Kvartmílan > Almennt Spjall
Ótrúleg framkoma LÍA
Mamus:
okok ég skal játa það að ég fór yfir strikið að vera að tala um vitlesinga og kalla fólk snargeðveikt og biðst ég hér með afsökunnar á því.
Ég er alls ekki neitt á mót KK né einhverjum öðrum akstursíþróttaklúbb, ég var bara að reyna að benda fólki á hvernig þetta mál lítur út fyrir hinum almenna borgara sem mun horfa á þáttinn á morgun, ég ætla bara að vona að þið sendið einhvern sem getur svarað fyrir sig með rökum ekki barnalegum innskotum og æsing.
Og svona að lokum þá verð ég víst að taka það fram að ég er mjög hlyntur þessu framtaki að koma hraðakstri af götum borgarinnar, en ég bara skil ekki hvers vegna fullorðnir menn geta ekki rætt saman og komist að niðurstöðu. Ísleskar Akstursíþróttir verða aldrei almennilegar á meðan fólk er að rífast hver í sínu horni.
Og sama hvað fólki finnst þá ætla ég að halda áfram að vera Huldumaðurinn
Ingó:
Það er ótrúlegt hvað menn fara með margar rangar staðreyndir hér á netinu.
KK er með mun betri tryggingar en farið er fram á hjá LÍA. Þessar tryggingar eru í gegnum ÍBH en ekki ÍSÍ. KK og brautin er alltaf tryggð. En það breytir því ekki að það er krafa frá tryggingafélögunum á Íslandi að öll skráð ökutæki sýni fram á svo kallaðan tryggingarviðauka sem er staðfesting frá viðkomandi tryggingarfélag að ökutæki sé heimilt að aka á keppnisbraut.
Kv Ingó.
Krissi Haflida:
Ein spurning hvað gerir þessi tryggingaviðauki??
Ingó:
--- Quote from: "Krissi Haflida" ---Ein spurning hvað gerir þessi tryggingaviðauki??
--- End quote ---
Tryggingaviðaukinn er leifi frá tryggingarfélagi um að viðkomandi megi taka þátt í keppni og tryggir skráð ökutæki gegn 3 aðila eftir því sem ég best veit.
Kv Ingó..
p.s. Það gilda aðrar reglur um óskráð ökutæki þar koma til tryggingar KK.
baldur:
Já ég hef velt því sama fyrir mér því að í kvartmílunni eru ekkert öll ökutækin á númerum og þar af leiðandi ekki með tryggingu til götuaksturs, hvað þá þennan tryggingaviðauka til keppni.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version