Góð svör,
en svona að hluta þó.
Þið viljið sem sagt meina að verðið sem þessi ákveðni söluaðili gefur upp geti ekki staðist og hann muni ekki geta staðið við það þegar á reynir ?
Og að eini munurinn á verðinu hjá ykkur og þeim sé það að eitt sé rétt og annað skálduð þvæla ?
En ekki búnaður og eða annað sem við kemur bílnum.
Þetta er auðvitað fínar skýringar á þessum verð mun, og auðvitað er glórulaust að ætla að koma sínum skuldbindingum yfir á aðra séu þær þeirra að standa við, en...
þar sem Brimborg er umboðsaðili fyrir Ford á Íslandi þá ættuð þið eins og t.d. Toyota gerir fyrir Toyotur að þurfa að sinna öllum ábyrðarviðgerðum og öðru sem hráir bíl frá Ford, hvort sem hann kemur til landsins í gegnum ykkur, annan söluaðila já eða einstakling
Ekki satt?
Ég hef sjálfur fengið svona hjá Toyota og það var sko ekkert mál, sá bíll var meira að segja af gerð sem Toyota er ekki með í sölu utan bandaríkjana, en þar sem um var að ræða Toyota þá skipti það engu máli.
Hversvegna er það þá svona galið að benda á umboðsaðila ef bíll bilar á ábyrgðartímabilinu.
Kv. Agnar