Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Sandspyrnan á Hellu hefur verið frestað

<< < (3/5) > >>

Sara:
Já það er ekki gaman að þessu! Ég fór á torfæruna með fjölskylduna og þar borguðum við okkur inn 3000-kr og enginn afsláttur veittur fyrir KK,en sagt að við fengjum afslátt á sunnudeginum á sandspyrninni. Nú við fjölskyldan ætluðum að tjalda en það var bara einfaldlega ekki það gott veður að það væri hægt, svo að við fengum leigt hús hjá Árhúsum því mín átti að mæta í uppsetningu á mælitækjum og ljósunum okkar fyrir flugbjörgunarsveitina kl 9 á sunnudagsmorgunn, nú um klukkan 20.30 á laugardagskvöldinu lá það ljóst fyrir að ekki yrði nein keppni af því að hefillinn hefði ekki mætt, og það tæki alla nóttina að gera brautina. Ég fékk sem betur fer endurgreitt húsið sem við höfðum fengið, en heildarmálið er það að ég hefði ekkert farið á Hellu in the first place ef ég hefði vitað að það yrði ekki sandur!
Mín persónulega skoðun er sú að það hafi aldrei átt að halda þessa keppni af þeirra hálfu, allavega hefði ég getað reddað hefli ef það er málið!
Djö..... hvað ég er súr yfir þessu!
PS. Allt sem KK átti að gera og koma með var til taks svo að ekki er við klúbbinn að sakast, enda enginn að því :wink:

Valli Djöfull:
Ég var meira að segja sjálfur búinn að redda mér fríi í vinnu í dag til að koma og setja upp búnaðinn og vinna við hann á keppninni..  

Flugbjörgunarsveitin er ekki í uppáhaldi hjá mér í augnablikinu :)  Ég er að fara austur á land þarnæstu helgi.. ég hugsa að ég fari norðurleiðina! hehehe

Krissi Haflida:

--- Quote from: "einarak" ---hvernig er annað hægt en að halda hana til íslandsmeistara, þegar það er bara ein eða tvær keppnir á ári  :?:

krissi kaldi með kúk í haldi  8)
--- End quote ---



Einar kaldi með kúkinn minn í haldi, keppnin sem átti að vera, átti greinilega ekki að vera til íslandsmeistara

shadowman:
Drengir og Stúlkur
Ég veit að svona lagað tekur á taugarnar en þetta er partur af því að vinna með svona low life scum(sælla minninga ) eins og viss maður er þarna í forsvari . FBH stendur sig mjög vel við þessar Torfæru keppnar sem þeir halda og allur sá mannskapur en það þarf bara eitt ónýtt epli til að skemma . Var nokkuð ætlun að halda sand þarna ? var þetta bara sölu trykk til að fá meira af fólki .Þegar peningar eru annars vegar þá svífast sumir einskís til að fá meira af peningum .

Shadowman

stigurh:
Ég og Auðunn bróðir lögðum í mikla vinnu til að geta verið með á Hellu. Ég talaði við Svan og hann sagði þetta vera 100% öruggt, þetta helv´ kjaftæði kostaði okkur tíma og peninga og svo er ég að mana félagana með í leikinn. Það er skömm að þessu,skömm.

Ég lagði helgina í þetta í staðin fyrir að fara með fjölskylduna í ferðalag. Það er ljóst að ég er ekki vinsælastur heima hjá mér. Ég ætla að muna þetta þegar flugeldatímabilið byrjar og versla við samkeppnisaðilan.

Svona keppnir eiga ekki að vera stundarhagsmunir hjá "ómerkilegum flugeldasölum". Þeir eiga að vera á keppnisdagatali íþróttafélaga strax í janúar.

Vonandi getum við í KK eignast okkar eigin sandspyrnubraut og haldið eins margar keppnir og okkur lystir, helst 2-3 til íslandsmeistara í samstarfi við BA. Áfram KK

stigurh

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version