Author Topic: Ford GT - sérsýning fyrir netverja  (Read 8137 times)

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« on: June 19, 2006, 15:54:27 »
Sæl

Brimborg ætlar að hafa sérstaka sýningu á Ford GT fyrir netverja fimmtudaginn næstkomandi, 22. júní kl. 18:30 - 20:00. Sýningin verður í sýningarsal Brimborgar við Bíldshöfða 6.

Þarna verður tækifæri til að taka myndir, máta bílinn og skoða hann ofan í kjölinn og spjalla um Ford GT. Á staðnum verður tæknimaður Brimborgar tilbúinn til að svara spurningum ykkar.

Auðvitað fá allir ískalt kók og auðvitað Prins póló og veggspjald af Ford GT með mynd þar sem Ford GT keppir við Arngrím Jóhannsson á listflugvél sinni.

Allir velkomnir.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #1 on: June 19, 2006, 19:15:33 »
Töff 8)

Á svo ekki að mæta með hann upp á Kvartmílubraut á föstudagskvöldið :?:
Geir Harrysson #805

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #2 on: June 21, 2006, 12:29:16 »
Jæja Brimborg

Ég var að skoða fréttablaðið áðan og þar er einn ford GT til sölu

Þar er því haldið fram að bíllinn kosti 30 milljónir hjá ykkur en þeir hjá Sparibíl eru að bjóða hann á 23 milljónir

Hvað skýrir þennann mun  :?:

Varla eru þið að ná svona lélegum samningum við ykkar byrgja að hver sem er geti farið og verslað sér svona bíl á miklu miklu lægri verði :roll:

Er þetta bara álagningin hjá ykkur þessar 7 milljónir sem er í mun, já og varla er Sparibíll að selja sína bíla án álagningar svo að munurinn er eflaust meiri en 7 milljónir

Ég hélt að bílaumboðin væru hætt að reyna svona þar sem það eru svo margir aðrir en þeir farnir að flytja inn bíla

Kv. Agnar undrandi
Agnar Áskelsson
6969468

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #3 on: June 21, 2006, 13:24:57 »
Er bíllinn hjá Sparibíl alveg sama útgáfa með sömu options?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #4 on: June 21, 2006, 14:22:58 »
Helvíti þarf þetta þá að vera merkilegur option listi ef það er hægt að fá búnað upp á hartnær 10 milljónir á bílinn :roll:

En eins og ég spurði af þá hefði ég gaman af því að fá að vita í hverju munurinn liggur

Ef annar er Harlem útgáfa og hinn Ofur Yfirprísaður þá neyðist maður til að fara erlendis sjálfur og versla sér hann þar  :lol:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Svezel

  • In the pit
  • **
  • Posts: 53
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #5 on: June 21, 2006, 15:15:35 »
það hljóta að vera einhver ábyrgðarmál og svo t.d. evrópubíll vs. ameríkubíll sem skýra þetta verð. er svo pottþétt að sparibílar eru að bjóða alveg nýjan bíl?

ekki myndi mig langa í ford gt án ábyrgðar miðað við greinar eftir eigendur...

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #6 on: June 21, 2006, 15:34:01 »
Quote from: "Svezel"
ekki myndi mig langa í ford gt án ábyrgðar miðað við greinar eftir eigendur...


 :lol:  

hvað þá borga 30 milljónir fyrir bíl sem þú getur ekki lifað með fyrir nokkurt mót

 :lol:

Sorry en eftir að hafa hlustað á lýsingar frá Jeramy Clarkson um bílinn hans þá veit ég ekki hvort að það borgi sig að vera að nota svona bíl til að kynna fyrirtæki :lol:  og sko allt sem Clarkson á er auðvitað bara best í heimi eftir því sem hann segir, og heyra hann svo segja frá þessum, úff,  :lol:

En já í hverju liggur þessi tugmilljóna munur :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #7 on: June 21, 2006, 15:39:30 »
Quote from: "firebird400"
Jæja Brimborg

Ég var að skoða fréttablaðið áðan og þar er einn ford GT til sölu

Þar er því haldið fram að bíllinn kosti 30 milljónir hjá ykkur en þeir hjá Sparibíl eru að bjóða hann á 23 milljónir

Hvað skýrir þennann mun  :?:

Varla eru þið að ná svona lélegum samningum við ykkar byrgja að hver sem er geti farið og verslað sér svona bíl á miklu miklu lægri verði :roll:

Er þetta bara álagningin hjá ykkur þessar 7 milljónir sem er í mun, já og varla er Sparibíll að selja sína bíla án álagningar svo að munurinn er eflaust meiri en 7 milljónir

Ég hélt að bílaumboðin væru hætt að reyna svona þar sem það eru svo margir aðrir en þeir farnir að flytja inn bíla

Kv. Agnar undrandi
Sparibíll  :lol:

Hérna Aggi minn reiknaðu nú FORD GT 2006
 Svo er líka ágætis video í þessari auglýsingu   :wink:

Mundi ekki kaupa svona bíl af þeim þótt hann fengist á 20 kúlur.

Svo er bíllinn hjá Brimborg væntanlega gerður fyrir evrópu markað enn sparidruslan er beint frá kananum.
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline broncoisl

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 130
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #8 on: June 21, 2006, 15:42:52 »
Svona bíll er ekki fyrir hvern sem er, það er ekki nóg að eiga peninga menn þurfa að kunna að keyra líka.

Ég ætla nú að skoða bílinn áður en ég dæmi hann vonlausan.
Björn Guðmundsson
_______________________
Mercury Comet 1974 - 351W
Krúser 351

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #9 on: June 21, 2006, 19:15:15 »
Bíllinn er geggjaður, sko geggjaður  8)

En ef hann er alltaf bilaður þá er til lítils að kunna að keyra, þú munt ekkert keyra hann þegar hann er í viðgerð :wink:

Og svo mundi maður nú fara varlega í það að gefa það í skyn að Jeremy Clarkson kunni ekki að keyra :lol:

Það eru einhverjir aðrir þættir sem orsaka bilanir í hans bíl :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #10 on: June 21, 2006, 19:18:22 »
Hann er nú ítrekað að segja það sjálfur að hann kunni ekki að keyra :lol:
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #11 on: June 21, 2006, 19:43:18 »
Hann segir líka að M.Benz séu bestu bílar í heimi og að BMW sé ónýtt  :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Andri Corvette

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #12 on: June 21, 2006, 21:01:16 »
Quote from: "firebird400"
Hann segir líka að M.Benz séu bestu bílar í heimi og að BMW sé ónýtt  :wink:



Sem er alveg hárrétt hjá honum !
Mercedes E 55 AMG Kompressor 2003
Ford Mustang Cobra Supercharged 2003

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #14 on: June 22, 2006, 20:51:16 »
Ég tek þessari þögn bara sem því að Brinborg geti ekki skírt þennann mun sem á verðinu hjá þeim og Sparibíl
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #15 on: June 23, 2006, 02:12:29 »
Sæll firebird400

Ég vil fyrst byrja á því að þakka þeim sem komu að skoða Ford GT. :D Næstum 100 manns komu í kvöld og í heild hafa komið um 1000 manns í Brimborg að skoða bílinn frá því hann var forsýndur á föstudagskvöldið í síðustu viku. Bíllinn verður alla næstu viku í Brimborg og eru allir velkomnir. Kók og prins fyrir alla, plakat og sérstök bók sem við tókum saman með ýmsu efni um Ford. Einnig einstaklega skemmtileg mynd um þróun og hönnun Ford GT til sýnis í salnum.

En snúum okkur að því sem þú nefnir. Í fyrsta lagi vil ég nefna að Brimborg er stærsti innflytjandi nýrra bandarískra bíla hér á landi. Ástæðan er einfaldlega samkeppnishæft verð, trúverðugleiki, góð þjónusta og auðvitað að ábyrgð fylgir okkar bílum. Það er einfaldlega öruggara að kaupa af Brimborg með fullri ábyrgð. Þá leið velja næstum allir. Auðvitað eru alltaf einhverjir tilbúnir að taka meiri áhættu og er það sársaukalaust af okkar hálfu. Það er þeirra val.

Þú nefnir að ákveðinn aðili segist geta boðið Ford GT á lægra verði en Brimborg. Gaman að því og frábært ef fleiri bílar kæmu til landsins. Því fleiri því betra. En hversu trúverðugt er tilboðið?

Búum til stutta sögu. :wink:

Ef ég segði við þig eftirfarandi án þess að nefna hvorki tegund né gerð.

Quote
Keyptu nýjan bíl af mér á 6 milljónir sem kostar 8 milljónir annarsstaðar og sparaðu 2 milljónir.

Þætti þér þetta trúverðugt? :?


Ef ég myndi síðan gefa þér þetta ráð?

Quote
Þú átt notaðan bíl að verðmæti 1 milljón, sem tekinn er uppí á 700.000,- Í stað þess að setja hann uppí getur þú t.d. selt hann strax á útsölu á 700 þús. og hagnast um 500 þús. Eða reynt til fullnustu að fá fyrir hann milljón og hagnast um 800 þús. :roll: :?


Þú myndir auðvitað halda að ég væri... :x (nei, ég held ég sleppi að segja það, þú veist hvað ég meina).

Þú heldur auðvitað að ég sé að skálda því þetta hljómar svo... :roll: . Nei, því miður er þessu haldið fram af þeim aðila sem þú nefnir í þínum pósti og ætlar að bjóða Ford GT á spottprís. Sannreyndu þetta með því að smella á þessa slóð: http://www.sparibill.is/?s=1&id=2. Lestu vel allan textann.

Ef þú myndir síðan spyrja mig um ábyrgðina á nýja bílnum þætti þér þá trúverðugt ef ég myndi vísa þér í eitthvað allt annað fyrirtæki til að sækja ábyrgðina?

Aftur heldur þú auðvitað að ég sé að skálda því þetta hljómar svo... :roll: . Nei, því miður er þessu haldið fram af þeim aðila sem þú nefnir í þínum pósti og ætlar að bjóða Ford GT á spottprís. Sannreyndu það með því að smella á þessa slóð http://www.sparibill.is/?s=1&id=1. Lestu allan textann og spáðu í það hvort það sé trúverðugt að vísa ábyrgð á fyrirtæki úti í bæ. Aðra eins steypu hef ég ekki lesið í langan tíma. Það sem þarna er sett fram er einfaldlega rangt.

Ég fel það í hendurnar hjá hverjum og einum að svara því hvar þeir myndu kaupa Ford GT. Eða aðra Ford bíla. Eitt veit ég fyrir víst. Aldrei kæmist Brimborg um með svona vinnubrögð.  :o Okkar viðskiptavinir gera meiri kröfur en þarna er boðið uppá. 8)

I rest my case. :wink:

Með kveðju
Egill

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #16 on: June 23, 2006, 03:01:11 »
Ég hef fengið það góða þjónustu með minn Ford sem er í ábyrgð hjá Brimborg að ég mundi ekki einusinni hugsa um að skipta við fyrirtæki eins og t.d Sparibíl....Mundi reyndar ekki einusinni líta þar við þótt ég hefði aldrei átt viðskipti við Brimborg því það er bara einhver kúkalykt af þessum litlu aðilum sem spruttu upp við þessa umboðsaðila breytingu!
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #17 on: June 23, 2006, 03:52:27 »
Ég hef aldrei átt Ford en var með 2004 árg. af Ford Focus í láni í hálft ár, fór með hann í þjónustuskoðun og fleira og ég var bara mjög sáttur við allt tengt því.  Ég var bara mjög ánægður með bílinn líka fyrir utan 1,6 lítra og sjálfskiptingu hehe.. en ótrúlega sprækur miðað við það.. en þetta er kannski að detta í það að verða off topic :)

Anyhow... Ég verð tilbúinn með myndavélina öll föstudagskvöld uppi á braut og bíð spenntur eftir Ford GT!!  8)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #18 on: June 23, 2006, 08:26:28 »
Smá viðbót við það sem ég skrifaði hér á undan.

Núna sér maður að margir aðilar sem spruttu upp í metsölu árinu í fyrr aog hitteðfyrra eru farnir að bjóða það að HJÁLPA til við innflutning í gegnum netið. Hættir eða hafa dregið verulega úr eigin innflutningi.

Í fljótu bragði hljómar þetta einstaklega hjálplegt.  :?

En skoðum málið aðeins betur. Ef svona fyrirtæki er eingöngu milligönguaðili án þess að nafn þess komi fram við innflutninginn þá ber það því miður ENGA ábyrgð ef eitthvað kemur uppá.

Ástæðan er sú að viðskiptavinurinn er í raun innflutningsaðili bílsins og eina nafnið sem fram kemur á pappírum er nafn hans. Þetta er í raun allt í lagi EF, ég endurtek EF, viðskiptavinurinn áttar sig á þessum mun og gerir sér grein fyrir áhættunni.

Þá spyr maður, afhverju ætli þessir aðilar færi sig yfir í þetta form en flytji ekki inn sjálfir eins og þeir gerðu þegar salan var sem mest :?:

Jú, skýringin er sú að nú er farið að draga úr þessum beina innflutningi þ.e. salan minnkar og um leið tekjurnar og áhættan er að aukast við að eiga bíla á lager.

En stóra ástæðan er ábyrgðin. Hættan á bilunum vegna galla eykst auðvitað eftir því sem bílar verða eldri. Og þar sem söluaðilinn ber ábyrgð þarf hann að greiða kostnaðinn sem getur oft numið tugum og jafnvel hundruðum þúsunda. Þegar salan minnkar þá auðvitað minnka tekjurnar og möguleikarnir til að standa við ábyrgðina.

Í þessu samhengi er rétt að benda á að skv. íslenskum lögum hafa allir neytendur rétt til að kvarta yfir galla í allt að tvö ár. Því er lögaðilum (fyrirtækjum sem stunda t.d. sölu bíla) óheimilt að selja bíla með minni ábyrgð. Það er óheimilt jafnvel að semja um það við einstakling að hann afsali sér ábyrgðinni. Og það er óheimilt að vísa ábyrgðinni á einhvern annan.

Söluaðilinn ber einfaldlega ábyrgðina ef upp kemur galli. Þetta er þó háð því skilyrði að söluaðilinn, eins og áður sagði, sé á öllum pappírum, afsali eða reikning. Sé ekki bara milligönguaðili.

Aftur á móti er auðvitað heimilt að veita viðbótarábyrgð eins og t.d. Brimborg gerir en Brimborg veitir 3 ára ábyrgð.

Að lokum vil ég leiðrétta þann misskilning hjá þeim söluaðila sem um ræðir að eitthvert vandamál sé að fá bíla þjónustaða hjá umboðum þó bílinn sé fluttur inn beint. Þetta er auðvitað ekkert vandamál og Brimborg tekur auðvitað þessa bíla eins og aðra í viðgerðir og þjónustu. En það sem gengur ekki er að söluaðilar sem eru í samkeppni við Brimborg ætli að vísa ábyrgðarkostnaði á umboðið. Þessir aðilar geta auðvitað ekki látið aðra þrífa upp eftir sig.  :roll:

Með kveðju
Egill

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Ford GT - sérsýning fyrir netverja
« Reply #19 on: June 23, 2006, 14:06:53 »
Á að koma með þetta upp á braut og sýna hvað í þessu býr?
Geir Harrysson #805