Kvartmílan > Almennt Spjall

Ótrúleg framkoma LÍA

<< < (5/16) > >>

maggifinn:
Það sem virðist gleymast svolítið í þessari umræðu er að "bílar", í víðtækasta skilningi þess orðs eru færir um hraðakstur, hvort sem það er á kvartmílubrautinni eða ártúnsbrekkunni.

Það er okkar markmið í klúbbnum að beina eigendum bíla og hjóla sem vilja keyra hratt  inn á lokuð svæði. LÍA,umferðarráð og FÍB virðast ekki kannast við að lokuð svæði til hraðaksturs séu til á íslandi.  

Þetta snýst um
 
 að venjulegt fólk á venjulegum bílum og hjólum geti komið óáreitt og án einhverra sérskilmála inná lokað svæði og keyrt hratt.

HK RACING2:

--- Quote from: "maggifinn" ---Það sem virðist gleymast svolítið í þessari umræðu er að "bílar", í víðtækasta skilningi þess orðs eru færir um hraðakstur, hvort sem það er á kvartmílubrautinni eða ártúnsbrekkunni.

Það er okkar markmið í klúbbnum að beina eigendum bíla og hjóla sem vilja keyra hratt  inn á lokuð svæði. LÍA,umferðarráð og FÍB virðast ekki kannast við að lokuð svæði til hraðaksturs séu til á íslandi.  

Þetta snýst um
 
 að venjulegt fólk á venjulegum bílum og hjólum geti komið óáreitt og án einhverra sérskilmála inná lokað svæði og keyrt hratt.
--- End quote ---
Það er bara gott mál en það bara verður að hafa leyfi sýslumanns og borga tryggingar og þá er þetta eins gott mál og það getur orðið!

HK RACING

429Cobra:
Sælir félagar. :x

Það var nú ekki ætlunin hjá mér að fara að geysast fram á ritvöllin núna.
En svona er það nú og get ég ekki orða bundist yfir þessum yfirgangi gömlu "lénsherrana", sem núna eru að láta að sér kveða meira en oft áður.
Þetta er nú sennilega að þeir séu orðnir peningaþurfi, enda nennir enginn að keppa hjá þeim lengur.
En hvað um það, þeir hafa kjaftatíkur í hverju horni og nota þá óspart í hlaupin og hér inn á netinu.
Mér fannst alltaf skrítið hvað einstaklingur sem skrifar undir "HK Racing" og "HK RACING 2" hefur verið duglegur að taka upp hanskann fyrir LÍA.
Samt segir hann alltaf að hann eigi óuppgerðar sakir við það batterí.
Já og aldrei skrifar hann undir nafni.
Samt sá ég þetta frá honum inn á nýum vef LÍA www.lia.is:


Tilvitnun:
"HK RACING



Skráður þann: 14 Jan 2006
Innlegg: 24

 Innlegg: Fös Apr 28, 2006 7:30 pm    Efni innleggs: Re: cvfd  

--------------------------------------------------------------------------------
 
Tilvitnun í póst sem HK RACING svaraði inn á LÍA vefnum.

"cr vtec skrifaði:
lia er bara rusl sem hefur tekist að skemma allt motorsport og að sjálfsögðu verða þeir að skemma þetta lika"
Tilvitnun lýkur.

Svar HK racing, tilvitnun:
 
"Heyrðu kúturinn minn viltu ekki vera maður og skrifa undir nafni,spurning um að þú takir að þér að sjá um þetta fyrir okkur,þú virðist geta gert þetta allt mikið betur!"

HK RACING "

Tilvitnun lýkur .

Já og aldrei skrifar þessi mæti maður sjálfur undir nafni.
Þetta virðast vera einkenni þeirra sem koma nálægt LÍA, þar verður allt að vera falið. :!:  
Eða er það ekki. :?:

HK RACING  :!:  það hlítur að vera dýrt fyrir þig að lifa og þurfa alltaf að borga fyrir báðar persónurnar sem þú virðist vera.
Þetta kallast víst að vera með tvískinnungshátt já eða bara undirferli.
Þú mátt ráða.

Dr.aggi:
Þetta var ekki keppni heldur var aðeins verið að taka upp sjónvarpsefni fyrir kynningu á starfsemi kvartmíluklúbbsins í Kastljósi RÚV, og þá aðalega varðandi þá starsemi Kvartmíluklúbbsins að koma hraðakstri af götum bæjarins inn á lokuð svæði. Ástæða þessarar kynningar er að einhverra hluta vegna eða annarlega hvata Ólafs Guðmundssonar í sjónvarpsþættinum Kastljós á dögunum að gleyma að minnast á hinar vikulegu æfingar sem Kvartmíluklúbburinn hefur staðið fyrir yfir sumartímann í þrjú ár, fyrir almenning á einu löglegu sérsmíðuðu akstursíþróttabrautinni í eigu félagasamtaka með akstursíþróttir og akstursmenningu á sinni könnu á Íslandi til að stuðla að því að koma hraðakstri af götum bæjarins inn á lokuð og öruggari svæði.

Það er greinilega ekki markmið LÍA eða FÍB, allavega eftir þessa uppákomu að dæma.
Og þar af leiðandi ef einhver meining var í orðum Ólafs Guðmundssonar í þá veru í Kastljósinu um daginn þá er greinilegt að það er bara í orði en ekki á borði og sjálfsagt eina markmiðið að reyna að krækja í einhverja peninga frá hinu opinbera í LÍA hítina.

En þess má geta að heimild var fyrir þessari uppákomu frá aðstoðar lögreglustjóra Lögreglunar í Hafnarfirði Ólafi Emilsyni og er verið að athuga hvað fór úrskeiðis því samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir segir svo : 15. gr.
Heimilt er lögreglustjóra að samþykkja ákveðin svæði til æfinga eða æfingarkeppni. Svæðið, svo og æfingar og æfingarkeppnir, skulu lúta yfirstjórn fulltrúa sem lögreglustjóri samþykkir. Leyfi til notkunar á slíku svæði skal háð samþykki sveitarstjórnar. Auk þess skal það bundið ákveðnum skilyrðum, t.d. að því er varðar merkingar á svæðinu og vátryggingu, svo og eftirlit og skipulag á æfingum og æfingarkeppnum.

Þar að leiðandi var allt löglegt hjá Kvartmíluklúbbnum.

Og fyrir hönd stjórnar Kvartmíluklúbbsins staðfesti ég hér vegna þessarar uppákomu mun Kvartmíluklúbburinn leggja inn harðorðaða kvörtun til ÍSÍ þess efnis að ingöngu LÍA í ÍSÍ verði vísað frá og að Kvartmíluklúbburinn muni aldrei koma að sérsambandi um akstursíþróttir innan ÍSÍ meðan LÍA komi á einkvern hátt að því.

LEGGJUM NIÐUR LÍA, STOFNUM SÉRSAMBAND UM AKSTURSÍÞRÓTTIR Í ÍSÍ.

Agnar H Arnarson
varaformaður Kvartmíluklúbbsins

Harry þór:
Ef málið er að við þurfum hreinlega að fá okkur lögfræðinga til að kljást við þessa gaura, þá skal ég lofa 100.000 í lögfræðingasjóð.

kv Harry

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version