Kvartmílan > Almennt Spjall

Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?

<< < (14/16) > >>

Dezzice:
Smá sem ég var að hugleiða....Ég er eins og margir vita lítið fyrir að fara beint áfram, enda er Imprezan mín engan vegin kvartmílutæki ;)  EN ég skil vel skoðanir hörðustu kvartmílumanna hér að þeir vilji fá góða braut fyrir sig til að keppa á.

Hvað ef hægt væri að safna fjármagni til að búa til hringakstursbraut sem í væri kvartmílubraut?  Væru þá ekki allir sáttir?  Harðkjarna 1/4 mílu gengi hefði nýja góða braut sem samræmdist stöðlum og reglum úti og við hinir rugludallarnir sem viljum keyra í hringi fáum braut til að missa okkur í hringakstri :lol:

Nú sé ég þetta meira sem sameiginlegt project.  Ef vel er pælt og skoðað væri ekki sjéns að hafa teikningarnar þannig að jú kvartmílubrautin væri hluti af hringnum en til að passa að ekki yrði vesen með keppnir hjá KK þá væri hægt að hafa hana í raun tvísskipta en samt sameiginlega, þ.e. menn gætu keyrt "minni" hring meðan kvartmílukeppni væri í gangi.

Nú hef ég ekki clue hvort hægt sé að teikna svona eða ekki, en mér svona datt í hug að þetta væri ásættanleg lausn fyrir alla :mrgreen:

Svo er aftur á móti annar handleggur hvað svona kostar :lol:

Jón Þór Bjarnason:
Það voru teikningar af skipulagi svæðisins með brautum á kvartmílusýningunni, er ekki hægt að setja þær hér inn svo fólk átti sig hvað er/var verið að tala um.

Ingó:
Hér kemut frum útgáfan sem var unnin fyrir bílasýninguna. A.T.H þetta er alls ekki endanlegt.

Kv Ingó.

Jón Þór Bjarnason:
Á þessari mynd sést greinilega að kvartmílubrautina þarf að lengja og breikka og gæti það vel verið fyrsti áfangi í þessu. Þannig að ég sé ekki að það sé hægt að mótmæla lengingu og breikkun kvartmílubrautarinnar þegar það sést greinilega að þetta helst allt saman. Það væri asnalegt að byrja að gera hálfhring sem ekki væri hægt að keyra, ekki satt.  :D  :D  :D

Nonni glaður

Gretar Franksson.:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version