Kvartmílan > Almennt Spjall
Íslandsmet.... takið eftir takið eftir
Einar K. Möller:
Annað mál hefur nú komið upp með OF metið, nú þegar nýtt línurit er komið ætti, samkvæmt þeim reglum sem mér hefur verið sagt að gildi, að núlla metið. Brautarmetið hans Þórðar mun þó standa óhreyft lengi vel.. þangað til hann kemur sjálfur aftur og slær það.
Annað mál er með MC metið, þetta er án vafa sá flokkur sem mest hefur verið hrært í og satt best að segja er ómögulegt að segja til með þessi met í honum.
Annað með OF metið sem mér var bent á í gær og vill ég benda á að ÉG er ekki að hrauna á neinn né neitt slíkt.
Ingó setti met hérna um árið sem margir muna eftir og allt gott og blessað með það.
Þórður fer 6.99 á Hemi Hunter, sem trúlega er langt undir Index tímanum og örugglega ekki heldur met.
EN... *trommusláttur* Þórður hefur trúlega náð OF metinu á Camaroinum hérna um árið, því samkvæmt þeim reglum sem ég fór eftir á sínum tíma miðast metið ekki bara við besta tímann heldur þarf hann að vera sem næstur Index-i.
Nú þarf að skoða þessi mál því þetta eru hlutir sem eiga að vera á hreinu.
Mbk.
EKM
Nóni:
--- Quote from: "Björgvin Ólafsson" ---
--- Quote from: "Einar K. Möller" ---Olli,
Íslandsmet í kvartmílu eru ekki sett sett í annari keppni í öðru landi. En ég vissi nú af tímanum þeirra.
Siggi,
Já mig minnir að hann hafi tekið þennan tíma líka, en ekki sure hvort hann hafi bakkað hann upp samt.
--- End quote ---
Hmmm......., það virkar í öðru sporti - þar gildir engu hvar íslendingur spriklar - met er met!
kv
Björgvin
--- End quote ---
Ætli bíllinn þyrfti ekki að vera löglegur í RS-flokk til þess að þetta virkaði þannig í það minnsta?
Kv. Nóni
Einar K. Möller:
Góður punktur Nóni, þetta fór alveg framhjá mér.
Heddportun:
Met er Met en á annari braut eru kanski mun betri skilyrði til að setja góða tíma svo sem hæð yfir sjáfarmáli,hiti,track og fleira
baldur:
Já, en þar sem að met eru skráð á flokka þá er ekki fræðilegur möguleiki að taka það sem met nema verið sé að keyra sama flokk er það?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version