Super Bee er í geymslu núna og sem betur fer voru A/R felgurnar rifnar undan honum, gamli setti 14 tommu magnum 500 undir hann tímabundið venga þess að krómfelgurnar voru of breiðar og rákust í brettakanntana þegar alvöru tankur var við stýrið. En núna eru komnar 15 tommu magnum 500 undir hann á 275-65 dekkjum. Og er allt annað að sjá greyið.
Bílinn er búið að almála, og riðbæta hér og þar og er hann orðinn flaw-less á því sviði. Einnig er búið að splæsa í krómlista, nýtt í bremsur og margt annað smádót.
Í bílnum er 440 þessa stundina, en ekki mikið lengur, því í hann er að fara 383+++ svo hægt sé að nota ´´Ramcharger´´unitið í húddinu.
Bíllin verður vonandi kominn á fullt gagn þetta sumarið.
