol:  :lol:
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: ÁmK Racing on February 22, 2007, 16:49:19
Hvað er svona út í hött með 28" dekk þau komast undir flest alla þessa bíla en fæstir af þeim geta notað 30" nema eiga við hjólskál eða annan búnað.Ef menn þurfa stærri dekk en það þá er Gf klár í slaginn fyrir þá sem það þurfa og þá getur gert hvað sem er til að koma þeim undir.Það er alltaf verið að tala um að reyna laga þetta til og ég tel að þetta sé ein góð leið í því.Og ef menn eiga of stór dekk þá þeir um það.Svo er auðvitð eina vitið að fara að keyra þetta 1/8 á pro tree.Kv Árni Kjartans
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: Kiddi on February 23, 2007, 01:56:42
Quote from: "ÁmK Racing"
Hvað er svona út í hött með 28" dekk þau komast undir flest alla þessa bíla en fæstir af þeim geta notað 30" nema eiga við hjólskál eða annan búnað.Ef menn þurfa stærri dekk en það þá er Gf klár í slaginn fyrir þá sem það þurfa og þá getur gert hvað sem er til að koma þeim undir.Það er alltaf verið að tala um að reyna laga þetta til og ég tel að þetta sé ein góð leið í því.Og ef menn eiga of stór dekk þá þeir um það.Svo er auðvitð eina vitið að fara að keyra þetta 1/8 á pro tree.Kv Árni Kjartans


Það er út í hött að breyta þessu allt í einu núna niður um 2 tommur og koma svo bara með "af því bara" rök.

Þessi dekk hafa verið keyrð í mörg ár í flokknum og ég sé enga ástæðu til að breyta því.... menn eru með hlutföll, felgur, dekk og allt combo'ið í samræmi við það..
og að fara keyra SE flokk á 1/8.. tjaaahhhh :roll:  :roll:

Eins og GF, SE og MC eru í dag eru þeir ekkert líkir og eru mikil stökk á milli þeirra...þeir eru ágætir eins og þeir eru! fyrir utan það að MC finnst mér eiga að vera á radial götuslikkum (halló það er 2007 í dag) :lol:  :lol:
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: ÁmK Racing on February 23, 2007, 12:35:08
Ég mundi nú ekki segja að það væru bara einhver af því bara rök.Tökum sem dæmi gamlan Mustang 67-68 það komast aldrei 30" dekk undir svoleiðis bíl nema breytta hjólskál.Við hvað eru þið svona hræddir haldi þið að þessir bílar trakki ekki á 28 " dekkjum ég er búin að tala við nokkra sem hafa og ætla að keppa í se og allir eru á sama míli með þessi dekk séu of stór þar að segja 30".Og afhverju ekki 1/8 fyrir Se flestir þessara bíla eru búnir að taka 85% af hraðanum á 1/8 þar reynir meira á uppsetningu bílls og tekur mikið meira á menn sem driver.Ef það á að leyfa 30" dekk áfram þá þarf að breytta reglum þannig að allir geti notað svo stór dekk.Kv Árni Kjartans
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 23, 2007, 18:13:28
Ég er sammála Kidda í þessu,láta flokkinn vera að mestu leiti,þessi dekkjastærð 30" er fín.
Hef ekki heyrt KEPPENDUR kvarta.
Og þetta rugl sem var kynnt á fundinum með plasthliðarúður og fleira kemur ekki til greina.

Það er ástæða fyrir takmörkunum í flokkunum og það eru til flokkar fyrir alla,reynið nú að smíða bíl í flokk ekki flokk eftir bíl alltaf hreint.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: ÁmK Racing on February 23, 2007, 19:51:33
Bíddu nú hægur er einhver að smíða flokk eftir bíl?Ef er nemdu þá einhvern?Þetta dekkja mál er ÞAÐ SEM MÉR FINNST og ef ´fyrst þú ert að tala um KEPPENDUR þá hafa allavega þeir sem ég hef talað við verið á sama máli ég hef náttulega ekkert um þetta að segja af því að ég for ekki eina keppni á síðastliðnu sumri ekki satt.Þetta 28" dekkja dæmi hentar mér ekkert betur en ykkur ef það er það sem þið haldið.Og fyrir utan hefur bíllinn minn alltaf verið sniðinn að þessu helvítis reglurugli.Það virðist alltaf vera í þessu helvítis rugli ef að það er ekki stungið uppá einhverju af einhverjum smákóngum sem halda að þeir séu merkilegri eða hreinlega betri en aðrir að þá er allt ómugulegt.Ég ætlaði mér ekki að vera með nein leiðindi hélt bara að menn hefðu áhuga að ræða sinn flokk en það virðist allt vera ómugulegt en ég vona að einginn taki þetta til sín og verði sár því það er ekki planið.Með bestu kveðju Árni Kjartans
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: Valli Djöfull on February 23, 2007, 21:46:09
SE/1 - Gísli Sveinsson
SE/2 - Smári Helgason
SE/3 - Rúdólf Jóhannsson
SE/10 - Kjartan Kjartansson
SE/11 - Friðrik Daníelsson
SE/12 - Elmar Þór Hauksson

Ok, þetta eru keppendur síðasta sumars í þessum flokki...  Ef þeir ætla að keppa aftur í þessum flokki væri nú ekki vitlaust ef þeir myndu tjá sig um þetta hér :)
Ásamt nýjum keppendum í flokknum auðvitað! :)

Er alls ekki að reyna að vera með nein leiðindi en þið segið báðir "hina" keppendur flokksins vera sammála ykkur en þið eruð ósammála..  
Það dæmi bara gengur ekki upp  :lol:
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: 1965 Chevy II on February 23, 2007, 23:36:10
Þetta með bíl í flokk var bara svona almennt meint Árni,mér finnst bara ekkert að flokknum nema þessi tvö smáatriði sem ég minnist á í byrjun.

Það eru ákveðin met og tímar sem maður er að reyna að eltast og miða sig við og ef það er alltaf verið að hræra í reglunum þá fer það fyrir fyrir lítið.
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: johann sæmundsson on February 25, 2007, 15:35:51
The more things changes, the more they stay the same.

kv joi
Title: Til þeirra sem keppa í SE flokk.
Post by: Racer on March 04, 2007, 16:13:10
hvaða máli skiptir hvort menn hafa 26" eða 28" eða 30".. ef menn koma stóru undir þá gera þeir það , hinir nota það sem hentar undir þeirra.

Sá sem á bíl sem passar best inni í flokk hann vinnur , sumir ná meiri hestum útúr þessari vél og aðrir ekki með aðra vél og alveg eins með dekkinn.. þessi með 30" dekk gæti samt klikka og þá vinnur sá á 28" dekkjunum . Þetta veltur allt á líkum og heppni eins og í spilavíti.

Eru menn komnir með endalegar niðurstöður hvort og hvað skal breyta í flokkunum