Author Topic: US innfluttningur  (Read 2652 times)

Offline Ozeki

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
US innfluttningur
« on: July 21, 2006, 19:46:55 »
Jæja, ég er kominn með bíl sem er klár í skip af austurströnd US.
Hvernig er það, hafa menn ekki verið að kaupa ýmislegt gotterí til að henda í skottið á þessum bílum sem hafa verið að koma til landsins.  Lendir maður í einhverju veseni með tollafgreiðslu ef ég panta allt í vélina og læt í skottið áður en hann er sendur heim ?

Hvað hafa menn komist upp með í þessu .. ?

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
US innfluttningur
« Reply #1 on: July 21, 2006, 21:30:31 »
hafðu bara lista yfir kaupinn á hlutunum til öryggis.

tollurinn er grimmur og best að hafa þetta á löglegu svæði frekar en vera á gráu eða svörtu.

mæli ekkert með að reyna að svindla eða reyna komast upp með hluti þegar maður er að senda eitthvað.

annars besta ráð sem ég hef er að þú lætur setja þetta í/á vélina áður en þú sendir heim.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
US innfluttningur
« Reply #2 on: July 24, 2006, 00:20:02 »
Þú munt án efa þurfa að sína reikninga fyrir öllu sem er í bílum

Og jafnvel gætir þú lent í því að þeir láti þig borga áætlaðann flutningarkosnað, sem sagt láti þig borga af flutningarkostnaði sem þú greiddir ekki, en hefðir kannski gert ef þú hefðir látið senda hlutina fyrir þig heim.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
US innfluttningur
« Reply #3 on: July 24, 2006, 17:20:44 »
Það er ekki reiknaður hærri flutningskostnaður.  Tollurinn notar rauntölur.  

Það er mjög hagkvæmt að taka hluti með því þá dreifist flutningskostnaðurinn á hina hlutina og lækkar tollverð bílsins.  

Um tíma rukkuðu skipafélögin aukalega fyrir það sem var inní bílunum en ég held að það sé löngu liðin tíð.

Það er því lang best að vera með reikninga fyrir öllu og leggja þá fram með tollskýrslunni, þá er ekki hætta á vandamálum með tollinn og tollverð bílsins hækkar (sem er yfirleitt með hæstu gjöldunum).
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
US innfluttningur
« Reply #4 on: July 24, 2006, 18:50:26 »


T.d. það að setja mótorhjól inn í sendiferðarbíl sem þú ert búinn að fá flutningstilboð í, mun verða til þess að þeir áætla flutningskostnað á hjólin og þú þarft að borga gjöld af kostnaði sem þú í raun greiddir ekki, en hefðir annars þurfta að greiða.

Þetta veit ég fyrir víst.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
US innfluttningur
« Reply #5 on: July 24, 2006, 19:11:36 »
þá er skipt upp sendingunni ;)

+

þú færð ekki mótorhjól afhent án þess að því fylgir verksmiðjunúmer og hvernig ætlarðu að fá mótorhjólið þegar það er ekki skráð inní sendinguna , svona er lífið og ekki sniðugt að eiga mótorhjól inni einhver staðar þar sem það safnar enn hærri gjöldum.

menn fara ekki að brjóta tollalög með að afhenda þér eitthvað sem er ekki tollaafgreitt.

annars spjallaði ég við tollvörð sem sagði mér að þegar sendingar koma óskráðar gegnum bílainnflutning þá mega þeir stoppa dótið inní bíl og leyft bílnum að halda áfram en ekki hinu fyrr en þeir fá pappíra yfir dótið inní bílnum , annars ef þú færð bílinn/hjól inn sem búslóð þá er henni skipt upp og færð sitt hvoran reikning frá tollinum
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
US innfluttningur
« Reply #6 on: July 24, 2006, 19:20:16 »
Quote from: "firebird400"


T.d. það að setja mótorhjól inn í sendiferðarbíl sem þú ert búinn að fá flutningstilboð í, mun verða til þess að þeir áætla flutningskostnað á hjólin og þú þarft að borga gjöld af kostnaði sem þú í raun greiddir ekki, en hefðir annars þurfta að greiða.

Þetta veit ég fyrir víst.


Skv. tollalögum þá borgar þú af raunverði.  Ef fyrirtæki tekur sendingu þar sem að m.a. er eitt ökutæki þá dreifist flutningskostnaður sem tilheyrir heildarsendingunni á alla liði (línur tollskýrslu).  

Þegar tveir skráningarskyldir hlutir eru á sama sendingarnúmeri þarf að skipta farmskránni upp.  Það breytir því ekki að það er greitt af raunverði.  

Hinsvegar hafa komið upp dæmi þar sem að farmflytjandi hefur rukkað fyrir annan flutning sem er í ökutæki.  Ef það er gert þá verður að sjálfsögðu að borga af því eins og öðrum flutning.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race