Author Topic: Index mál í OF  (Read 26182 times)

Offline Svínahirðirinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Index mál í OF
« on: December 08, 2006, 13:22:05 »
Svínahirðirinn heyrði á tali tveggja manna að Index málin í OF væru nú algerlega út í hött, nú væri rétti tíminn til að breyta þessum reglum og banna, taka út, alla poweraddera og keyra þennan flokk á bensíni eingöngu. Jafna leikin eða þannig.

"EDIT"Það er alveg óhæft að það þurfi að keppa í svona óréttlátu umhverfi.  Núna þyrfti þessi stjórn að hysja upp um sig og laga til í reglugarðinum. Annars gæti hún bara hypjað sig.

Þvílíkt bull og þvaður

svínahirðirinn

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #1 on: December 08, 2006, 14:06:12 »
hehe maður lifandi :)

þannig að ef maður er med blower eða túrbó þá bara fær maður ekkert að
keppa í kvartmílu á íslandi
enda eiga svoleiðis druslur bara að vera á götum bæjarins þar sem þeir eiga heima :D

ég held það væri nær að svera upp GF heldur en að þrengja OF
sem heitir btw opinn flokkur :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #2 on: December 08, 2006, 15:59:41 »
Jamm....

Fyrir nokkru startaði Ari þessum þræði  
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=17499
 með mjög málefnalegri umræðu sem því miður virðist vera að renna út í sandinn.

Er ekki rétt að halda henni áfram í stað þess að vera með dylgjur um menn á þessum þræði?

Málefnaleg skrif eru því miður allt of sjaldgæf á þessum vef.  Fyrr eða síðar fer hún oft út í persónulegt skítkast sem engum gagnast, allra síst Kvartmíluklúbbnum.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #3 on: December 10, 2006, 14:40:39 »
Jæja búið að taka til hér,áfram með málefnalega index umræðu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #4 on: December 10, 2006, 17:20:00 »
Ég hefði reyndar viljað sjá menn skrifa undir nafni ef þetta á að kallast málefnalegt  :roll:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #5 on: December 13, 2006, 09:55:44 »
mér finst það bara í góðu lagi þó að þessir menn eða konur þora ekki að koma undir nafni  :roll: svo leingi sem þeir skrifa heiðarlega  :D ps veit ekki betur en að meira eða minna skrifi men ekki undir nafni :D  :D  :D  kveðja stjáni skjól
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #6 on: December 14, 2006, 13:18:19 »
Kæri Svínahirðir,
Vilt þú banna Nitro í OF-flokk?
kv.
GF.
Gretar Franksson.

Offline Svínahirðirinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #7 on: December 14, 2006, 14:19:56 »
Kæri GF

Það er búið að breyta textanum þarna örlítið í upphafi svo að það er auðvelt að misskilja hvað Svínahirðirinn átti við.

Svínahirðirinn misskildi þetta líka eitthvað örlítið í upphafi, málið er víst þannig vaxið að prinsessurnar með pro stock mótorana vilja fá betra index svo að þær þurfi nú ekki að nota nítrógas til að leggja Leif Rósenbergson að velli.

Skúbbið: stjórnin er nú þegar byrjuð á þessari vinnu.

Eins og þetta lítur út í dag er þetta bara aðför að ríkjandi íslandsmeistara af tilvonandi keppanda.

Svínahirðirinn er hneykslaður á svona framkomu og skorar á alla félaga í kk að taka ekki þátt í þessu og aldrei að samþykkja svona grundvallarbreytingar.

Svínahirðirinn

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #8 on: December 14, 2006, 16:30:48 »
Er ekki rétt að Hirðirinn skrifi undir nafni og kalli bara Spaða Spaða og hætti þessum dylgjum.

 " Eins og þetta lítur út í dag er þetta bara aðför að ríkjandi íslandsmeistara af tilvonandi keppanda. " skrifar Hirðirinn.....................


 " Prinsessurnar með pro stock mótorana vilja fá betra index svo að þær þurfi nú ekki að nota nítrógas til að leggja Leif Rósenbergson að velli. " skrifar Hirðirinn.....................
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #9 on: December 14, 2006, 22:02:42 »
Svínahirðir, ef þú ert að gefa það í skyn að stjórnin sé að hagræða reglum til að hygla einhvern umfram annann þá ertu á hálum ís  :evil:

Skrifaðu bara undir nafni.

Segðu það sem þú meinar í stað þess að gefa einhvað í skyn sem má auðveldlega misskilja.

Ef þitt eina markmið er að valda usla og gremju meðal okkar þá skaltu bara vera úti !

Og þú veist að það er talið að þeir sem tala um sjálfa sig í þriðju persónu eigi við alvarleg geðræn vandamál að stríða, líkt og geðklofa og sjálfsímyndar brenglun  :roll:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #10 on: December 15, 2006, 12:14:40 »
menn verða nú að gera smá geðveikir til að keppa í kvartmílunni :D

Annars er ekki bara einn eða tveir aðilar sem eru með annað en bensín sem eldsneyti í ofurflokknum?
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Index mál í OF
« Reply #11 on: December 15, 2006, 17:53:39 »
Quote from: "Svínahirðirinn"
Kæri GF

Það er búið að breyta textanum þarna örlítið í upphafi svo að það er auðvelt að misskilja hvað Svínahirðirinn átti við.

Svínahirðirinn misskildi þetta líka eitthvað örlítið í upphafi, málið er víst þannig vaxið að prinsessurnar með pro stock mótorana vilja fá betra index svo að þær þurfi nú ekki að nota nítrógas til að leggja Leif Rósenbergson að velli.

Skúbbið: stjórnin er nú þegar byrjuð á þessari vinnu.

Eins og þetta lítur út í dag er þetta bara aðför að ríkjandi íslandsmeistara af tilvonandi keppanda.

Svínahirðirinn er hneykslaður á svona framkomu og skorar á alla félaga í kk að taka ekki þátt í þessu og aldrei að samþykkja svona grundvallarbreytingar.

Svínahirðirinn




Værir þú ekki frekar til í að gefa þig á tal við einhvern úr stjórninni sem ætlar að vera með þessi mál á sinni könnu, mig (Nóna) eða Kristján Finnbjörnsson? Ég sendi þér hér með símanúmer okkar beggja í ep þannig að þú hringir væntanlega í okkur innan nokkurra daga, eigum við að segja 5 daga? Það ætti að duga.

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #12 on: December 15, 2006, 18:18:27 »
Sælir,
Hvað er þarna á ferðinni?  Er verið að vinna í reglubreytingum í OF-flokk?
Ef svo er af hvaða tilefni er það? Fyrir mér er það aðal málið, er eitthvað til í þessu hjá hinum málglaða Svínahirði.

Ég vil benda sérstaklega á það enn og aftur að það er mjög varhugavert að vera að hreyfa við reglum almennt, sérstaklega reglum sem hafa staðið lengi og ekki haft ókosti þannig keppendur hafi haft af því pata.

OF-flokkur hefur verið gróskumesti flokkurinn undanfarið og þeir sem hafa keppt í flokknum síðasta sumar eru alveg sáttir að ég best veit.(hef spurt keppendur sérstaklega að því).

Látum ríkjandi reglur í friði og látum það sem hugsanlega mætti lagfæra koma fram í keppni. Alls ekki að fara að reyna lagfæra eitthvað að óreyndu.

kv.
Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Index mál í OF
« Reply #13 on: December 16, 2006, 00:02:42 »
Er einhver að reyna að koma upp illindum meðal manna? Svínahirðir, svaraðu afhverju þú ert með svona órökstuddan rógburð.
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #14 on: December 16, 2006, 01:47:33 »
Quote from: "ElliOfur"
Er einhver að reyna að koma upp illindum meðal manna? Svínahirðir, svaraðu afhverju þú ert með svona órökstuddan rógburð.


ég held að þetta sé nóni að reyna vera fyndinn  :lol:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #15 on: December 16, 2006, 03:16:08 »
Er ekki eitthvað meira að gerast á svínabúinu?

PS. legg til að svínahirðinum, shadowman og sjálfsagt fleirum nöfnum verði eytt og menn "blokkaðir" :idea:

PS. PS. Lélegt þegar menn þora ekki að sýna á sér andlitið og fela sig á bakvið léleg nöfn, á mínum bæ væru þeir kallaðir hugleysingjar :wink:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #16 on: December 16, 2006, 10:18:56 »
Kæru félagar

Athugið hvað er verið að segja hérna og hættið að snúa málinu út í einhverja vitleysu um hver er huglaus eða hugrakkur, margir menn kjósa að vinna að réttlæti án þess að sýna andlit sitt út á við, vitandi það að hugrakkir menn gætu átt það til að sýna mátt sinn og megin.


Málið er að bræðurnir Jóhannsynir vilja fá forskot á aðra keppendur í OF því að umbun fyrir að keyra á bensíni eingöngu er bara það!  

Við og þá á ég við keppendur úr OF flokk höfum sett bílana okkar upp til að keyra á poweradder, nítró og blásara og hvaðeina sem að þýðir grænir í alls konar gismo og svo á bara að ýta því út af borðinu. Nei takk, við smíðum bíla flokkinn, ekki flokk fyrir bílinn.

Allir vita hverskonar vélar þeir bræður eru með, og það eru flottar vélar. Ef að við keyrum allir á bensíni, ja þá má segja að við hinir mættum með hnífa í byssubardaga, slíkur er munurinn.


Ég tek hérna smá bút úr þræði sem Ari Jóhannson byrjaði og kallar "Stóra index málið" .................

Tekið skal fram að þetta spjall er sett fram til að menn geti viðrað sínar skoðanir á þessu máli og velt fyrir sér kostum og göllum. Tillögur um annað fyrirkomulag eða úrbætur eru vel þegnar. Vinsamlegast reynið að ræða þetta málefnalega og takið því ekki sem gefnum hlut að ég sé að varpa þessu fram í einhverjum eiginhagsmunatilgangi, því svo er ekki. Ég veit fyrir víst að margir meðlimir KK hafa áhuga á þessu máli.

Ég leyfi mér að gera það rautt sem stingur mig í augun. Ég hef rætt í SÍMA við aðra keppendur í OF flokki og við höfum alls engan áhuga á þessu máli. Aðrir keppendur eru að setja stóra skammta af nítró inn á sýna mótora og það vinur minn, kostar marga græna $$$$ fyrir utan að leggja allt sitt á línuna og eiga von á því að sprengja mótorinn eins og svo margir hafa gert. Þessir menn kaupa hestöflin fullu verði. Ég keyrði án nítró í tvö ár og það hafði engin áhuga á þessu máli þá og það hefur engin áhuga á þessu máli núna, nema þessari umræðu.

Því segi ég við stjórn þessa íþróttafélags.
Gjörið svo vel að pakka þessu máli niður og setja í geymslu.

Virðingarfyllst
Stígur A Herlufsen hugrakkur keppandi í OF

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #17 on: December 16, 2006, 12:53:41 »
Quote from: "stigurh"

Málið er að bræðurnir Jóhannsynir vilja fá forskot á aðra keppendur í OF því að umbun fyrir að keyra á bensíni eingöngu er bara það!  


Það hefur ekki verið talað um það, svínahirðirinn er enn að misskilja :roll:

PS. hvernig er annars að vera svínahirðir :?:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #18 on: December 16, 2006, 14:06:26 »
Sælir,
Opin spurning til Nóna, ert þú eða einhverjir í stjórn KK að vinna við reglubreytingar í OF-flokk? Ef svo er, af hvaða tilefni er það?
kv.GF.
Gretar Franksson.

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Index mál í OF
« Reply #19 on: December 16, 2006, 21:12:57 »
Kæri Kiddi

Ég þakka fyrir áhuga þinn á þessu máli kæri Kiddi. Þó sýnist mér á skrifum þínum vera heldur neikvæður tónn í minn garð og mína svínastíu. Það er gott að vera svínahirðir, þakka þér áhugan.

Ég verð að játa það, ég er Svínahirðirinn í fyrstu persónu. Ég heyrði af þessu máli og þar sem um slúður var að ræða langaði mig að hræra aðeins! Það var nú það. Vonandi getur þú fyrirgefið mér.

virðing
stigurh