Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Nokkrar gamlar og góðar!
Sigtryggur:
Takk Gunni!
Blóm og kransar vinsaml. afþakkaðir. 8)
T/A:
Sælir.
Þannig að ég haldi nú áfram með Camaro...man eftir einum sem ég sá inni á bílasölu í Nóatúni/Samtúni fyrir svona 10-15 árum...eftir að bílasalan fór var þar Aukaraf minnir mig.
Þessi Camaro var rauður með gulum og rauðum röndum sem teygðu sig yfir afturhjólaskálarnar og á fimmarma álfelgum (þetta var það eina sem ég sá...og man :oops:) Hef pottþétt séð hann síðan á götunni eins útlits. Væri þó gaman ef einhver ætti mynd af honum 8)
Fann þessar hjá Mola: http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=111&pos=24 og http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=111&pos=40 Rendurnar sem ég er að tala um líkjast þeim á seinni myndinni. Getur verið að þessi bíll verið/orðið rauður en haldið röndunum?
Mbk. Kristján
Einar K. Möller:
Moli,
Þetta gæti verið sami bíllinn já, man þó að skópið var ekki hátt. Alltaf velt því fyrir mér hvað varð um þennan rauða.
Kristján Pétur,
Þú ert trúlega að rugla saman bílum, trúlegast hefurðu séð þennan:
T/A:
Einar;
Þakka svarið, mikið rétt...þetta er bíllinn sem ég er að tala um :shock: . Hélt að hann hefði verið eldri. Gott ef þetta er ekki bara tekið þar sem ég sá hann...og þó. Hvenær er þessi mynd tekin? :roll:
Veit fólk (EKM) eitthvað meira um þennan bíl (t.d. árg., vél, ástand og staðsetning)?
Kv. Kristján
Einar K. Möller:
Er ekki viss um hvenær þessi er tekin.
Smári vinur minn á bílinn í dag. Þetta er ´71 ef minnið er ekki að svíkja mig. Það er í honum spræk 350 4-Bolta, 4-Spd Munchie og hann er illa klesstur á farþegahliðinni og er í geymslu einhversstaðar suður með sjó. Hann var klesstur '98 eftir 6 mánaða yfirhalningu í húsnæði sem við leigðum nokkrir félagarnir. Hann var búinn að keyra bílinn í 9 mínútur þegar ung stúlka húrraði yfir á rauðu ljósi og beint í hliðina á bílnum.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version