Sælir félagar og gaman að sjá hversu líflegur þessi staður er
Ég er kominn með mótorhjóladelluna og langar að kaupa Racer,, hvaða hjól mynduði mæla með svona fyrir newby? Ég hamaðist mikið á skellinöðrum og DT175cc þegar ég var 13-15 ára en hef ekkert prófað nein hjól í nokkur ár núna
Fyrst maður er á annað borð að fara kaupa er þá ekki málið að kaupa allavega 600cc hjól að lágmarki eða er það alltof kraftmikið?
Ég er að leita af hjóli sem kostar ca 300þús (götuhjól/Racer kemur eingöngu til greina)... er hægt að fá eitthvað að viti fyrir þann pening hérna á Íslandi eða er málið að flytja hjól inn?
Ég hef verið að fylgjast soldið með smáauglýsingum hér og þar á internetinu og það virðist ekki mikið framboð af góðum ódýrum hjólum,,, vitiði um eitthvern sem er að flytja inn hjól fyrir fólk?
Og að lokum.... Vitiði hvort það sé eitthvað bifhjólanámskeið í nánd?
Bestu kveðjur