Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Nokkrar gamlar og góðar!
Jóhannes:
ég náði í númerin á camaronum ...nennuru að gera mér þann greiða að segja mér frá ...útkomuni :
á hvalbaknum stóð :01B - 6812437 - 72986 - svo fyrir neðan 712 zz
svo það sem stóð í mælaborðinu bílsstjórameigin er:
124378N372902
vona að þetta virki ..annars verð ég bara að fara aftur út að skoða
Firehawk:
--- Quote from: "Jóhannes" ---ég náði í númerin á camaronum ...nennuru að gera mér þann greiða að segja mér frá ...útkomuni :
á hvalbaknum stóð :01B - 6812437 - 72986 - svo fyrir neðan 712 zz
svo það sem stóð í mælaborðinu bílsstjórameigin er:
124378N372902
vona að þetta virki ..annars verð ég bara að fara aftur út að skoða
--- End quote ---
VIN númerið segir:
1 Chevrolet
2 Camaro
4 8-cyl
37 Coupe
8 1968
N Smíðaður í Norwood Ohio
372902 Serialnúmer
Data platan segir:
01b Bíllinn er framleiddur í annari viku í janúar
6812437 68 módel og svo sömu fyrstu 5 stafirnir og í VIN númerinu
72986 Fisher body raðnúmer
712 Svartir standard stólar
zz British Green á litinn (ekki víniltoppur)
-j
GunniCamaro:
Jæja Jóhannes, Firehawk var á undan mér en þetta er rétt hjá honum, þetta eru upplýsingarnar sem eru á plötunni : hvernig boddý og vél (L6 eða V8), hvenær framl. hvernig innrétting og litur.
Ástæðan fyrir tveimur ZZ er að það var ekki viniltoppur á þessum bíl, ef svo hefði verið hefði staðið t.d. Z2.
Þessi British green er dökkgrænn sanseraður litur og mér finnst hann flottur, þannig að ég skora á þig að mála hann í þeim lit.
Það er ekki hægt að sjá hvaða vél var upprunalega nema hafa svokallaða protect-o-plate sem er svipuð plata og þessi í hvalbaknum, hún segir til um vél, kassa, hásingu o.fl., og fylgdi hún með bílunum þegar þeir voru nýjir og var hún laus á pappaspjaldi og þess vegna týndist hún yfirleitt.
Svavar vinur minn sem á 69 græna Camaroinn á svona plötu yfir sinn bíl og er það eina platan sem ég hef séð.
Jóhannes:
oky flott mál ...ég get samsagt bara gleymt þessari plötu :) en eru þið með myndir af svona grænum camaro ...væri gaman að sjá ...takk fyrir
Moli:
--- Quote from: "Jóhannes" ---oky flott mál ...ég get samsagt bara gleymt þessari plötu :) en eru þið með myndir af svona grænum camaro ...væri gaman að sjá ...takk fyrir
--- End quote ---
einhvernigvegin svona...
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version