*
www.ruv.is * » Fréttir
* » Formúla 1
Prenta fréttSenda frétt
Fyrst birt: 20.05.2006 17:15
Síðast uppfært: 20.05.2006 17:56
Fjölnota akstursíþróttasvæði fyrir allskyns mótaraðir
Brautin sem verður byggð á Reykjanesi mun bjóða upp á mótshald fyrir alskyns mótaraðir, innlendar og erlendar, bæði fyrir bíla og mótorhjól. Af stærri mótaröðum sem gætu nýtt brautina þegar hún er fullbyggð fyrir DTM kappakstur, A1 GP og sportbílakappakstur af ýmsu tagi. Brautin er samkvæmt stöðlum FIA, alþjóðabílasambandins og verður á næstunni prufukeyrð í tölvuhermi til að hönnun hennar fá endanlegt samþykki. Gæta þarf að öryggissvæðum og fleiri þáttum.
Inn á miðju svæðinu er jafnvel mögulegt að skipuleggja megi torfæru og/eða motokross, en karrtbraut verður byggð og núverandi aðstaða í Reykjanesbæ fyrir kart verður flutt um set á nýja svæðið. Mótorhjólamenn munu örugglega fagna uppbyggingu kappakstursbrautar og ljóst að bygging hennar mun færa kappakstur ungra ökumanna á bílum og mótorhjólum inn á öruggara svæði.
Þá er hugmyndin að byggja kvartmílubraut í löglegri stærð samkvæmt alþjóðlegri fyrirmynd. Skapast þá möguleiki að bjóða erlendum ökumönnum til keppni hérlendis, bæði frá Bandaríkjum og Evrópu. Aðstandendur brautarinnar telja að störf fyrir 300 manns geti skapast í kringum mótssvæðið í einni eða annarri mynd.
Fyrst birt: 20.05.2006 16:48
Síðast uppfært: 20.05.2006 17:58
Kappakstursbraut byggð við Reykjanesbæ
Í sumar verður hafist handa við smíði kappakstursbrautar í Reykjanesbæ, og var verkið kynnt formlega í Íþróttaakdemínunni í Reykjanesbæ í dag. Brautin verður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, 4.2 km að lengd þegar hún er fullbúinn og verkefnið nefnist Iceland Moto Park. Fyrsti áfanginn mun kosta 4,5 milljarða króna en brautarsvæðið verður byggt í áföngum. Er gert ráð fyrir ýmskonar þjónustu í kringum brautina, m.a. hóteli, veitingastöðum, kvikmyndahúsi, skemmtistað, heilsuklúbb, ráðstefnusölum og áhorfendasvæði sem nota má til tónlistaflutnings. Erlendir aðilar fjármagna verkefnið sem vinna það í samvinnu við Reykjanesbæ, Landsamband akstursfélaga og verktakafyrirtækið Toppurinn.
Yfirhönnuður verksins er Clive Bowen sem hannaði m.a. keppnisbraut í Dubai og vinnur að endurbótum á Silverstone brautinni í Englandi. Bowen segir markmið brautarinnar að skapa heimsklassa vettvang fyrir kappakstur, stuðla að auknum ferðamannastraum til Íslands, skapa aðstöðu fyrir íslenskar akstursíþróttir og búa til svæði fyrir öðruvísi viðskiptaumhverfi og iðnað. Þá er hugmyndin að svæðið verði notað til aksturskennslu, bílaprófanna af ýmsu tagi og aðstaða verði bæði fyrir bíla og mótorhjól. Sérstök kvartmílubraut verður byggð á svæðinu samkvæmt alþjólegum stöðlum. Þá verður einnig kart kappakstursbraut byggð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Bygging brautarinnar hefst um leið og tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið í sumar.
Allt útlit bygginga tekur mið af útliti Formúlu 1 bíla og er fært í stílinn. ,,Ég tel raunhæfan möguleika á því að skipuleggja meiriháttar akstursíþróttamót á brautinni og fá erlenda keppendur og keppnislið á svæðið", sagði Brown í samtali við RUV í dag. Í áætlun við brautarsvæðið er gert ráð fyrir 5-8.000 manna íbúabyggð auk svæðis fyrir ýmiskonar verslun og iðnað. Uppbyggingin svæðisins nær til 25 ára og er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu sérstakra grænna svæða og skemmtigarða samfara uppsetningu kappakstursbrautarinnar og annarrar aðstöðu sem fylgir.
Rekstraraðilar brautarinnar telja að staðsetning hennar sé lykill að góðri nýtingu hennar og allrar aðstöðu við brautina, en akstursleiðin að Bláa Lóninu liggur framhjá brautarstæðinu. Af þeim sökum verður reist þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn við brautina. Árlega koma um 400.000 ferðamenn til landsins og talið er að sá fjöldinn muni vaxa í eina miljón ferðamanna árið 2015.
« Til baka