Kvartmílan > Almennt Spjall

Æfingarkvöldin!

(1/9) > >>

Sara:
Sæl öllsömul,
ég vil taka það fram við alla sem langar að taka þátt í æfingum í sumar að brautin er eingöngu æfingasvæði fyrir meðlimi KK sem hafa greitt félagsgjöld.
Á þessu er engin undantekning.

Dohc:
ég hefði verið til í það að þeir sem borga meðlimagjöldin fái frítt inná þetta og inná keppnir einsog hefur verið og þeir sem eru ekki búnir að borga meðlimagjöldin borgi þá bara 1500kall eða eitthvað á æfingar og svo bara það sem kostar inná keppnir...þetta er allavega mitt álit þó svo að það muni ekki hafa nein áhrif...

eg ætla að borga í klúbbinn...en samt ekki fyrr en ég er búinn að setja bílinn minn á númer 8)

Kristján F:
Sæll hugmyndin þín er á ágæt en gengur ekki upp vegna þess að þetta snýst um tryggingar. Við erum aðilar að Ísí og til að uppfylla skylirði um tryggingar á æfingum og keppnum þurfa þátttakendur í þeim að vera félagar í KK.
 
                                         Kv Kristján F

MrManiac:
Til hvers er viðaukinn ?

baldur:
Ég hef einmiitt verið að velta því fyrir mér líka. Hvað það nákvæmlega tryggir að vera með þennan viðauka.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version