Sæll Hilmar.
Ég er alls ekki sammála því að KK þurfi að sækja um leifi til LÍA fyrir æfingum því til staðfestingar set ég hér inn 15.grein reglugerðarinnar um akstursíþróttir og aksturskeppnir orðrétt copy and paste af heimasíðu Dómsmálaráðuneytisins.
15. gr.
Heimilt er lögreglustjóra að samþykkja ákveðin svæði til æfinga eða æfingarkeppni. Svæðið, svo og æfingar og æfingarkeppnir, skulu lúta yfirstjórn fulltrúa sem lögreglustjóri samþykkir. Leyfi til notkunar á slíku svæði skal háð samþykki sveitarstjórnar. Auk þess skal það bundið ákveðnum skilyrðum, t.d. að því er varðar merkingar á svæðinu og vátryggingu, svo og eftirlit og skipulag á æfingum og æfingarkeppnum.
Agnar H