Sæll firebird400
Ég vil fyrst byrja á því að þakka þeim sem komu að skoða Ford GT.
Næstum 100 manns komu í kvöld og í heild hafa komið um 1000 manns í Brimborg að skoða bílinn frá því hann var forsýndur á föstudagskvöldið í síðustu viku. Bíllinn verður alla næstu viku í Brimborg og eru allir velkomnir. Kók og prins fyrir alla, plakat og sérstök bók sem við tókum saman með ýmsu efni um Ford. Einnig einstaklega skemmtileg mynd um þróun og hönnun Ford GT til sýnis í salnum.
En snúum okkur að því sem þú nefnir. Í fyrsta lagi vil ég nefna að Brimborg er stærsti innflytjandi nýrra bandarískra bíla hér á landi. Ástæðan er einfaldlega samkeppnishæft verð, trúverðugleiki, góð þjónusta og auðvitað að ábyrgð fylgir okkar bílum. Það er einfaldlega öruggara að kaupa af Brimborg með fullri ábyrgð. Þá leið velja næstum allir. Auðvitað eru alltaf einhverjir tilbúnir að taka meiri áhættu og er það sársaukalaust af okkar hálfu. Það er þeirra val.
Þú nefnir að ákveðinn aðili segist geta boðið Ford GT á lægra verði en Brimborg. Gaman að því og frábært ef fleiri bílar kæmu til landsins. Því fleiri því betra. En hversu trúverðugt er tilboðið?
Búum til stutta sögu.
Ef ég segði við þig eftirfarandi án þess að nefna hvorki tegund né gerð.
Keyptu nýjan bíl af mér á 6 milljónir sem kostar 8 milljónir annarsstaðar og sparaðu 2 milljónir.
Þætti þér þetta trúverðugt?
Ef ég myndi síðan gefa þér þetta ráð?
Þú átt notaðan bíl að verðmæti 1 milljón, sem tekinn er uppí á 700.000,- Í stað þess að setja hann uppí getur þú t.d. selt hann strax á útsölu á 700 þús. og hagnast um 500 þús. Eða reynt til fullnustu að fá fyrir hann milljón og hagnast um 800 þús.
Þú myndir auðvitað halda að ég væri...
(nei, ég held ég sleppi að segja það, þú veist hvað ég meina).
Þú heldur auðvitað að ég sé að skálda því þetta hljómar svo...
. Nei, því miður er þessu haldið fram af þeim aðila sem þú nefnir í þínum pósti og ætlar að bjóða Ford GT á spottprís. Sannreyndu þetta með því að smella á þessa slóð:
http://www.sparibill.is/?s=1&id=2. Lestu vel allan textann.
Ef þú myndir síðan spyrja mig um ábyrgðina á nýja bílnum þætti þér þá trúverðugt ef ég myndi vísa þér í eitthvað allt annað fyrirtæki til að sækja ábyrgðina?
Aftur heldur þú auðvitað að ég sé að skálda því þetta hljómar svo...
. Nei, því miður er þessu haldið fram af þeim aðila sem þú nefnir í þínum pósti og ætlar að bjóða Ford GT á spottprís. Sannreyndu það með því að smella á þessa slóð
http://www.sparibill.is/?s=1&id=1. Lestu allan textann og spáðu í það hvort það sé trúverðugt að vísa ábyrgð á fyrirtæki úti í bæ. Aðra eins steypu hef ég ekki lesið í langan tíma. Það sem þarna er sett fram er einfaldlega rangt.
Ég fel það í hendurnar hjá hverjum og einum að svara því hvar þeir myndu kaupa Ford GT. Eða aðra Ford bíla. Eitt veit ég fyrir víst. Aldrei kæmist Brimborg um með svona vinnubrögð.
Okkar viðskiptavinir gera meiri kröfur en þarna er boðið uppá.
I rest my case.
Með kveðju
Egill