Kæru félagar
Athugið hvað er verið að segja hérna og hættið að snúa málinu út í einhverja vitleysu um hver er huglaus eða hugrakkur, margir menn kjósa að vinna að réttlæti án þess að sýna andlit sitt út á við, vitandi það að hugrakkir menn gætu átt það til að sýna mátt sinn og megin.
Málið er að bræðurnir Jóhannsynir vilja fá forskot á aðra keppendur í OF því að umbun fyrir að keyra á bensíni eingöngu er bara það!
Við og þá á ég við keppendur úr OF flokk höfum sett bílana okkar upp til að keyra á poweradder, nítró og blásara og hvaðeina sem að þýðir grænir í alls konar gismo og svo á bara að ýta því út af borðinu. Nei takk, við smíðum bíla flokkinn, ekki flokk fyrir bílinn.
Allir vita hverskonar vélar þeir bræður eru með, og það eru flottar vélar. Ef að við keyrum allir á bensíni, ja þá má segja að við hinir mættum með hnífa í byssubardaga, slíkur er munurinn.
Ég tek hérna smá bút úr þræði sem Ari Jóhannson byrjaði og kallar "Stóra index málið" .................
Tekið skal fram að þetta spjall er sett fram til að menn geti viðrað sínar skoðanir á þessu máli og velt fyrir sér kostum og göllum. Tillögur um annað fyrirkomulag eða úrbætur eru vel þegnar. Vinsamlegast reynið að ræða þetta málefnalega og takið því ekki sem gefnum hlut að ég sé að varpa þessu fram í einhverjum eiginhagsmunatilgangi, því svo er ekki. Ég veit fyrir víst að margir meðlimir KK hafa áhuga á þessu máli.
Ég leyfi mér að gera það rautt sem stingur mig í augun. Ég hef rætt í SÍMA við aðra keppendur í OF flokki og við höfum alls engan áhuga á þessu máli. Aðrir keppendur eru að setja stóra skammta af nítró inn á sýna mótora og það vinur minn, kostar marga græna $$$$ fyrir utan að leggja allt sitt á línuna og eiga von á því að sprengja mótorinn eins og svo margir hafa gert. Þessir menn kaupa hestöflin fullu verði. Ég keyrði án nítró í tvö ár og það hafði engin áhuga á þessu máli þá og það hefur engin áhuga á þessu máli núna, nema þessari umræðu.
Því segi ég við stjórn þessa íþróttafélags.
Gjörið svo vel að pakka þessu máli niður og setja í geymslu.
Virðingarfyllst
Stígur A Herlufsen hugrakkur keppandi í OF