Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Týndir Mustangar?!
Leon:
Eru ekki til gamlar myndir af honum?
R 69:
Veit eitthver hvaða bíll þetta er ?
og hvað varð um hann ?
GHS:
Gaman að lesa þetta, pabbi er víst einn af strákunum úr kópavogi. Hann átti bílinn en félagar hans voru mikið að þvælast á honum.
Hann keypti bílinn þar sem hann stóð í flugskýlinu út á velli, stuttu eftir að hann keypti hann uppgötvaði hann að vélin virkaði ekki sem skyldi, hann reif heddin af henni og uppgötvaði stórt gat á heddi í brunahólfi auk þess sem ein undirlifta var brotin, það var ástæðan fyrir því að hann tók vélina úr bílnum, meiningin var sú að hún færi seinna í hann aftur.
Hann keypti klesstan Cougar ´72 (brúnnsans, miðaldra kallar muna eftir honum fyrir utan vinnufatabúina á horninu á Smiðjustíg of Hverfisgötu) sem hafði verið gjörsamlega eyðilagður suður á Miðnesheiði og notaði vél og skiptinu úr honum.
Sumarið 1975 seldi hann allt draslið þar sem hann var að fara í margra ára nám erlendis. Pabbi hélt alltaf að vélin hefði verið úr SCJ 70 model og hefði farið í bílinn áður en Bjössi flutti hann inn, þetta gæti skýrt ruglið með VIN númerið. Til gamans má geta þess að hann var keyrður á hús á Hverfisgötunni en ekki ljósastaur, eftir það var hann gerður upp af flugvirkjunum. Þetta var haustið 74, pabbi gamli tjaslaði honum aldrei saman og lenti aldrei í árekstri á honum.
Skiptingin fór í brúnan Bronco sem gerði það gott í sandspyrnunni og vélin er örugglega til hjá sama aðila og hann seldi hana á sínum tíma.
gtturbo:
--- Quote from: "Mach-1" ---Þessi er nú ekki týndur enn veit einhver sögu hanns :?:
--- End quote ---
Félagi minn keypti þennan bíl 2003 og hefur hann verið í geymslu síðan. Hann ætlar að gera þennan bíl upp en það er mikið verk fyrir höndum.
Gummari:
ertu til í að sýna mér eigenda ferilinn á tunnunni :wink: er í smá Jón spæjó
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version