Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Nokkrar gamlar og góðar!
Moli:
--- Quote from: "Einar K. Möller" ---Þennan svarta Valiant átti ég til skamms tíma um '97-'98, þá með 318cid og 727 Ssk.
--- End quote ---
sæll Einar, er hann ennþá til?
Einar K. Möller:
Sigurjón Andersen getur svarað því, hann fékk hann frá Brynjari vini mínum og hann endaði að ég held einhversstaðar innan familíunnar hjá Sigurjóni, trúlega hafa leifarnar endað uppá Yardi hjá Gulla Emils eða eitthvað þvíumlíkt.
eitill:
--- Quote from: "Einar K. Möller" ---Er ekki viss um hvenær þessi er tekin.
Smári vinur minn á bílinn í dag. Þetta er ´71 ef minnið er ekki að svíkja mig. Það er í honum spræk 350 4-Bolta, 4-Spd Munchie og hann er illa klesstur á farþegahliðinni og er í geymslu einhversstaðar suður með sjó. Hann var klesstur '98 eftir 6 mánaða yfirhalningu í húsnæði sem við leigðum nokkrir félagarnir. Hann var búinn að keyra bílinn í 9 mínútur þegar ung stúlka húrraði yfir á rauðu ljósi og beint í hliðina á bílnum.
--- End quote ---
Það vill nú svo skemmtilega til að ég sá það þegar það var klesst á þennan bíl.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version