Author Topic: Iceland MotoPark  (Read 10354 times)

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Kveðja: Ingvar

Offline Dohc

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 170
  • Teitur Yngvi
    • View Profile
    • http://www.picturetrail.com/teitury
Iceland MotoPark
« Reply #1 on: May 20, 2006, 22:28:53 »
einmitt það sem maður hefur verið að bíða eftir...vonandi að þetta eigi eftir að verð að veruleika...þá mun ég flytja lögheimili mitt þangað :oops:  8)
R-32 GTR

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #2 on: May 20, 2006, 22:53:46 »
nú skil ég þetta skilti þarna við bæjarmörkin "820 íbúðir í byggingu"
þetta er fyrir "okkur"....Kef here we come :lol:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #3 on: May 20, 2006, 22:56:53 »
* www.ruv.is
    * » Fréttir
    * » Formúla 1

Prenta fréttSenda frétt
Fyrst birt: 20.05.2006 17:15
Síðast uppfært: 20.05.2006 17:56
Fjölnota akstursíþróttasvæði fyrir allskyns mótaraðir

Brautin sem verður byggð á Reykjanesi mun bjóða upp á mótshald fyrir alskyns mótaraðir, innlendar og erlendar, bæði fyrir bíla og mótorhjól. Af stærri mótaröðum sem gætu nýtt brautina þegar hún er fullbyggð fyrir DTM kappakstur, A1 GP og sportbílakappakstur af ýmsu tagi. Brautin er samkvæmt stöðlum FIA, alþjóðabílasambandins og verður á næstunni prufukeyrð í tölvuhermi til að hönnun hennar fá endanlegt samþykki. Gæta þarf að öryggissvæðum og fleiri þáttum.

Inn á miðju svæðinu er jafnvel mögulegt að skipuleggja megi torfæru og/eða motokross, en karrtbraut verður byggð og núverandi aðstaða í Reykjanesbæ fyrir kart verður flutt um set á nýja svæðið. Mótorhjólamenn munu örugglega fagna uppbyggingu kappakstursbrautar og ljóst að bygging hennar mun færa kappakstur ungra ökumanna á bílum og mótorhjólum inn á öruggara svæði.

Þá er hugmyndin að byggja kvartmílubraut í löglegri stærð samkvæmt alþjóðlegri fyrirmynd. Skapast þá möguleiki að bjóða erlendum ökumönnum til keppni hérlendis, bæði frá Bandaríkjum og Evrópu. Aðstandendur brautarinnar telja að störf fyrir 300 manns geti skapast í kringum mótssvæðið í einni eða annarri mynd.

 Fyrst birt: 20.05.2006 16:48
Síðast uppfært: 20.05.2006 17:58
Kappakstursbraut byggð við Reykjanesbæ

Í sumar verður hafist handa við smíði kappakstursbrautar í Reykjanesbæ, og var verkið kynnt formlega í Íþróttaakdemínunni í Reykjanesbæ í dag.  Brautin verður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum,  4.2 km að lengd þegar hún er fullbúinn og verkefnið nefnist Iceland Moto Park. Fyrsti áfanginn mun kosta 4,5 milljarða króna en brautarsvæðið verður byggt í áföngum. Er gert ráð fyrir ýmskonar þjónustu í kringum brautina, m.a. hóteli, veitingastöðum, kvikmyndahúsi, skemmtistað, heilsuklúbb, ráðstefnusölum og áhorfendasvæði sem nota má til tónlistaflutnings.  Erlendir aðilar fjármagna verkefnið sem vinna það í samvinnu við Reykjanesbæ, Landsamband akstursfélaga og verktakafyrirtækið Toppurinn.

Yfirhönnuður verksins er Clive Bowen sem hannaði m.a. keppnisbraut í Dubai og vinnur að endurbótum á Silverstone brautinni í Englandi. Bowen segir markmið brautarinnar að skapa heimsklassa vettvang fyrir kappakstur, stuðla að auknum ferðamannastraum til Íslands, skapa aðstöðu fyrir íslenskar akstursíþróttir og búa til svæði fyrir öðruvísi viðskiptaumhverfi og iðnað. Þá er hugmyndin að svæðið verði notað til aksturskennslu, bílaprófanna af ýmsu tagi og aðstaða verði bæði fyrir bíla og mótorhjól. Sérstök kvartmílubraut verður byggð á svæðinu samkvæmt alþjólegum stöðlum. Þá verður einnig kart kappakstursbraut byggð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Bygging brautarinnar hefst um leið og tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið í sumar.

Allt útlit bygginga tekur mið af útliti Formúlu 1 bíla og er fært í stílinn. ,,Ég tel raunhæfan möguleika á því að skipuleggja meiriháttar akstursíþróttamót á brautinni og fá erlenda keppendur og keppnislið á svæðið", sagði Brown í samtali við RUV í dag. Í áætlun við brautarsvæðið er gert ráð fyrir 5-8.000 manna íbúabyggð auk svæðis fyrir ýmiskonar verslun og iðnað. Uppbyggingin svæðisins nær til 25 ára og er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu sérstakra grænna svæða og skemmtigarða samfara uppsetningu kappakstursbrautarinnar og annarrar aðstöðu sem fylgir.

Rekstraraðilar brautarinnar telja að staðsetning hennar sé lykill að góðri nýtingu hennar og allrar aðstöðu við brautina, en akstursleiðin að Bláa Lóninu liggur framhjá brautarstæðinu. Af þeim sökum verður reist þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn við brautina. Árlega koma um 400.000 ferðamenn til landsins og talið er að sá fjöldinn muni vaxa í eina miljón ferðamanna árið 2015.
« Til baka
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #4 on: May 20, 2006, 23:04:51 »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Iceland MotoPark
« Reply #5 on: May 20, 2006, 23:38:33 »
Nú er bara að vona að það takist að fjármagna þetta!
Kveðja: Ingvar

Offline runarinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #6 on: May 21, 2006, 00:03:56 »
Hmmm...það er bara búið að fjármagna þetta.
Rúnar Ingi Garðarsson

Offline Spoofy

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 248
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #7 on: May 21, 2006, 02:35:40 »
er ég einn um það að mér finnst þetta vera pínu öfgakennt, ok okkur vantar braut en vá! þetta er svo ólíkleg teikning
I grow my own!

Offline CAM71

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #8 on: May 21, 2006, 09:27:00 »
Hvað verður gert í fyrsta áfanga - bara Go Kart braut og einhverjir hólar fyrir Moto Cross?

Ef af þessu verður, er þá Kvartmíluklúbburinn allur og þar með brautin í Hf?

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Iceland MotoPark
« Reply #9 on: May 21, 2006, 10:31:28 »
Quote from: "66°N"
Hvað verður gert í fyrsta áfanga - bara Go Kart braut og einhverjir hólar fyrir Moto Cross?

Ef af þessu verður, er þá Kvartmíluklúbburinn allur og þar með brautin í Hf?



Af hverju í ósköpunum ætti Kvartmíluklúbburinn að vera allur? Ætli það verði bara hætt að keppa í kvartmílu á Íslandi?


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline CAM71

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #10 on: May 21, 2006, 10:50:42 »
Verður brautin í HF þá líka gerð út?

Eru aðilarnir í KEF þá búnir að hafa samband við forráðamenn Kvartmíluklúbbsins og annarra akstursfélaga um þessa framkvæmd? Þetta er það viðamikið verkefni að ef að framkvæmdum verður, þá er ekki mikið pláss fyrir uppbyggingu á öðrum stöðum.

Annars getur getta líka verið einn draumurinn hjá Keflvíkingum eins og Stálpípuverksmiðjur og fl.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #11 on: May 21, 2006, 12:33:01 »
menn geta haft tvær brautir , eflaust yrði gert þannig að það væru keppt á sitthvorum tíma.

tökum dæmi , Ba fær braut.. deyr þá út KK? auðvita ekki.
svo afhverju ætti almennileg braut að drepa gamla félagið.. ekki allir sem nenna til keflavíkur.

svo gæti kvartmíluklúbburinn keypt sig inní þetta þegar byrjað er á að byggja sjálfa brautina.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Ó-ss-kar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 124
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #12 on: May 21, 2006, 13:17:46 »
Fínt bara að fá þetta í kef , Verður kannski skárri vegur að þessari braut heldur en er fyrir  :)
Chevrolet Camaro Z28 M6 '02, SpongeBob Racing.


Óskar 865-1458

Offline Dohc

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 170
  • Teitur Yngvi
    • View Profile
    • http://www.picturetrail.com/teitury
Iceland MotoPark
« Reply #13 on: May 21, 2006, 14:39:16 »
þetta er bara spennandi.. :D
R-32 GTR

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #14 on: May 21, 2006, 14:49:35 »
Sko það eru að koma kosningar :!:

Þetta verður bara eins og með stálpípuverksmiðjuna

Auk þess ef þið vissuð hvaða menn standa að þessari framkvæmd þá......  :roll:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #15 on: May 21, 2006, 14:54:42 »
LÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍAAAAAAAAAAA

I smell a rat.... no wait.. that's poop right there...
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #16 on: May 21, 2006, 15:03:36 »
Ég átti að vísu við lókal menn sem að þessu koma
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Iceland MotoPark
« Reply #17 on: May 21, 2006, 15:54:53 »
held að þessir lókal  menn séu í fínum málum í dag
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #18 on: May 21, 2006, 15:58:06 »
Það er vonandi  :D
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Vilhjalmur Vilhjalmsson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Iceland MotoPark
« Reply #19 on: May 21, 2006, 16:51:07 »
Góðan daginn ágæta kvartmílufólk.

Til að upplýsa um nokkrar staðreyndir um verkefnið og draga umræðuna upp á málefnalegt plan þá vil ég benda á eftirfarandi:

Verkefnið hefur verið í vinnslu í heilt ár og því ekki um kosningatrikk að ræða.

Fengnir hafa verið færustu sérfræðingar á sínu sviði til að vinna verkefnið.

Það er ætlun okkar að vinna náið með öllum sem koma að motorsporti á Íslandi  þar með talið kvartmíluklúbbnum.

Ég get ekki séð annað en að verkefnið okkar styðji við sportið og sé til heilla fyrir kvartmíluklúbbinn.

Einnig vil ég benda á að við erum með líkan af brautinni, myndir og hönnunarpappíra til sýnis á gokart brautinni í Reykjanesbæ.

http://www.Icelandmotopark.com
 
Kær kveðja
Vilhjálmur Þór

Þeir sem vilja frekari upplýsingar sendi mér e-mail vilhjalmur@toppurinn.com