Author Topic: 1970 Chevelle SS-396.  (Read 22218 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« on: January 30, 2007, 16:09:01 »
Hér er byrjunin á næstu kvöldsögu. Þetta er glæsilegasti fulltrúi GM - Chevrolet Division sem eftir er í heilu lagi á landinu og tekur aftursætið aðeins fyrir Corvettu JAK, sem ég hef áður minnst á. Myndirnar tók Sverrir Vilhelmsson fyrir utan Hólatorg 4, sennilega í september 1977, skömmu áður en ég seldi gripinn. Sverrir færði mér myndirnar einhverntíma um 1980 og hef ég geymt þær ásamt ýmsum frumgögnum um Kvartmíluklúbbinn frá stjórnarsetu minni þar í sn. skólastjóratösku sem ég mætti gjarnan með á fundi. Þar er eiginlega allt eins og ég gekk frá því 1981 ..... Segi ykkur betur frá bílnum og með fleiri myndum, m.a frá New Jersey Turnpike og Interstate 95 á leið til Washington DC og Norfolk.






Takið eftir hjólabúnaðinum: Mid-70s street race look. Það var svona: Helst original felgur að framan og rétt dekkjastærð. Að aftan áttu að vera öðruvísi felgur, sem litu út fyrir að vera breikkaðar og krómaðar fólksbílafelgur, með eins stórum dekkjum og hægt var að koma undir. Þarna var ég búinn að slíta út M/T Indy Profile S/S dekkjunum, sem voru miklu stærri og breiðari.

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #1 on: January 30, 2007, 20:21:08 »
er bíllinn til enþá :?:
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #3 on: February 02, 2007, 14:56:49 »
frábær lesning :!:
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Páll Sigurjónsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 114
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #4 on: February 02, 2007, 15:54:49 »
GK
Næst er að hringja í Jón Ársæll og þú ferð í næsta þátt hjá honum .Ég ætla nú að biðja Stjórnendur þessa vefborðs að savea þessa lesningu svo að klúbburinn eigi þetta til svona heimildir eru ómetanlegar og ennþá frekar þegar myndir eru komnar með . Ég veit ekki hvort ég sé sá eini sem er svona en þetta er bara snild .


Palli
Just reading
AMC Magic

Offline Páll Sigurjónsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 114
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #5 on: February 02, 2007, 17:24:46 »
GK
Eins og ég segi þessi skrif eru snild og ég veit að þetta er bara fyrir okkur fýklana í þessu sporti við eigum Gunna miklar þakkir . Hættum þessum mæringum og sestu niður og fáðu blöðrur á puttana VIÐ ERUM AÐ BÍÐA .

Palli
just waiting
AMC Magic

Offline Jói ÖK

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 652
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #6 on: February 02, 2007, 18:27:19 »
geggjuð lesning... ég væri svo game í að fara svona ferð hellst til USA eða eithvað til Svíjaríkis að krúsa um á Volvonum mínum 8)
Get alveg vel trúað því að þetta hafi verið svakalegt ævintýri :lol:
Jóhannes Örn Kristjánsson - S:8494309
Volvo 240R '88 - 4.6 32V V8 Supercharged/Tremec 3650 (smíðismíð)
Jeep Cherokee XJ '95 - 4.0HO (Sörvisbíllinn)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #7 on: February 02, 2007, 19:59:09 »
Ef lesendur vilja magna áhrif þessara fínu skrifa enn frekar þá legg ég til að þeir spili á góðum styrk "State Trooper" með Steve Earl þar sem m.a. er minnst á þann langa og sviplausa gjaldveg N.J. Turnpike.  
Textinn er hér að neðan:

New jersey turnpike ridin' on a wet night
'neath the refinery's glow, out where the great black rivers flow
License, registration, i ain't got none, but i got a clear conscience
'bout the things that i done
Mister state trooper please don't stop me...

Maybe you got a kid maybe you got a pretty wife, the only thing that i got's been botherin' me my whole life
Mister state trooper please don't stop me

In the wee, wee hours your mind get hazy, radio relay towers lead me to my baby
Radio's jammed up with talk show stations
It's just talk, talk till you lose your patience
Mister state trooper please don't stop me

Hey somebody out there, listen to my last prayer
Hi ho silver-o deliver me from nowhere
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Þröstur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
  • Chevelle SS 1970
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #8 on: February 03, 2007, 21:48:38 »
Guðmundur,ég ætla ekki að losna við gæsahúðuna!

Kveðja
Þröstur núverandi eigandi bifreiðarinar.
Þröstur Guðnason
Chevelle 454 LS6
12.09 @ 110.56
60 ft. - 1.66

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #9 on: February 03, 2007, 23:40:35 »
Guðmundur þetta er vægast sagt STÓRKOSTLEGT að fá að lesa og stúdera þessi ævintýri.
Lost og Prison Break eru bara látin sita á hakanum á meðan maður bíður spenntur eftir næsta kafla og það hlakkar í manni þegar maður sér nafnið Guðmundur Kjartansson á lista innskráðra.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #10 on: February 03, 2007, 23:48:01 »
ég segi það sama og frikki, þegar maður sér Guðmundur Kjartansson á lista innskráðra þá frískast maður allur upp.
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Leon

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #11 on: February 04, 2007, 00:00:54 »
Quote from: "Trans Am"
Guðmundur þetta er vægast sagt STÓRKOSTLEGT að fá að lesa og stúdera þessi ævintýri.
Lost og Prison Break eru bara látin sita á hakanum á meðan maður bíður spenntur eftir næsta kafla og það hlakkar í manni þegar maður sér nafnið Guðmundur Kjartansson á lista innskráðra.


Sammála :roll:
Guðmundur þú ert meistari 8)
Leon Hafsteinsson.
1970 Ford Mustang Mach-1
1970 Ford Mustang BOSS 302

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
SS by night
« Reply #12 on: February 04, 2007, 01:11:07 »
Veturinn 1976-77 var sá óvenjulegasti sem hér hefur komið um áratuga skeið. Laufið fraus á Birkinu í óktóber og það hélst þannig alveg til vors. Það snjóaði lítillega á gamlársdag en þann snjó tók upp stuttu seinna.  Sviðið var því tilbúið fyrir hasarinn sem varð á götum og vegum  þennan ógleymanlega vetur .....

Búið var að græja bílinn til keppni eins og þær voru stundaðar á þeim tíma... Kem að því öllu síðar en nú er staðan þannig að það verður að stinga aðeins innan úr ..... Hleyp því yfir söguna eftir að bíllinn kom heim og hlífi ykkur við sögum úr tollinum ......í bili.

General Motors hafði hætt framleiðslu á Z-28 bílnum eins og hann VAR á árinu 1973 c.a og hafði Hot Rod Magazine skrifað um hann minningargrein: REQUIEM FOR THE Z28, sennilega sumarið 73. Andi þessarar greinar sat í mér. Eitt atriði þessarar tilfinningaþrungnu greinar var sagan af því þegar tveir starfsmenn blaðsins óku  nánast nýjum 1969 Z-28 bíl þvert yfir Dauðadal sumarið 1970 á 145 mílna hraða. Á akstrinum höfðu þeir numið staðar austan megin í dalnum; vélin kæld; hljóðkútar skrúfaðir undan: kveikjutíma breytt og tékkað á ýmsu sem þurfti. Svo var sett í gang og tekið af stað eins og þeir væru á
Bonneville Salt Flats,  skipt upp .... ferðin yfir dalinn í 40 stiga hita .... tók ekki nema nokkrar mínútur. Það var ægilegasti akstur sem þessi ungu menn höfðu reynt. I got the picture!
----

Það er föstudagskvöld í lok febrúar 1977. Við Captain 396 erum tveir í bænum að þvælast. Tankurinn er fullur af turbo blue frá vini vorum JH og ég leita eftir einhverjum hasar fyrir okkur félagana. Helgina áður vorum við á Geithálsi að gera upp sakirnar og það var so so, en við vorum klárir í slaginn. Opnar flækjur, allt toppstillt af félögum í bransanum og ég með David Bowie á 8-trakkinu. Hljómburður langt umfram það sem í boði var annarsstaðar á þeim tíma.

Miðbærinn .... læðst og reynt að komast hjá því að sprengja hljóðmúrinn með opnar flækjurnar ... kúpplað frá þegar Sheriff Buford T. Justice á leið hjá. OK, kíkjum í fjörðinn. Þar er alltaf eitthvað af bílastrumpum á ferð. Svo við rennum suður úr, aðeins látið fjúka í. Á stöðina og Strandgötuna ... Bowie tónar Fame undir drunurnar í vel reiðum 396... frostið gerir sitt. Vélin sónar alveg skært uppúr ......

Eftiir  stuttan rúnt og nokkur flaut og ljósablikk er lagt í átt til Reykjavíkur. En af einhverjum ástæðum leggjum við ég og Kaptain 396 til hægri við Glerborg í staðinn fyrir að halda áfram inn í bæ og ... heim. Skipt upp og snúið svona 4500 til 4800 út í áttina að Hvaleyrarholtinu. Ég renni við í Klettinum hjá strákunum en þar er allt myrkvað. Þeir eru einhversstaðar á djamminu enda á diskó aldrinum  8)

Við stoppum á stöðinni kapteinninn og ég og athugum aðstæður aðeins. Svo er það upp á veg og þá vaknar þessi mynd: Death Valley at 6500.
Það er þægilegur smellurinn þegar lásarnir á öryggisbeltunum grípa!

Við tökum strauið upp á Keflavíkurveg og nú heyrist ekki lengur í græjunum, nóg er að fást við big blokkina og snúa upp, en gæta sín ... við erum enn þannig staðsettir að hávaðinn heyrist inn í bæ. Í brekkunni uppúr bænum er skipt í 4ða á c.a. 4500 og aukið við hraðann jafnt og þétt. Mr. Smokey Unick er mættur og nú verður ekki hlustað á neitt væl.

Við álverið er hraðinn að nálgast 110 mílur og þó haldið aftur af. Ég lít til vinstri og það er tunglskin yfir Reykjanesskaganum. Talsvert frost en alveg þurrt og engin ísing. Eftir að ljósin í álverinu taka að dofna tekur alvaran við. We are in NASCAR territory! Allir mælar AOK, vacuum mælirinn er þó heldur lár, en ég veit að það er vegna þess að nú er allt wide open. Olíuþrýstingur steady at 70psi og snúarinn er að nálgast 7000 ... hraðinn eftir mælinum er um 120mph þegar hallar undan ofan í Hvassahraunsland. Hljóðið þegar knývendinum er beitt á þessum hraða þekkja aðeins þeir sem hafa ekið svona vél að efri mörkum:

Neyðist til að hægja ferðina niður í 80mph í Kúagerði ... bílar á móti og einn eða tveir á undan. Svo, 3. gír á 5000, botngjöf og inntakið opnast um leið og big blokkin tekur andann upp í 6800 svo click  .... 4 gír og afturendinn slæst til við átakið á skiptingunni. Hraðinn er að nálgast borð ... Strandarheiðin blasir við og ég sé undarlegan hlut .... hraðinn skapar turbulence þannig að grjót og ryk þyrlast upp úr vegkantinum hægra megin. Þetta er alveg nýtt. Hljóðið í þessari risavél jafnast á við þrumugný Wagners. Fyrir tvítugan gaur er þetta það sem gildir....

Efir c.a. 12 - 14 mín akstur neyðist ég til að lækka flugið. Njarðvík blasir við. Ég tek stutt cruise inn í Keflavík. Fer á Aðalstöðina og stoppa. Kæla, en það tekur stutta stund, enda 5 eða 6 stiga frost. Tek ekki sénsinn á að drepa á. All systems go!

Þegar ég tek beygjuna inn á Reykjanesbrautina frá vegamótunum í Njarðvík tek ég eftir tveim bílum sem fylgja stíft á eftir neðan úr bæ. "Captain 396, we have customers!", hugsa ég.  Út úr beygjunni er málað á báðum út fyrsta. og annan og merkt í 3ja, það er auðvelt enda kalt, 1 gír 6900 ... 2 ... 6000 ..... 3. .... 6900 .... Þetta er wide ratio kassi og snúningurinn dettur 600 snún við 4ða.  Þegar fjórði er búinn stöndum við með mælinn í borði og Grindavíkurafleggjarinn birtist eins og leiftur. 100 mph og aðeins slakað ... þeir eru horfnir. Ljósin Í Reykjavík færast nær alltof hratt. Þangað til erum við á Daytona ........

Mín skoðun er og verður sú að þið hafið ekki lifað fyrr en þið hafið stigið ofan á sæmilega reiðan 7 lítra mótor ..... með opnar pústflækjur ....

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #13 on: February 04, 2007, 06:21:36 »
jesús, frábær lesning, bara nákvæmlega einsog draumurinn hjá manni, fara út og sækja svona tæki

Offline Jói ÖK

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 652
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #14 on: February 04, 2007, 14:57:15 »
meira svona GK! svakalegar sögur 8)
Jóhannes Örn Kristjánsson - S:8494309
Volvo 240R '88 - 4.6 32V V8 Supercharged/Tremec 3650 (smíðismíð)
Jeep Cherokee XJ '95 - 4.0HO (Sörvisbíllinn)

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #15 on: February 04, 2007, 17:36:17 »
híhí.. ég tók nú álíka þeysireið til keflavíkur fyrir ekki svo löngu, að vísu bara með mín 346cid í gegnum 6 gíra kassa, en gaman þó.  munurinn er hinsvegar sá að í dag er maður bara kallaur hryðjuverkamaður í staðin
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Þröstur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
  • Chevelle SS 1970
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #16 on: February 04, 2007, 23:02:58 »
Ég bíð spenntur
Þröstur Guðnason
Chevelle 454 LS6
12.09 @ 110.56
60 ft. - 1.66

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
Re: SS by night
« Reply #17 on: February 05, 2007, 15:03:07 »
Quote from: "Guðmundur Kjartansso"
Veturinn 1976-77 var sá óvenjulegasti sem hér hefur komið um áratuga skeið. Laufið fraus á Birkinu í óktóber og það hélst þannig alveg til vors. Það snjóaði lítillega á gamlársdag en þann snjó tók upp stuttu seinna.  Sviðið var því tilbúið fyrir hasarinn sem varð á götum og vegum  þennan ógleymanlega vetur .....

Búið var að græja bílinn til keppni eins og þær voru stundaðar á þeim tíma... Kem að því öllu síðar en nú er staðan þannig að það verður að stinga aðeins innan úr ..... Hleyp því yfir söguna eftir að bíllinn kom heim og hlífi ykkur við sögum úr tollinum ......í bili.

General Motors hafði hætt framleiðslu á Z-28 bílnum eins og hann VAR á árinu 1973 c.a og hafði Hot Rod Magazine skrifað um hann minningargrein: REQUIEM FOR THE Z28, sennilega sumarið 73. Andi þessarar greinar sat í mér. Eitt atriði þessarar tilfinningaþrungnu greinar var sagan af því þegar tveir starfsmenn blaðsins óku  nánast nýjum 1969 Z-28 bíl þvert yfir Dauðadal sumarið 1970 á 145 mílna hraða. Á akstrinum höfðu þeir numið staðar austan megin í dalnum; vélin kæld; hljóðkútar skrúfaðir undan: kveikjutíma breytt og tékkað á ýmsu sem þurfti. Svo var sett í gang og tekið af stað eins og þeir væru á
Bonneville Salt Flats,  skipt upp .... ferðin yfir dalinn í 40 stiga hita .... tók ekki nema nokkrar mínútur. Það var ægilegasti akstur sem þessi ungu menn höfðu reynt. I got the picture!
----

Það er föstudagskvöld í lok febrúar 1977. Við Captain 396 erum tveir í bænum að þvælast. Tankurinn er fullur af turbo blue frá vini vorum JH og ég leita eftir einhverjum hasar fyrir okkur félagana. Helgina áður vorum við á Geithálsi að gera upp sakirnar og það var so so, en við vorum klárir í slaginn. Opnar flækjur, allt toppstillt af félögum í bransanum og ég með David Bowie á 8-trakkinu. Hljómburður langt umfram það sem í boði var annarsstaðar á þeim tíma.

Miðbærinn .... læðst og reynt að komast hjá því að sprengja hljóðmúrinn með opnar flækjurnar ... kúpplað frá þegar Sheriff Buford T. Justice á leið hjá. OK, kíkjum í fjörðinn. Þar er alltaf eitthvað af bílastrumpum á ferð. Svo við rennum suður úr, aðeins látið fjúka í. Á stöðina og Strandgötuna ... Bowie tónar Fame undir drunurnar í vel reiðum 396... frostið gerir sitt. Vélin sónar alveg skært uppúr ......

Eftiir  stuttan rúnt og nokkur flaut og ljósablikk er lagt í átt til Reykjavíkur. En af einhverjum ástæðum leggjum við ég og Kaptain 396 til hægri við Glerborg. Skipt upp og snúið svona 4500 til 4800 út í áttina að Hvaleyrarholtinu. Ég renni við í Klettinum hjá strákunum en þar er allt myrkvað. Þeir eru einhversstaðar á djamminu enda á diskó aldrinum  8)

Við stoppum á stöðinni kapteinninn og ég og athugum aðstæður aðeins. Svo er það upp á veg og þá vaknar þessi mynd: Death Valley at 6500.
Nú læsum við beltunum!

Við tökum strauið upp á Keflavíkurveg og nú heyrist ekki lengur í græjunum, nóg er að fást við big blokkina og snúa upp, en gæta sín ... við erum enn þannig staðsettir að hávaðinn heyrist inn í bæ. Í brekkunni uppúr bænum er skipt í 4ða á c.a. 4500 og aukið við hraðann jafnt og þétt. Mr. Smokey Unick er mættur og nú verður ekki hlustað á neitt væl.

Við álverið er hraðinn að nálgast 110 mílur og haldið aftur af. Ég lít til vinstri og það er tunglskin yfir Reykjanesskaganum. Talsvert frost en alveg þurrt og engin ísing. Eftir að ljósin í álverinu taka að dofna tekur alvaran við. We are in NASCAR territory! Allir mælar AOK, vacuum mælirinn er þó heldur lár, en ég veit að það er vegna þess að nú er allt wide open. Olíuþrýstingur steady at 70psi og snúarinn er að nálgast 7000 ... hraðinn eftir mælinum er um 120mph þegar hallar undan ofan í Hvassahraunsland.

Neyðist til að hægja ferðina niður í 80mph í Kúagerði ... bílar á móti og einn eða tveir á undan. Svo, 3. gír og inntakið opnast um leið og big blokkin tekur andann upp í 6800 svo click  .... 4 gír og afturendinn slæst til við átakið á skiptingunni. Hraðinn er að nálgast borð ... Strandarheiðin blasir við og ég sé undarlegan hlut .... hraðinn skapar turbulence þannig að grjót og ryk þyrlast upp úr vegkantinum hægra megin. Þetta er alveg nýtt. Hljóðið í þessari risavél jafnast á við þrumugný Wagners. Fyrir tvítugan gaur er þetta það sem gildir....

Efir c.a. 12 - 14 mín akstur neyðist ég til að lækka flugið. Njarðvík blasir við. Ég tek stutt cruise inn í Keflavík. Fer á Aðalstöðina og stoppa. Kæla, en það tekur stutta stund, enda 5 eða 6 stiga frost. Tek ekki sénsinn á að drepa á. All systems go!

Þegar ég tek beygjuna inn á Reykjanesbrautina frá vegamótunum í Njarðvík tek ég eftir tveim bílum sem fylgja stíft á eftir neðan úr bæ. "Captain 396, we have customers!", hugsa ég.  Út úr beygjunni er málað á báðum út fyrsta. og annan og merkt í 3ja, það er auðvelt enda kalt, 1 gír 6900 ... 2 ... 6000 ..... 3. .... 6900 .... Þetta er wide ratio kassi og snúningurinn dettur 600 snún við 4ða.  Þegar fjórði er búinn stöndum við með mælinn í borði og Grindavíkurafleggjarinn birtist eins og leiftur. 100 mph og aðeins slakað ... þeir eru horfnir. Ljósin Í Reykjavík færast nær alltof hratt. Þangað til erum við á Daytona ........

Mín skoðun er og verður sú að þið hafið ekki lifað fyrr en þið hafið stigið ofan á sæmilega reiðan 7 lítra mótor ..... með opnar pústflækjur ....



Nei hættu nú alveg Guðmundur, þetta 396 jumm vinnur nú ekki það mikið, allavega ekki nánast stock :lol:  :shock:
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #18 on: February 05, 2007, 15:15:55 »
Hey, frásögnin er alger snilld
og það er það sem allir sækjast eftir 8) .
Meiri svona sögur GK.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
1970 Chevelle SS-396.
« Reply #19 on: February 06, 2007, 01:05:28 »
Hvar er kvöld sagan,, :cry:

Maður er orðinn háður því að lesa um þessa gömlu góðu bíla.

Vinsamlegast haltu áfram að skrifa um þá.
Halldór Jóhannsson