Author Topic: Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07  (Read 9580 times)

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
Komment á keppnina
« Reply #20 on: July 23, 2006, 23:29:34 »
Sælir.
Það er MARGT sem hægt er að betrumbæta á þessum keppnum (allavega þessar síðustu). T.d. hvernig væri að búa til nokkrar síður með upplýsingum um keppendur, bíla o.s.frv. sem væri dreift með aðgöngumiðanum. Það myndi draga fólk að. Þulurinn (með allri virðingu fyrir henni) mætti vera miklu líflegri og ekki bara þylja upp tímana. Gæti tala um keppendur, vélar, bestu tíma og til dæmis útskýra indexkerfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta endar þannig að það eru keppendur og fjölskylda þeirra og vinir sem koma á þessar keppnir. Og varðandi miðaverðið: 1000kr er svo sem ekki mikið, sérstaklega ef unnið væri í þessum hlutum sem ég nefnið hérna að ofan.
Mér fannst þessi þúsundkall sem ég borgaði í aðgangseyri ætti að skiptast á milli keppenda. :roll:
Ég veit líka að þetta er allt saman sjálfboðavinna, en það eru svona smáhlutir sem mætti fara betur.
Virðingarfyllst,
Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Re: Komment á keppnina
« Reply #21 on: July 23, 2006, 23:44:29 »
Quote from: "Kristján Pétur"
Sælir.
Það er MARGT sem hægt er að betrumbæta á þessum keppnum (allavega þessar síðustu). T.d. hvernig væri að búa til nokkrar síður með upplýsingum um keppendur, bíla o.s.frv. sem væri dreift með aðgöngumiðanum. Það myndi draga fólk að. Þulurinn (með allri virðingu fyrir henni) mætti vera miklu líflegri og ekki bara þylja upp tímana. Gæti tala um keppendur, vélar, bestu tíma og til dæmis útskýra indexkerfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta endar þannig að það eru keppendur og fjölskylda þeirra og vinir sem koma á þessar keppnir. Og varðandi miðaverðið: 1000kr er svo sem ekki mikið, sérstaklega ef unnið væri í þessum hlutum sem ég nefnið hérna að ofan.
Mér fannst þessi þúsundkall sem ég borgaði í aðgangseyri ætti að skiptast á milli keppenda. :roll:
Ég veit líka að þetta er allt saman sjálfboðavinna, en það eru svona smáhlutir sem mætti fara betur.
Virðingarfyllst,
Kristján


það á bara að auglysa þetta meira en auglysingar eru mjög dyrar en það hlytur að vera einhver sem þekkir einhvern sem er frændi þessara einhvers getur gert ódyra auglysingu fyrir klubbinn einhverstaðar og þótt þetta sé svona þá hlakka mig alltaf til að mæta aftur og aftur á þessar keppnir þvi þetta er bara ahugamál nr 1 hjá mér og flest öllum þarna, en þessi bið það á að cötta hana niður og fella bara suma úr keppni og þannig eins og þetta er i torfærunni eða öðru mótorsporti , annars hef ég ekkert kynnt mer reglurnar í sambandi við þessa kæli bið (ef það er enginn þá ætti að gera þannig) en ef ég væri ahorfandi þá væri ég verulega full ef það væri ekkert að gerast og bara endalaus bið ég held að ég og eitthvað mótorhjól náðum 5-10 rönnum á meðan allir voru að biða eftir einu rönni hjá þessum í OF
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #22 on: July 24, 2006, 00:16:32 »
Já mér finnst vera margt sem betur mætti fara á keppnum undanfarið. Fyrr í sumar var keppni þar sem tafir voru mjög miklar og upplýsingarstreymi til áhorfenda var ekkert. Enginn vissi eftir hverju var verið að bíða, nema ættingjar keppenda sem gátu farið og spurt þá sjálfa hvað væri um að vera. Aðrir, sem ekki voru í þeim sporum máttu bara bíða...án þess að vita hvers vegna. Og það er ekki skemmtilegt.
   Mér finnst þulur keppnanna ekki vera að standa sig í að koma upplýsingum til áhorfenda, eins og t.a.m. í dæminu sem ég nefndi hér á undan. Einnig þegar keppnistæki voru að koma upp á braut, þá fannst mér vanta upplýsingar um hvað var að gerast. Hverjir voru að koma, um hvað voru þeir að keppa, hvaða umferð var þetta os.frv. Loks, í þau fáu skipti þegar þulur kom einhverjum upplýsingum frá sér, þá var það þegar bílarnir voru komnir upp á braut og byrjaðir að hita upp fyrir rönnið, og ekki nokkur maður heyrði múkk. Það á ekki að vera þannig að aðstandendur keppna geri ráð fyrir að þeir sem eru mættir til að horfa viti allt um alla, séu persónulegir vinir keppenda...þekki allar reglur og viti nákvæmlega hvað sé að gerast. Viljum við ekki fá fleiri áhorfendur? Það verður engin nýliðun meðal áhorfenda sé þetta svona....enginn nennir að koma til að horfa bara og vita ekkert hvað er að gerast. Til að laða að folk verður þetta að breytast.
   Annað langar mig að nefna. Það myndi gera upplifunina af keppninni miklu skemmtilegri fyrir alla áhorfendur ef t.d. væri gefinn, með þúsund króna miðanum, lítill bæklingur með upplýsingum um keppendur og keppnistæki o.fl. Þetta þarf ekki að vera flókið. Samabrotið A4 blað með fyrrnefndum upplýsingum. Auk þess þarf þetta ekki að vera dýrt, tæknin til að framkvæma þetta er til staðar nánast á hverju heimili nú til dags.
   Með kveðjum og vonum um bót og betrun...
Jakob Jónsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #23 on: July 24, 2006, 00:33:08 »
Það er búið að redda hátalarakerfi svo að það ætti að vera hægt að koma öllum upplýsingum um það hvað er að gerast án nokkurra vandræða, en auðvitað þarf þulurinn að vera þannig að fólk hafi gaman af því að hlusta á hann, ég hefði viljað sjá Mr. Boom nokkurna taka þetta að sér, hann fór á kostum á einni æfingu hérna í sumar

Það að bílar þurfi að bíða fyrir framan rásmarkið í einhvern tíma stundum er vegna þess að eftir að OF bílar eru búnir að taka runn þá þarf að gefa þeim tíma til að taka saman fallhlífarnar, það þarf jafnvel að  setja í þá spotta og draga þá niður í pitt.

Góður þulur gæti gert þessa bið að engu !

Ég var ekki á þessari keppni sem var núna um helgina, svo að ég get ekkert sagt um hana, en seinasta keppni sem ég var á  gekk án nokkurra tafa, það var eitt skipti sem við Dóri settum bíla ekki af stað þegar við hefðum getað sem gerði það að verkum að þeir biðu í eina mín. lengur en þeir hefðu þurft. En Kata keppnisstjóri sá það um leið og kom málunum á hreyfingu aftur.


Við erum að smyrja saman nýtt fólk og það verður bara að vera skilningur fyrir því að þetta er það sem við erum að gera núna, það eru ekkert tafir á keppnum eða léleg skráning vegna þess að við viljum bara hafa það þannig.

Kv. Agnar
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #24 on: July 24, 2006, 00:39:27 »
Já ég var á æfinguni það sem mr.boom var og þetta var alveg fint hjá honum   :lol:  frekar skemmtilegur gaur en já alveg skiljanlegt að þeir þurfa pakka saman fallhlifum og annað, en þegar þeir eru í pittuna að stilla kveikju í 30 min eða meira og maður sér bara ahorvendu að tinast í burtu það er ekki alveg það sem allir vilja sjá held ég en ég er ekkert að reyna vera með leiðindi eða annað ég myndi bara vilja hafa þessa bið aðeins minni þvi þetta er farið að taka altof langan tima
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #25 on: July 24, 2006, 08:49:28 »
Varðandi þul þá kemst engin nærri hælunum á honum Val
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #26 on: July 24, 2006, 09:25:35 »
Það verður alltaf bið ef bílarnir í OF eru bara 3 s.t.k .þeir þurfa kæla sig. Það vantar bara fleiri keppendur, það er fullt til af bílum, þeir bara koma ekki, sitja bara heima og tala hvað allt sé gott og þeir geti farið svo og svo góða tíma. ps það er ekkert verið að setja útá stjórnendur, þeir standa sig vel. það er nú alltaf svoleiðis að ef einhver nennir að gera eitthvað fyrir kvartmiluna þá er hann ómögulegur. það er skylda okkar að mæta takk fyrir.
Stjáni Skjól :evil:  :evil:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #27 on: July 24, 2006, 15:25:01 »
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "Danni300zx"
ég held að það ætti lika að lækka áhorfenda gjaldið niðri 800 þá koma fleiri


Gjaldið skiptir engu, það er spurning um að hafa nógu mikið að horfa á.

kv
Björgvin


Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér Björgvin, ef við höfum góða skemmtun fyrir áhorfandan þá er hann ekki óánægður með að borga 1000 kr.


Það er hins vegar rétt hjá Stjána að það er magnað hvað það mæta fáir og keppa, það er líka magnað hvað allir hafa svör við vandanum sem þeir eru búnir að vanda sig við að greina. Ég get svosem sagt að þetta eru ekkert nýjar fréttir fyrir okkur í stjórninni, við erum meðvituð um þetta flest. Okkur vantar ekki fólk sem bendir á þetta heldur fólk sem bætir úr því með sinni framtakssemi.

Þetta var flott hjá ykkur Stjáni, Einar og félagar að norðan, þið sýnið okkur hinum hvernig á að gera hlutina.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 3000gtvr4

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #28 on: July 24, 2006, 16:21:32 »
Ég vil nú ekki vera með leiðindi hérna en ég skil bara allveg að fólk nenni ekki að keppa það þarf að mæta kl 11.00 og vera til 16 - 17.00 fyrir kanski 4 til 6 ferðir, því ekki bara að mæta á föstudag og koma í 1 tíma og taka 15 ferðir

Það er ekkert gaman að koma kl 11:00 og gera ekkert til 13:30 þetta verður bara að laga þá fyrst koma fleiri að keppa.
Birgir Kristjánsson
Honda Integra Type-R Turbo
1/4Mile 12.360@111.93
Íslandsmeistari í RS flokk 2007

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #29 on: July 24, 2006, 20:51:35 »
Nú það er nú bara gaman að hittast og skoða græjur í góðu veðri .alltaf gaman að spyrna. ps 1ooo kr hvað fær maður fyrir það .eina ferð í göngin.  p.s  takk fyrir nóni þú stóðst þig vel væri samt fínt að spurja keppendur um hvort þeir vilji  nota trakk efni. er ekki að reina vera með leiðindi. :wink:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Komment á keppnina
« Reply #30 on: July 24, 2006, 21:06:11 »
Quote from: "Kristján Pétur"

Mér fannst þessi þúsundkall sem ég borgaði í aðgangseyri ætti að skiptast á milli keppenda. :roll:
Ég veit líka að þetta er allt saman sjálfboðavinna, en það eru svona smáhlutir sem mætti fara betur.
Virðingarfyllst,
Kristján


ég er þarna ósammála en gera þetta á einstökum æfingum eins og gert var í fyrra þar sem var haldið æfing og gjaldið sem menn borguðu fóru í pott sem vinningshafi/ar fékk/fengu óskert.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #31 on: July 24, 2006, 21:09:01 »
Hvar er keppnis andinn??

Þetta er alltaf eins, fólk kvartar alltaf yfir því sem þeim fannst að ætti að fara betur en nennir ekki að gera það sjálft.  

Það er alltaf sama sagan í öllum bílaklúbbum að það eru keppendur sem festast í þeirri stöðu að fara gera hlutina enda svo með því að halda keppnirnar og uppskera bara skammir og vantraust sem að lokum endar með því það hverfur úr klúbbnum.

Hvernig væri að þetta fólk sem er að skammast myndi fara að framkvæma eitthvað af því sem það finnst vanta uppá,  samt ekki ''heyrðu hvað á ég að gera''  heldur ''ég skal''


Einn með reynslu frá öðrum klúbb(um)

þetta er ekkert diss á neinn, þetta er eingöngu mín skoðun og ég vona að enginn finni að sér vegið
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« Reply #32 on: July 24, 2006, 21:33:01 »
..." en nennir ekki að gera það sjálft"??? hvers vegna ætti ég að vilja gera það sjálfur? Það er alltaf þannig að þegar maður bendir á eitthvað sem amnni finnst að betur mætti fara, þá er mórallinn þessi: " Jájá...finnst þú ert svona merkilegur með þig og getur allt best....viltu þá ekki bara gera þetta sjálfur???" Ég hef engan áhuga á því! Ég er bara gaur utan úr bæ sem hefur nettan áhuga á kvartmílu...hef áhuga á að njóta þess að vera áhorfandi...það verða einhverjir að vera í þeim sporum ekki satt? Annars er þessi umræða undir sér þræði hérna...legg til að menn einbeiti sér að þeim þræði.