Þetta átti nú ekki að vera einhver ættfræðipistill eða nákvæm eigendaferilskrá, heldur eingöngu yfirgripsfrásögn um þennan fræga bíl.
Á tímabili heyrði ég einhverjar ofursögur frá Hebba um að það hafi verið ein 383 Cuda 1970 á "vellinum" sem hann hafi eignast, aldrei heyrt um það annars staðar frá og frekar líklegt að hann haldi að hann hafi verið að rífa ekta Cudu, hann hafði bara ekki hugmynd um að þetta var klónari. En ef svo ólíklega vill til að þessi leynicuda hafi verið til, þá vinsamlegast póstið myndir takk.
PS. Sorry Moli, vissi þetta með pabba hans Agga, flýtti mér aðeins of mikið. En þetta hefur verið leiðrétt hér með.