Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Týndir Mustangar?!

<< < (11/18) > >>

Jói ÖK:

--- Quote from: "Guðmundur Kjartansso" ---ANTON SKRIFAÐI 21 Febrúar:


Þetta er sennilega BP-446

26.04.1984 Eignarhaldsfélagið Jöfur hf Pósthólf 8275
16.08.1982 Pétur Randver Bryde Vættaborgir 140
16.03.1981 Stefán Jónasson Gauksás 63
14.01.1981 Karl Valdimar Brandsson Birkihlíð 2b
12.09.1979 Jón Viðar Guðjónsson Fjarðarás 12
28.12.1978 Óli Þorleifur Óskarsson Grænamörk 10
31.05.1978 Sigurd Oliver Staples Eyjar
14.12.1976 Hallgrímur Sigurðsson Vatnsnesvegur 22

Hann bar allavega þetta númmer

11.07.1984 Y11952 Gamlar plötur
24.03.1981 G7092 Gamlar plötur
12.09.1979 X2562 Gamlar plötur
28.12.1978 R62899 Gamlar plötur
31.05.1978 N772 Gamlar plötur
14.12.1976 Ö481 Gamlar plötur

Hann er svo afskráður 18.01.1991
Vin #9F020201596 greinilega eitthvað vitlaust skráður þar sem vélarstafinn vantar.
_________________
Anton og félagar, þetta er einn merkilegasti Mustang sem hingað kom. Ég kannaðist svo vel við hann á þessum myndum. Þetta er enginn annar bíll en 428 Super CJ bíllinn sem Björn Emilsson flutti til landsins, sennilega haustið 1970. Ég efast um að nokkur svona græja hafi fengið meðferð neitt í námunda við það sem þessi fékk.

Bjössi sagði mér að bíllinn hafi verið illa farinn þegar hann eignaðist hann enda losaði hann sig við bílinn eftir stutta eigu. Ég kom að sögu hans haustið 1973. Þá var hann auglýstur til sölu. Ég skoðaði hann í flugskýli niðri á Reykjavíkurflugvelli. Þá var hann þar uppi á búkkum og var þá búið að endursmíða framhjólastellin undir honum. Tveir flugvirkjar unnu það verk. Eigandinn gangsetti hann fyrir mig og malaði Cobra Jet 428 vélin fínt. Ég vildi skipta á honum og mínum sægræna 69 M1 sem búið er að gera skil hér að ofan. Ekkert varð nú af því ... sem betur fer enda var þessi CJ bíll búinn að fá að kenna svoleiðis á því að ég hefði ekki getað haldið honum á götu til lengdar.

Þaðan fór hann til stráka í Kópavoginum, en það var 1974, sennilega um vorið, eftir að búið var að keyra hann á ljósastaur á Hverfisgötunni með framhjólin í spíkat, gersamlega í split. Þeir tjösluðu honum saman og seldu 428 vélina og C-6 kassann upp úr honum, en slökuðu í staðinn ofan í hann 351 Cleveland 2V úr ´71 Cougar sem þeir höfðu rétt á undan keypt skemmdan í sölu varnarliðseigna. Vélin og skiptingin eru enn til.

Áfram var haldið að djöflast á þvi sem eftir var af þessu flaki. Ég sat í honum og gat fengið hann keyptan ... sennilega í maí 1982. Pétur Bryde var þá eigandinn. Þá hafði græjan verið máluð í bláum lit af Subaru ....kóbalt blár. Vel hefði mátt bjraga honum þá, en ég sat þá uppi með annan viðlíka bíl sem var minn banabiti í þessari dellu í mörg ár á eftir. Bílnum var svo hent, því miður og fór þar með löng saga sem ekki verður hægt að endurskapa.

VIN númerið er þá 9F02Q201596. Fimmti stafur er semsagt - Q - sem merkir 428Cobra Jet non-ram air. Hvort þetta er CJ eða SCJ mun ekki komast á hreint nema eigandi vélarinnar sýni hana pönnulausa eða amk framan á hana, en sé þetta SCJ vél, þá er lítið kastlóð steypt utan á hulsuna sem kemur aftan við víbringsklossann.

Sad to say, en svona enduðu allt of margir þessara bíla.....
--- End quote ---

Ég er að segja þér það að það er alveg sama hvar þú skrifar sögur. Það er alltaf jafn gaman að lesa þær :)

C-code:
Takk Jói og aðrir. Þetta er nú ekki leiðinlegt að rifja upp .... nema kannski sumt    :smt014

Anton Ólafsson:
Já Guðmundur, það er alltof sorglegt hvernig þessir bílar hafa endað.
Hérna er ein mynd af honum. Sennilega lítið búið að þjösna honum þarna.

Leon:
Þessi er nú ekki týndur enn veit einhver sögu hanns :?:

Anton Ólafsson:
21.11.2003Elvar Már Pálsson Logafold 87  
15.05.2001 Kristján Nielsen Hlíðargata 37  
01.02.1984 Bragi Karlsson Fákaleira 8a
07.09.1983 Úlfar Ólafsson Danmörk  
27.07.1983 Gunnar Guðbjörn Gunnarsson Frakkastígur 12a  
12.06.1983 Ólafur Guðmundsson Kjarrvegur 3  
06.06.1983 Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir Brekkubær 26  
01.09.1980 Friðrik Rafnsson Eiðistorg 13  
19.01.1978 Sævar Þór Carlsson Víðivangur 1  
19.01.1978 Ásdís Anna Johnsen Heiðarholt 14h  
09.09.1977 Vilhjálmur Sigurðsson Hlíðarvegur 39


30.11.1984 Z3248 Gamlar plötur
01.02.1984 Z492 Gamlar plötur
21.07.1983 R45569 Gamlar plötur
15.06.1983 R45569 Gamlar plötur
09.09.1980 Y5653 Gamlar plötur
19.01.1978 G7155 Gamlar plötur
21.03.1975 H169 Gamlar plötur

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version