Kvartmílan > Almennt Spjall
Æfingarkvöldin!
Sara:
Það er eins og það sé verið að tala við hálvita hérna strákar!
Þetta er mjög einfalt mál, áfengisnotkun og akstursíþróttir fara ekki saman og klúbburinn mun ekki styðja áfengisneyslu við æfingar uppá braut! Það gefur auga leið að þetta er íþróttasvæði fyrir akstursíþróttir, áfengi á bara ekki við þarna. Hinsvegar er ekkert sem bannar fólki að koma og æfa sig á föstudagskvöldum, hafa gaman af því að bjóða vinum og vinkonum með að horfa á, fá sér kók og pulsu og prins í sjoppunni, klára æfinguna og fara svo í bæinn drekka sitt áfengi og komast svo vonandi heim í leigubíl.
Það er hinsvegar einhver melding í gangi með ódýrt æfingagjald á föstudagsæfingunum, það kemur mjög fljótlega í ljós.
baldur:
Fór einhver vitlausu megin framúr rúminu í morgun?
1965 Chevy II:
--- Quote from: "Sara" ---Það er eins og það sé verið að tala við hálvita hérna strákar!
Þetta er mjög einfalt mál, áfengisnotkun og akstursíþróttir fara ekki saman og klúbburinn mun ekki styðja áfengisneyslu við æfingar uppá braut! Það gefur auga leið að þetta er íþróttasvæði fyrir akstursíþróttir, áfengi á bara ekki við þarna. Hinsvegar er ekkert sem bannar fólki að koma og æfa sig á föstudagskvöldum, hafa gaman af því að bjóða vinum og vinkonum með að horfa á, fá sér kók og pulsu og prins í sjoppunni, klára æfinguna og fara svo í bæinn drekka sitt áfengi og komast svo vonandi heim í leigubíl.
Það er hinsvegar einhver melding í gangi með ódýrt æfingagjald á föstudagsæfingunum, það kemur mjög fljótlega í ljós.
--- End quote ---
Sér Íslenskt fyrirbæri þá!
Fer ágætlega saman um allann heim og á þeim keppnum sem ég hef farið á erlendis!
En þið í stjórn ráðið þessu,við hálvitarnir hlýðum bara.
Einar K. Möller:
Það er bara allt í góðu lagi að leyfa þeim sem vilja að hafa öl í hönd svo fremur sem að því sé haldið innan velsæmismarka og þess sé gætt að ökumenn séu ekki að fá sér í tána.
Just my 2 cents
EKM
Preza túrbó:
Bíddu, en hvað með bjórkvöld klúbbsins, við erum nátúrulega að tala um að áhorfendur fái sér öl :D er sammála því að áfengi og AKSTUR eigi ekki saman en sé verið að horfa á keppni eða æfingu finnst mér það í góðu (í hófi eins og Einar segir :wink: :D) En eins og Frikki segir "Þið í stjórn ráðið þessu,við hálvitarnir hlýðum bara." :wink: :wink:
Kveðja:
Dóri G. :twisted: :twisted:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version