Kvartmílan > Almennt Spjall
Ótrúleg framkoma LÍA
HK RACING2:
--- Quote from: "4x4.i" ---Sælir allir.
1. Þetta verður langur póstur.
2. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað er gamall texti sem virkar ekki.
3. H.K.Racing þú fórst rangt með. Eftir því sem ég best veit var sá sem slasaðist þegar skiptingin sprakk búinn að skipta um skiptingu fyrir keppni og þar sem sprengihlífin af Powerglide passaði ekki beint á 350 skiptinguna sem fannst notuð var hlífinni sleppt. Það sýnir að það eru líka vitleysingar að keppa hjá LÍA. Slysið var að mínu mati það að skoðunarmaðurinn sá ekki að hlífina vantaði og hafði meiri trú á okkur keppendum en það að við værum að svindla á öryggisatriðum.
4. Hver stoppaði aksturinn á brautinni?
Eruð þið að reyna að fá einhvern til að trúa því að LÍA hafi stoppað hann?
Ég held að til að fá að halda æfingar / Keppni / tímatökur þurfi að hafa leyfi og tryggingar í lagi.
Þennan póst fékk ég frá KK í fyrra:
Kæru keppendur og æfendur með ökutæki á númerum, nú þegar keppnisleyfi hefur verið endurnýjað hjá LÍA hafa þeir sett þá skilmála í leyfið að allir þeir sem keyri á bílum með númer hafi svokallaðan tryggingarviðauka frá sínu tryggingafélagi. Þessi viðauki kostar venjulega ekki neitt svo vítt sem ég veit, aðeins þarf að biðja um að fá þessu bætt við. Svo þarf að koma með staðfestingu á þessu til okkar í keppnisstjórn eða á æfingum um leið og menn melda sig inn. Endilega hringja í tryggingafélagið og biðja um viðauka í ábyrgðartrygginguna vegna keppni og æfinga á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni tímabilið maí til október, eða bara allt árið það skiftir engu.
Kv. Nóni
Mér finnst þetta ekki neitt ægilegur yfirgangur hjá LÍA. Þarna kemur líka fram að leyfi hafi verið fengið hjá LÍA og ég veit ekki til þess að það hafi þurft að borga fyrir það.
Eflaust kostar eitthvað að tryggja svona uppákomur en ef maður hugsar aðeins málið þá er út í hött að taka séns á því að vera ótryggður ef eitthvað kemur fyrir.
Ég mæli með því að fyrir næstu uppákomu verði sótt um leyfi hjá LÍA og fengnar allar upplýsingar um hvað þarf að hafa af pappírum til að allt gangi upp.
Ef LÍA hefur bent lögreglu á að eitthvað hafi vantað til að þið mættuð keyra, þá hefur eitthvað vantað, og sá sem stóð fyrir þessu hlýtur að passa upp á að hafa allt í lagi næst.
5. Kvartmíluklúbburinn er að gera góða hluti með því að reyna að fjarlægja kappakstur af götum en LÍA er að gera fullt af góðum hlutum líka.
6. Það væri snilld ef Kvartmíluklúbburinn væri með tryggingar fyrir skemmdarverkum sem félagar í klúbbnum valda eftir að vera stoppaðir fyrir ólöglegar uppákomur á brautinni. Er einhver sem vill taka ábyrgð á þeim?
Ég er búinn með tímann sem ég hef til að skrifa í bili og gleymi eflaust einhverju en það kemur í ljós.
Kveðja,
Ragnar Róbertsson
s: 6624444
4x4@4x4.is
www.4x4.is
--- End quote ---
Jæja ég hef fengið rangar upplýsingar með það,enda hef ég ekki verið mikið viðloðinn torfæruna lengi og er það alveg satt að það eru vitleysingjar allstaðar og erum við sennilega ekki barnanna bestir!
HK RACING
Gretar Franksson.:
Sælir,
Öll leyfi voru til staðar sem krafist er:
Það skal tekið fram að þessi myndatöku athöfn var ekki keppni. Aðeins aðrar reglur gilda um keppnir og þar hefur L'IA náð að troða inn klausu um að þeir skuli einnig gefa keppnisleyfi(sem ég er ekki búin að skilja enn) hvað um það.
Öll íþróttafélög innan 'IS'I eru tryggð í gegnum tryggingapakka 'IS'I þar á meðal KK. þannig að KK voru ekki ólöglegir af því.
En þess má geta að heimild var fyrir þessari uppákomu frá aðstoðar lögreglustjóra Lögreglunar í Hafnarfirði Ólafi Emilsyni og er verið að athuga hvað fór úrskeiðis því samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir segir svo : 15. gr.
Heimilt er lögreglustjóra að samþykkja ákveðin svæði til æfinga eða æfingarkeppni. Svæðið, svo og æfingar og æfingarkeppnir, skulu lúta yfirstjórn fulltrúa sem lögreglustjóri samþykkir. Leyfi til notkunar á slíku svæði skal háð samþykki sveitarstjórnar. Auk þess skal það bundið ákveðnum skilyrðum, t.d. að því er varðar merkingar á svæðinu og vátryggingu, svo og eftirlit og skipulag á æfingum og æfingarkeppnum.
'Abyrgir aðilar innan KK voru ábyrgir fyrir þessari uppákomu (lögreglan þekkir það og efast ekki um hæfni KK manna til að halda æfingar á brautinni) Þeir sem koma á Kvartmílubrautina sjá að áhorfendur eru á öruggum stað afgirtu svæði. allt vel útfært með öryggið í fyrirrúmi.
Ekki er skilt að hafa sjúkrabíl á staðnum við æfingar eða keppnir,vegna tímaramma sjúkrabíla, en þeir eru það snöggir að kvartmílubrautinni.
Þar af leiðandi var allt löglegt hjá Kvartmíluklúbbnum.
Vonandi svarar þetta einhverju.
'I framhaldi spyr ég: hvað er L'IA að gera með þessu upphlaupi að siga lögreglunni á okkur? er þeim svona umhugað um okkur? Það sem virðist standa uppúr í þeirra huga er að KK hafi brotið reglugerð! já brotið reglugerð það skipti öllu í þeirra huga. Hvað um það starf sem KK er að gera,skiptir það ekki megin máli? Reglugerð var ekki brotin.
Gretar Franksson
Harry þór:
Sælir aftur. Getur einhver svarað mér því hvort LÍA sé nauðsynlegt í ferlinu hvort KK geti haldið keppni/æfingu?
Við héldum margar keppnir í mörg ár eftir að við gengum úr LÍA og allt gekk vel og svo allt í einu í fyrra poppaði LÍA upp með einhverskonar tangarhald á okkur.
Hvað gerðist ?
kv Harry
4x4.is:
Spyr sá sem ekki veit.
Öll íþróttafélög innan 'IS'I eru tryggð í gegnum tryggingapakka 'IS'I þar á meðal KK. þannig að KK voru ekki ólöglegir af því.
Ég hafði heyrt að bílaklúbbar væru ekki í ÍSÍ, eruð þið með pappíra um að KK sé í ÍSÍ? Ég vil nefnilega heyra frá báðum hliðum og meta söguna svo sjálfur.
En með tryggingar. Gefum okkur að bíll hefði farið útaf á 120 km/h þarna og lent á áhorfenda. Hver er ábyrgur ef sá sem stendur fyrir atburðinum er ekki með tryggingu?
Ég er ekki að skrifa hér af því mig langar að rífast svo ekki taka það þannig.
Kveðja,
Ragnar Róbertsson
s: 6624444
4x4@4x4.is
www.4x4.is
Harry þór:
Sæll Ragnar,svo það sé alveg ljós þá er KK í ÍBH og þar af leiðandi í ÍSÍ.
kv Harry
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version