Author Topic: 1970 Chevelle SS-396.  (Read 22024 times)

Offline Svenni Devil Racing

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #40 on: February 16, 2007, 00:35:19 »
jam hann gústi (ágúst magni) sem átti bíllin á þessum tíma og keppti í þessari keppni var með 327 stundum í henni
DEVIL RACING
camaro árg 82 berlinette
camaro árg 83 z-28
camaro árg 85 iroc-z
camaro árg 94 z-28
camaro árg 95 z-28
og fullt af öðru GM Dóti

Sveinn Heiðar Friðriksson
og fullt af örðum chevy gæða dóti

Offline Ágúst Magni

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #41 on: February 16, 2007, 23:25:19 »
Jæja þá kemur smá saga af SS 396 Chevelle 1970 árgerð

Ég keypti bílinn í byrjum desember 1980 af Magga Óla (Magnúsi Óla Ólafssini) í skiptum fyrir Chevý van 1974 sem ég hafði gert upp .Þá var í bílnum 427 BB sem var ættuð frá Bjarna Bjarna mótor sem var búið að vinna þó nokkuð í td var 850 Holly Edelbrock millihedd. Ég er því miður búin að gleyma nafninu á því knastás upp á 392 gráður og 572 í lift, ef ég man rétt. Það eru jú liðin 27 ár. Á henni var 10,5”svinghjól úr áli og 2ja platínu kveikja frá Malorí án vakúm flíters. Hægagangurinn var ekki undir 1750 rpm og lítið tog upp í 4-5000 rpm. Hann startaði helst ekki í gang þegar hann var orðinn heitur .  
Ég man vel eftir fyrstu ferðinni sem ég fór á bílnum inn í Reykjavík, sennilega kvöldið eftir að ég fékk gripinn. Ég var ekki jafn heppin og Guðmundur Kjartans með fyrsta veturinn sem ég átti bílinn, allavega fannst mér alltaf vera snjór og hálka og ekkert hægt að nota bílinn. En áfram með smjörið. Lagt var af stað til Borgarinnar frá Stöðinni (í Hafnarfirði) eftir að hafa fyllt tankinn af eldsneyti, sem voru liðlega 120 lítrar. Allir bestu vinirnir voru um borð og ég ekkert smá stoltur. Ferðin gekk tiðindalaust fyrir sig í Borgina. Það var komið við í Háskólabíói og eftir það farinn einn rúntur niður í bæ (hring á Halló) og svo aftur í Hafnarfjörðinn. Á miðri leið var mér litið á bensínmælinn og fékk heldur mikið sjokk því hann var kominn á ¼ og ekkert búið að reisa neitt að ráði.
Við þetta var ekki hægt að búa, svo ég fór af spá hvað hægt væri að gera til að tækið yrði brúkfært til aksturs. Eftir að hafa fengið ráð hér og þar (maður var bara 19 og hélt að maður vissi allt en komst að því að maður vissi ekkert) ákvað ég að setja í hann 11”svinghjól úr stáli og samsvarandi kúplingu. Einnig setti ég HEI kveikju úr 305 Malibú 1978 og vá, vá, torkið og aflið úr kvikindinu varð ólýsanlegt!!! Hann malaði á 800 rpm í hægagangi og datt í gang á fyrsta snúningi, tóm hamingja.
Þá voru komin jól á Fróni og þá um jólin var farið í skólaferðalag (Flensborg og ég ásamt nokkrum öðrum fengum að fljóta með) og ferðinni heitið til Flórída. Ég lenti í sömu hremmingum og aðrir við að fá dollara en tókst svo að ná slatta á svörtu. Fljótlega eftir að út var komið leitaðaði ég uppi GM díler og tók til við að versla alls kyns dót sem vantaði.  Ekki fékkst nú allt sem hugurinn stóð til, nokkur stykki voru pöntuð en ekki komu þau öll áður en haldið var heim.
Þá var haldið áfram við að laga fullt af smáatriðum sem voru ekki alveg eins og ég vildi hafa þau. Í einhverjum þurra og hálkulausa kaflanum sennilega í mars var ég að koma ofan af braut þar sem verið var að þrófa eithvað. þegar ég var nýkominn inn á Reykjanesbrautina og í rólegheitum að ná upp hraða, rennir upp að hliðinni Mústang með JO númeri. Það þurti ekki meira til að missa allt jafnvægi svo það var gírðað niður um 2 og botnað, svo 3 og 4 og þá átti Mustangin ekki roð í hann. Þegar ég var komin upp á hæðina sunnan við kirkjugarðinn og mælirinn í meira en 120 mph þá kom frekar leiðinlegt hljóð úr húddinu (KLÆNG KLÆNG). Þá drap ég á og lét renna, en ekki þorði Fordinn aftur upp að hliðinni. Mér tókst að láta renna að skúrnum sem var það sem Hrói Höttur pizza er núna og strax var hafist handa við að hífa mótorin upp úr, til að skoða hvað olli hljóðunum og það reyndist vera kolúrbræddur sveifarás.
Þá setti ég í hann ný uppgerða 327 SB sem ég átt til og hafði ætlað í annan bíl. Við það breyttist margt. Ég hafði á tilfinningunni að ég hefði sett sexu í staðin svo mikill var munurinn. Þessi mótor var í bílnum mest af tímanum sem ég notaði bílinn eða þar til að ég fékk orginal 396 mótorinn aftur en ég kem að því síðar.
Þá setti ég ný dekk(radíal) og felgur á bílinn um vorið. Það voru Applaians felgur 7” að framan og 10” að aftan. Ég setti  G78-15 að framan og KELLY  N50-15  að aftan. Ég var einn af mjög fáum sem tókst að fá svoleiðis, allir hinir voru á Maxima 60 og þótti nokkuð gott.
Þetta sumar var mikið spyrnt út um allt og einnig á brautinni. Það voru þónokkrar keppnir og var mikið lagt á sig til að geta bætt tímann á milli keppna. Það var skipt um millihed og blöndunga, knastása, settur rúlluás, fengin turbo hedd og allt hvað eina en ekkert kom í staðin fyrir BB. Það vantaði alltaf tork enda bíllin nærri 1700 kg ef ég man rétt. Þetta sumar leið frekar hratt.
Seinnipartin í ágúst fékk ég símtal í vinnuna frá sjónvarpskonunni Sigrúnu Stefánsdóttur. Hún sagði að sér hefði verið bent á að tala við mig til að fá að komast á rúntinn og spurði hvort að ég væri til í að leyfa sér að koma með og hvort hún mætti taka myndatökumann með í túrinn. Mér brá frekar við þetta erindi en jánkaðu auðvitað strax. Það var Hálfdán Jónsson, þáverandi formaður klúbbsins, sem hafði komið henni í samband við mig. Var ákveðið að næst þegar veðurútlit yrði gott um helgi yrði látið til skara skríða.
Fimmtudagskvöld tveim vikum síðar hringdi hún og sagði að spáin væri mjög góð og vildi vita hvort það hentaði mér og hvort ég gæti komið um hádeigi, hana langaði til að taka nokkur skot í björtu. Ég mætti upp í sjónvarp um hádegi dagin eftir með kaggann stíf bónaðan og fægðan allan hringin. Farið var um allan bæ og tekið upp fullt af efni frá alskonar sjónarhornum.
Á laugardeginum kom Sigrún í heimsókn í skúrinn og tók viðtal mig og Guðmund Örn Guðmundsson (hann átti Hemi Challancer og marga fleiri). Eftir það var farið inn í Reykjavík, niður Laugarveginn og gerðar allskonar æfingar og reykspólað á ljósunum við Laugaveg/ Bankastræti/ Ingólfsstræti. Það var gert nokkrum sinnum til öryggis. Í þá daga var Austurstrætið lokuð gata og farið út fyrir Kirkjustræti og Pósthússtræti og inn á Austurstræti og að lokum inn á Halló. Þar fylgdu nokkrir góðir félagar, t.d. nafni minn Ágúst Hinriksson á Camaró 1967 350, Karl Ólafsson á Duster 340, Óli Böbb á Mustang Mack 429, svo einhverjir séu nefndir. Þar lauk þessum rúnti með Sigrúnu Stefánsdóttur en efnið sem var tekið upp var sýnt í sjónvarpinu um haustið. Mig minnir að allavegana 15 mín af þessum rúnti hafi verið sýndar, sennilega sá eini sem hef fengið greitt fyrir að fara og bensínið að auki.
Stuttu seinna sá ég, alveg hreint fyrir tilviljun, auglýst í einhverju blaði (lá ekki mikið yfir því að lesa auglýsinga í Mogganum) að BÍKR ætlaða aðhalda Rally spésjal út á Reykjavíkurflugvelli, minnir mig í lok september. Eftir smá umhugsum ákvað ég að kíkja á rallí gengið sem hafði þá aðstöðu niður í Hafnarstræti. Ég dreif mig við annan mann á tilteknu kvöldi og þegar inn kom spurði ég hvar ætti að skrá sig í þetta rallý spésjal. Það hefði mátt heyra saumnál detta þarna inni. Þarna var kominn einhver sláni sem engin þarna inni hafði séð haus né sporð af og eyrun stækuðu á öllum viðstöddum. Mér var vísað inn í næsta herbergi, að borði sem einhverjir sátu við, man ekki lengur hverjir það voru, boðið sæti, spurður að nafni og svo „HVERNIG BÍL ERTU MEÐ??“  Chevrolett Chevelle og kliður fór um salinn. Mér leist ekkert á blikuna, en spurði samt hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að mega taka þátt. Mér var sagt að það væri  ekkert meira en þegar var til staðar fyrir utan við veltigrind.
Þetta var lítið mál. Það var gengið frá skráningunni, ég spurði margra spurninga, fékk lýsingu á hvernig veltigrindim ætti að vera og úr hvernig efni.  Þá gáfu sig fram tveir úr hópnum og buðu fram aðstoð við að koma grind í bílinn til að hægt væri að keppa.  Þetta voru þeir Sigurjón og Matti kenndir við bílaverkstæðið Topp. Í staðin fyrir aðstoðina átti ég að hafa auglýsingu frá þeim á húddinu í keppninni og fram yfir næstu keppni sem var nokkrum vikum síðar. Þetta gekk vel og allt var tilbúið tímanlega fyrir keppnina.
Þegar ég mætti á keppnisstaðinn, með vinnufélaga minn Magnús Haldórson sem aðstoðarökumann, vorum við leiddir í gegnum brautina fótgangandi og útskýrt hvernig ætti að keyra.  Það var fullt af keilum til að sikk-sakka í kring um og svo kom þraut sem var að taka 360° hring og svo beint inn á langan beinan kafla. Við enda hans var u-beygja þar sem löggan var tilbúin með radarinn til að hægt yrði að skrá hraðann sem næðist á beina kaflanum, eftir það voru nokkrar keilur og svo beint í mark.
Ég ræsti einhvers staðar í miðjum hópi á eftir Eskortum og öðrum álíka græjum. Fljótlega eftir að ég lagði af stað var ljóst að þrautirnar voru ekki hannaðar fyrir bíl sem var tæpum 2 metrum lengri en hinir og ég veit ekki hvað mikið breiðari. Það voru margar keilur sem skiptu um stað og ekki batnaði það þegar komið var í hringinn. Ég held að nærri helmingurin af keilunum hafi farið en svo kom beini kaflinn. Hann var með þokkalegri steypu og við endan á honum beið svartamarían tilbúin með radar til að mæla hraðann. Þegar þangað var komið var ferðin orðin það mikil að þeir misstu kjarkinn og bökkuðu í burtu til verða örugglega ekki fyrir þessum brjálaða manni.
Allt heppnaðist þetta, u-beygjan var ekkert mál enda bílinn með F41 fjöðrunar pakkann eins og áður hefur komið fram og beygði eins og hann væri á járnbrautarteinum. Hann var aftur kominn á full ferð til baka, ekki minni en áður, kominn í fjórða gír á talsverðum snúning. Tíminn var frábær og örugglega ekki gaman fyrir hina sem á eftir komu á 1600cc og 2000cc.
Seinni ferðin var svipuð nema að á seinni beina kaflanum var mótornum snúið helst til mikið, allavega yfirgáfu reimarnar vélarsalinn og vökvastýrið var þar með úti. Það slapp og tíminn nokkuð betri, en mig minnir að ég hafi átt flest refsistig fyrir keilur en langbesta tíman. Ég endaði í þriðja sæti.
Seinni keppnin var svipuð. Mér tókst ekki að fá stjórnendur til að taka tillit til stærðarmunarins á mínum bíl og hinum. Ég held að það hafi ekki verið haldin önnur svona keppni.
Næsta vor, eða nánar tiltekið um páskana var haldin vegleg bílasýning í Laugardalshöllinni og ég mætti að sjálfsögðu þar með tækið. Þar voru margir fallegir bílar.
Þetta sumar var jafn viðburðarríkt og sumarið ´81. Einhvern tíman um vorið eða sumarið var auglýst til sölu 70 Chevella sem Jói Þorfinns átti. Það var búið að setja í hann 396 vélina og gírkassann eins og var upprunalega í mínum bíl. Það var auðvitað ekki spurning að í þetta kram varð ég að ná, svo að það var sett saman plan.  Kristján Eyfjörð vin minn langaði í bílinn en hann var ekkert spenntur fyrir 396 eða fjögurra gíra.  Hafsteinn Valgarðsson átti 71 Chevellu, gráa með svörtum víneltoppi og hann var spenntur fyrir 327 mótornum sem ég var með svo að þetta var soðið saman. Ég fékk 396 vélina og gírkassan, Stjáni 307 vél og sjálfskiptingu og Hafsteitn fékk 327 vélina.
Hafist var handa við að skipta um vélar sem gekk snurðulaust (enda verið að tala um chevy ekkert bras með K bita eða ótal gerðir af kúplingshúsum eða annað því um líkt). Allir fórum við út að keyra með bros á vör. Ég var næstum búinn að gleyma hvernig var að keyra BB. Það var ÆÐI!!  
En sælan entist ekki lengi. Ég vissi ekki fyrr en eftir á að Jói hafði brætt úr og ásinn hafði verið renndur og sennilega hefur ekki verið skoðað hvort blokkin hafi hitnað og breitt sér. Ég komst að því eftir mjög stuttan tíma að sú var raunin. Eftir nákvæma skoðun og mælingu var niðurstaðan að blokkin var komin úr sentrúmi og ekkert annað að gera en láta línubora og í leiðinni voru settir fjögurra bolta höfuðlegu klossar sem ég komst yfir úr trukka blokk ættaða af Vellinum.  Þetta gerðu heiðursmennirnir hjá Vélaverkstæði Egils og þeir vönduði sig sérstaklega vel, enda hefur ekkert borið á þessu síðan. Nýr stál sveifarás og nýjar stangir voru settar í ásamt stimplum, hedd yfirfarin og sett saman af mestu kostgæfni Ég held að hún hafi ekki verið opnuð síðan, en er þó ekki viss.  Þetta tók það sem eftir var sumars og á meðan var ég með 350 úr pikup.
Næsta sumar var allt rólegra vegna heðbundinar þróunnar hjá ungum mönnum; íbúðarkaup og það allt. Um mitt sumar ákvað ég að það þyrti að sprauta gripin og inn í skúr með hann og byrjað að skrúfa í sundur og gera klárt til þess. En lífið er breytingum háð ég flutti til Hornafjarðar og bíllinn varð eftir í Hafnarfirði í nokkur ár. Svo varð að tæma húsnæðið þar sem hann var geymdur og þá var ákveðið að taka hann austur og var Ríkisskip eini raunhæfi flutningsmátinn á þeim tíma.
Um veturinn bíllinn settur í lest og lagt af stað og viti menn á leiðinni hreppti skipið aftaka veður og spottarnir sem settir voru á gripinn slitnuðu. Hann náði að skemma einn gám sem var að vísu úr timbri en sem betur fer skemmdist ekki mikið á bílnum. Það var búið að taka hann talsvert mikið í sundur og mesta tjónið var á húddinu en það sést ekki á því að það hafi verið lagað.
Eftir að bíllinn kom austur var ætlunin að klára að mála og gera upp en af því varð ekki. Hann fór suður aftur og lenti höndunum á Þresti og hann á heiður skilinn fyrir hversu vel hann gerði bílinn upp, enda mjög gott eintak.
 Þetta eru bara smá glefsur að minni samferð með bílnum. Ég setti nokkrar myndir með sem búið var að skanna af papír, svona til gamans .

Með fyrirfram þökk,
Ágúst Magni

PS.bara svona til upplýsinga fyrir þá sem eru að efast um hvort þetta eða hitt númerið hafi verið á bílnum og eru með vangaveltur um að menn séu að fotosjoppa ,þá er hér listi yfir númerin sem hafa verið á bílnum frá upphafi:
M686      frá 04.02.1977
G1207    frá 30.09.1977
R63480  frá 10.04.1979
G13106  frá 23.07.1979
G4288    frá 27.03.1981
SS1970  frá 30.12.1998

Offline Ágúst Magni

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #42 on: February 16, 2007, 23:27:54 »
Ég lenti í smá basli við að setja myndirnar inn svo hér kemur önnur og svo meira síðar.

Ágúst Magni

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Strumpar
« Reply #43 on: February 17, 2007, 00:20:03 »
Quote from: "Harry"
Hæ Öll. Hélt við værum laus við þessa LÍA strumpa .

kv Harry
Það er gaman að sjá hvað það er tekið vel á móti fólki sem keppir ekki bara í kvartmílu :roll: Gaman hvað sögur magnast,fyrst átti þessi Chevella að hafa rsasað allt og alla en svo kemur í ljós að hún 10 sekúndum hægari en 150 hestafla escort,en að sjálfsögðu er ekkert að marka þetta þar sem chevellan getur varla talist sem rallýbíll,en ég fór eitt sinn í rallýsprett með kunningja mínum á Trans Am 75 og var nú mesta furða hvað var hægt að keyra hann,en að vísu var búið að vinna í fjöðrun,lækka hann að aftan og halla framhjólum.
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...