Sæll,
þetta er það fyrsta sem ég hef heyrt um þetta en þeir hljóta að geta gefið þér betri útskýringu en þetta, sko ég hef verið að skoða tryggingarmálin hjá mér persónulega og var bent á að það væri nauðsynlegt fyrir alla að fá árlega tilboð hjá öllum tryggingarfélögunum árlega og taka lægsta en jafnframt besta tilboðinu hverju sinni, það á líka að láta félagið sem maður er í gera tilboð, Sjóvá gerði besta tilboðið hingað til, en ég er ekki búin að skrifa undir það.
Mér er spurn í sambandi við þetta: Hvað gera tryggingarfélögin ef við "boycöttum" þau og förum og veljum bara eitt félag sem er til í að gefa út þessa viðauka frítt, fyrir eins marga félagsmenn og hægt er?
Hvað skeður þá?