Kvartmílan > Almennt Spjall
Ótrúleg framkoma LÍA
kbhjalm:
Hvað gerðu snjósleðakapparnir fyrir norðan,LÍA kemur ekki nálægt snjósleðamótunum.LÍA var vísað út af móti fyrir norðan með lögreglufylgt.En snjósleðamenn hafa styrk WSA í USA á bakvið sig eftir því sem ég best veit
kbhjalm:
eitt enn við erum vonandi allir eða öll fullorðinn og skulum haga okkur eftir því.Þetta er ekki sandkassinn í leikskólanum.Ekkert óþarfa saurkast hér inni við erum þroskaðri en það.
440sixpack:
--- Quote from: "kbhjalm" ---Hvað gerðu snjósleðakapparnir fyrir norðan,LÍA kemur ekki nálægt snjósleðamótunum.LÍA var vísað út af móti fyrir norðan með lögreglufylgt.En snjósleðamenn hafa styrk WSA í USA á bakvið sig eftir því sem ég best veit
--- End quote ---
kbhjalm, lesa fyrst og kynna sér málin skrifa svo.
LÍA hefur ekkert með snjósleðakeppnir að gera, sjá reglugerð :
2. grein reglugerðarinnar orðist svo:
Leyfi til aksturskeppni skal einungis veita eftirtöldum aðilum: a) Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ vegna keppni ökutækja með þrjú hjól eða færri.
b) Landssambandi íslenskra akstursfélaga vegna keppni ökutækja með fjögur hjól eða fleiri.
Gretar Franksson.:
Sæll Mamus,
Þú bara gefur þér það að Kvartmíluklúbburinn hafi verið með ólögmæta aðgerð á umræddu kvöldi. Rangt hjá þér.
Kvartmíluklúbburin er og var tryggður, (tryggingapakki ÍSÍ) einnig með leyfi lögreglu, þið úrtölumenn bara gefið ykkur að við séum ekki með hlutina í lagi. Við þurfum ekkert leyfi frá LÍA að halda æfingar, Þið hafið rangt fyrir ykkur.
Hefur LÍA annarlegar hvatir í garð Kvartmíluklúbbsins? 'Eg sé ekki annað en LÍA sé með niðurrifsstarfsemi á góðu málefni sem Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir. Ætlar LÍA að stunda það?
Kvartmíluklúbburinn er að gera góða hluti, sjáið þið það ekki?
Svo gerir þú lítið úr því að Kvartmíluklúbburinn hafi haldið stórslysalausar keppnir óslitið í 30 ár. Gefur í skyn að við kunnum ekki reglur eftir 30 ára starf. Þú ættir taka ofan hattinn, fyrir okkur, og þakka fyrir vel unnin störf.
Gretar Franksson
4x4.is:
Sæll Mamus.
Ég ætla nú að kvarta við þig að þú talir um vitleysing sem fór á brautina á Kryppu þó að vissulega hafi kappið verið meira en forsjáin í það skiptið. Þú ert kannski bara að stríða Magga. En þetta var annars nokkuð góður pistill hjá þér.
Óli er að vísu fyrrverandi Forseti Landssambands Íslenskra Akstursfélaga en virkur í stjórn.
Ég er nú sammála Óla að það vanti svæði til að æfa og keppa á en ég á að sjálfsögðu við í viðbót við kvartmílubrautina.
Þakka þér líka Hálfdán við getum alveg hagað okkur eins og menn þó við séum ekki endilega sammála.
Nú ætla ég að endurtaka eina spurningu mína:
En með tryggingar. Gefum okkur að bíll hefði farið útaf á 120 km/h þarna og lent á áhorfenda. Hver er ábyrgur ef sá sem stendur fyrir atburðinum er ekki með tryggingu?
Ég efast um að ÍSÍ tryggingin dekki það (reyndar fékk ég símtal áðan um að ÍSÍ tryggingin tryggi áhorfendur ef stúkan dettur á þá o.þ.h. slys en ekki ef áhorfendur verða fyrir keppnistæki en ég hef svosem ekkert á pappír yfir það).
Og að lokum Gretar Franksson. Þú bara gefur þér það að Kvartmíluklúbburinn hafi verið með ólögmæta aðgerð á umræddu kvöldi. Rangt hjá þér.
Ef lögreglan stoppar lögmæta aðgerð af hverju eruð þið ekki búnir að fá afsökunarbeiðni frá þeim?
Ég óska Kvartmíluklúbbnum og að sjálfsögðu öðrum mótorsportklúbbum þess að vera með alla hluti í lagi og þá sérstaklega tryggingar því slysin gera ekki boð á undan sér.
Kveðja,
Ragnar Róbertsson
s: 6624444
4x4@4x4.is
www.4x4.is
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version