Jæja, þetta er skemmtileg saga, frábær Chevella og gaman að hún hefur varðveist. Hinsvegar hefur þetta aldrei flengt nokkurn skapaðan hlut sem skiptir máli í Rallý special eins og þið sjáið hér að neðan. Hins vegar var alveg hrikalega gaman að sjá þennan hval í brautinni enda var þetta smíðað til að fara beint áfram 402 metra í einu en ekki beygja!
Staðreyndir um þessa keppni sem bíllinn tók þátt í:
Reykjavíkurflugvöllur 25. apríl 1981
Úrslit og tími:
1. sæti Ford Escort, 6.19,75
2. sæti Datsun 1600, 6.23,44
3. sæti Chevelle 327, 6.29,81
4. sæti Toyota Celica, 6.39,00
5. sæti Ford Cortina 2000, 6.49,48
6. sæti Ford Cortina 1600, 7.10,42
7. sæti Saab 96, 7.43,04
8. sæti Ford Escort 1300, 8.54,51
Í umfjöllun um þessa keppni á sínum tíma var sagt að 327 væri í húddinu og á myndum sést að skráningarnúmerið var G-13106.
Einhver virðist hafa photoshoppað annað númer á myndinni hér að framan.
Góðar stundir...