Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Dr. OLDS´ GTO
Einar K. Möller:
Sigtryggur, Það var Einar Orgelhestur í Sniglabandinu sem átti bílinn, síðan fór hann á mikið flakk, endaði svo í höndum feðga sem gáfu Brynjari vini mínum bílinn gegn því að hann tæki 455 vélina úr. Síðan lætur hann bílinn í hendurnar á Magga kunningja mínum sem setur 403 mótor í hann og Brynjar fær svo bílinn aftur. Ég tek svo við þessum bíl á miðri leið og við vinnum mikið í honum. Jón Trausti vinur minn fær hann svo og geymir inní Kópavogi einmitt þar sem honum var rústað, til dæmis var keyrt á bílinn til skemmtunar o.sv.frv. Eftir það held ég að honum hafi verið fargað.
Sigtryggur:
Sennilega hefur Einar fengið bílinn hjá Bjarna Braga,því Bjarni var einhverntíman að tala um það við mig að hann langaði að gera hann upp.
Hvenær fór 455 í bílinn?Á árunum 1983-7 var hann með 350 Olds.
HK RACING2:
--- Quote from: "57Chevy" ---Græni Cutlassinn var á Skaganum fyrir 1980,Hilmar helduru að Þráinn hafi átt hann seinastur áður en hann var seldur úr bænum.
--- End quote ---
Það er nú erfitt fyrir mig að segja til um það,er fæddur 78 og man bara eftir þessum bíl á myndum hjá kallinum,ætli hann hafi ekki átt hann á svipuðum tíma og verið var að vinna í að búa mig til :D
Gaman þætti mér að sjá fleiri myndir af honum samt þar sem mér hefur alltaf fundist hann frekar vígalegur.
57Chevy:
'Eg á til myndir af bílnum,fæ strákinn minn til að setja þær inn við tækifæri.
Eru eitthverstaðar upplýsingar hvernig það er gert.
Man að bíllinn kom úr Hafnafirði,var með 350 volgum mótor og splittuðu drifi.
HK RACING2:
--- Quote from: "57Chevy" ---'Eg á til myndir af bílnum,fæ strákinn minn til að setja þær inn við tækifæri.
Eru eitthverstaðar upplýsingar hvernig það er gert.
Man að bíllinn kom úr Hafnafirði,var með 350 volgum mótor og splittuðu drifi.
--- End quote ---
Einu myndirnar sem ég man eftir frá kallinum þá stendur bíllinn á búkkum að aftan fyrir utan skúrinn hjá Hlyni.Áttu nokkuð myndir af ljósbláa Mach 1 Mustanginum sem hann átti,man ekki til þess að hafa séð hann í seinni tíð og væri mikið til í að fá að vita hvað varð um hann.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version