Veturinn 1976-77 var sá óvenjulegasti sem hér hefur komið um áratuga skeið. Laufið fraus á Birkinu í óktóber og það hélst þannig alveg til vors. Það snjóaði lítillega á gamlársdag en þann snjó tók upp stuttu seinna. Sviðið var því tilbúið fyrir hasarinn sem varð á götum og vegum þennan ógleymanlega vetur .....
Búið var að græja bílinn til keppni eins og þær voru stundaðar á þeim tíma... Kem að því öllu síðar en nú er staðan þannig að það verður að stinga aðeins innan úr ..... Hleyp því yfir söguna eftir að bíllinn kom heim og hlífi ykkur við sögum úr tollinum ......í bili.
General Motors hafði hætt framleiðslu á Z-28 bílnum eins og hann VAR á árinu 1973 c.a og hafði Hot Rod Magazine skrifað um hann minningargrein: REQUIEM FOR THE Z28, sennilega sumarið 73. Andi þessarar greinar sat í mér. Eitt atriði þessarar tilfinningaþrungnu greinar var sagan af því þegar tveir starfsmenn blaðsins óku nánast nýjum 1969 Z-28 bíl þvert yfir Dauðadal sumarið 1970 á 145 mílna hraða. Á akstrinum höfðu þeir numið staðar austan megin í dalnum; vélin kæld; hljóðkútar skrúfaðir undan: kveikjutíma breytt og tékkað á ýmsu sem þurfti. Svo var sett í gang og tekið af stað eins og þeir væru á
Bonneville Salt Flats, skipt upp .... ferðin yfir dalinn í 40 stiga hita .... tók ekki nema nokkrar mínútur. Það var ægilegasti akstur sem þessi ungu menn höfðu reynt. I got the picture!
----
Það er föstudagskvöld í lok febrúar 1977. Við Captain 396 erum tveir í bænum að þvælast. Tankurinn er fullur af turbo blue frá vini vorum JH og ég leita eftir einhverjum hasar fyrir okkur félagana. Helgina áður vorum við á Geithálsi að gera upp sakirnar og það var so so, en við vorum klárir í slaginn. Opnar flækjur, allt toppstillt af félögum í bransanum og ég með David Bowie á 8-trakkinu. Hljómburður langt umfram það sem í boði var annarsstaðar á þeim tíma.
Miðbærinn .... læðst og reynt að komast hjá því að sprengja hljóðmúrinn með opnar flækjurnar ... kúpplað frá þegar Sheriff Buford T. Justice á leið hjá. OK, kíkjum í fjörðinn. Þar er alltaf eitthvað af bílastrumpum á ferð. Svo við rennum suður úr, aðeins látið fjúka í. Á stöðina og Strandgötuna ... Bowie tónar Fame undir drunurnar í vel reiðum 396... frostið gerir sitt. Vélin sónar alveg skært uppúr ......
Eftiir stuttan rúnt og nokkur flaut og ljósablikk er lagt í átt til Reykjavíkur. En af einhverjum ástæðum leggjum við ég og Kaptain 396 til hægri við Glerborg í staðinn fyrir að halda áfram inn í bæ og ... heim. Skipt upp og snúið svona 4500 til 4800 út í áttina að Hvaleyrarholtinu. Ég renni við í Klettinum hjá strákunum en þar er allt myrkvað. Þeir eru einhversstaðar á djamminu enda á diskó aldrinum
Við stoppum á stöðinni kapteinninn og ég og athugum aðstæður aðeins. Svo er það upp á veg og þá vaknar þessi mynd: Death Valley at 6500.
Það er þægilegur smellurinn þegar lásarnir á öryggisbeltunum grípa!
Við tökum strauið upp á Keflavíkurveg og nú heyrist ekki lengur í græjunum, nóg er að fást við big blokkina og snúa upp, en gæta sín ... við erum enn þannig staðsettir að hávaðinn heyrist inn í bæ. Í brekkunni uppúr bænum er skipt í 4ða á c.a. 4500 og aukið við hraðann jafnt og þétt. Mr. Smokey Unick er mættur og nú verður ekki hlustað á neitt væl.
Við álverið er hraðinn að nálgast 110 mílur og þó haldið aftur af. Ég lít til vinstri og það er tunglskin yfir Reykjanesskaganum. Talsvert frost en alveg þurrt og engin ísing. Eftir að ljósin í álverinu taka að dofna tekur alvaran við. We are in NASCAR territory! Allir mælar AOK, vacuum mælirinn er þó heldur lár, en ég veit að það er vegna þess að nú er allt wide open. Olíuþrýstingur steady at 70psi og snúarinn er að nálgast 7000 ... hraðinn eftir mælinum er um 120mph þegar hallar undan ofan í Hvassahraunsland. Hljóðið þegar knývendinum er beitt á þessum hraða þekkja aðeins þeir sem hafa ekið svona vél að efri mörkum:
Neyðist til að hægja ferðina niður í 80mph í Kúagerði ... bílar á móti og einn eða tveir á undan. Svo, 3. gír á 5000, botngjöf og inntakið opnast um leið og big blokkin tekur andann upp í 6800 svo click .... 4 gír og afturendinn slæst til við átakið á skiptingunni. Hraðinn er að nálgast borð ... Strandarheiðin blasir við og ég sé undarlegan hlut .... hraðinn skapar turbulence þannig að grjót og ryk þyrlast upp úr vegkantinum hægra megin. Þetta er alveg nýtt. Hljóðið í þessari risavél jafnast á við þrumugný Wagners. Fyrir tvítugan gaur er þetta það sem gildir....
Efir c.a. 12 - 14 mín akstur neyðist ég til að lækka flugið. Njarðvík blasir við. Ég tek stutt cruise inn í Keflavík. Fer á Aðalstöðina og stoppa. Kæla, en það tekur stutta stund, enda 5 eða 6 stiga frost. Tek ekki sénsinn á að drepa á. All systems go!
Þegar ég tek beygjuna inn á Reykjanesbrautina frá vegamótunum í Njarðvík tek ég eftir tveim bílum sem fylgja stíft á eftir neðan úr bæ. "Captain 396, we have customers!", hugsa ég. Út úr beygjunni er málað á báðum út fyrsta. og annan og merkt í 3ja, það er auðvelt enda kalt, 1 gír 6900 ... 2 ... 6000 ..... 3. .... 6900 .... Þetta er wide ratio kassi og snúningurinn dettur 600 snún við 4ða. Þegar fjórði er búinn stöndum við með mælinn í borði og Grindavíkurafleggjarinn birtist eins og leiftur. 100 mph og aðeins slakað ... þeir eru horfnir. Ljósin Í Reykjavík færast nær alltof hratt. Þangað til erum við á Daytona ........
Mín skoðun er og verður sú að þið hafið ekki lifað fyrr en þið hafið stigið ofan á sæmilega reiðan 7 lítra mótor ..... með opnar pústflækjur ....