Kvartmílan > Almennt Spjall
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
PHH:
Eitt í þessu, eins og staðan er í dag er enginn peningur til fyrir hringakstursbraut, og því væri í raun réttast að lagfæra aðstöðu við kvartmílubrautina. Það þýðir hinsvegar ekki að við þurfum að leggja hringakstursbraut á hilluna, það má til dæmis nota kvartmílubrautina í beinan kafla á hringakstursbraut, en þá þarf líka að gera ráð fyrir slíku ef að einhverjar endurbætur eru gerðar á núverandi braut.
Sem sagt, endurbæturnar væru hugsanlega fyrsti áfanginn í gerð hringakstursbrautar, ef rétt er að málunum staðið.
Nóni:
--- Quote from: "65tempest" ---Hvernig er það eigum við ekki að gefa stjórn KK vinnufrið og biðja Ingólf , Nóna ofl. um að halda í taumana og róa sig niður. Við ætlum að fara að keppa í kvartmílu eftir 2 mánuði. Hringirnir koma seinna eigum við ekki að snúa okkur að því að hafa komandi keppnistímabil í kvartmílu fyrst í lag. Ég held að það sé ein rallycrossbraut tilbúinn skammt frá kvartmílubrautinni. Þeir hafa boðið upp á keppni í krónuflokki og eitthverju fleiru fyrir áhugasama.
Man ekki eftir því að hafa verið eins sammála þeim félögum Agga og Gretari F. lengi .
kv.
Rúdólf
:shock:
--- End quote ---
Jæja þá, maður getur farið að þegja því að höfðinginn hefur talað....háá :lol:
Kv. Nóni
Nóni:
--- Quote from: "ZX-9R" ---Eitt í þessu, eins og staðan er í dag er enginn peningur til fyrir hringakstursbraut, og því væri í raun réttast að lagfæra aðstöðu við kvartmílubrautina. Það þýðir hinsvegar ekki að við þurfum að leggja hringakstursbraut á hilluna, það má til dæmis nota kvartmílubrautina í beinan kafla á hringakstursbraut, en þá þarf líka að gera ráð fyrir slíku ef að einhverjar endurbætur eru gerðar á núverandi braut.
Sem sagt, endurbæturnar væru hugsanlega fyrsti áfanginn í gerð hringakstursbrautar, ef rétt er að málunum staðið.
--- End quote ---
Það eru ekkert frekar til peningar fyrir öðrum framkvæmdum, þess vegna er þetta spurning um að fara í fjáröflun. Ég er ekki að tala um neina smá fjáröflun og þess vegna á að slá þessu öllu saman í einn pakka og það er einmitt það sem við höfum nú ákveðið að gera þegar komin er kostnaðaráætlun á allt dæmið.
Kv. Nóni
69Camaro:
Hvernig er það maður lætur það vera í nokkrar daga að heimsækja KK síðuna og hvað gerist á meðan. Formaðurinn og fyrrverandi formaður komnir í hár saman.
Án þess að skilja atburðarásina þá má lesa út úr skrifum þeirra Nóna og Ingólfs að klúbbnum hafi áskotnast gríðarmikið fjármagn og að stórframkvæmdir standi fyrir dyrum. Nú það fyrsta sem manni dettur í huga er að rifja upp nýlegar minningagreinar úr Mogganum, hvort að það geti verið að einhver milljónamæringurinn hafi verið að hrökkva upp af og tekið upp á því að ánafna KK einhverjum fjárupphæðum ? Ekki er það víkingalottóið , einhver Dani sem vann síðast ?
Eftir aðeins meiri lestur af síðunni verður manni síðan ljóst að þessir aurar eru þá eftir allt saman ekki til. Hvernig má þetta vera, ég var farinn láta hugann reika og sá fyrir mér rauða glansandi Corvette bifreið í æsispennandi eltingaleik við aldinn Saab í hrauninu.
En við skulum ekki láta deigan síga, ég legg til að þeir Nóni og Ingólfur blási til landssöfnunar undir slagorðinu “ Hringana í hraunið “ . Hægt væri að fá til liðs við okkur landsþekkt leikara, skemmtikrafta og stjórnmálamenn í sjónvarpssal í beinni. Ég gæti reiknað með að við þyrftum einhverjar 500-600 milljónir, en hvað er það ef að þjóðin er á bak við okkur þá er allt hægt. Það er ekki eftir neinu að bíða, setja gömlu kvartmílutækin á safnið og kaupa hringakstursbíla. Fullt af gömlum NASCAR bílum til sölu á racingjunk.com
Kv.
Ari Jóhannsson
Einn eldgamall úreltur kvartmílukarl
PHH:
:D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version