Kvartmílan > Almennt Spjall
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Nóni:
--- Quote from: "Vega 71" ---Sæll Nóni,
Ég frétti að þú hefðir sett link in á "live2kruze" og hvatt þá til að taka þátt í könnuninni um hringakstursbraut. Ég er hálf hissa á þessu, því flestir þessir menn eru ekki í KK og hafa ekki hagsmuni KK að leiðarljósi. Er ekki betra að aðeins félagsmenn KK geri slika könnun og kvitti fyrir sig?
Gretar Franksson
--- End quote ---
Það er fullt af því fólki í KK, það er einmitt þetta fólk sem KK þarf að ná til sem er þar og er ekki í KK.
Hagsmunir KK eru að sjálfsögðu að fjölga félagsmönnum en vera ekki einhver einkaklúbbur úti í horni og vilja enga inn nema þeir eigi Chevy eða dragster.
Nóni
Ingó:
Það koma ekki að óvart svörin flestum af þeim sem vilja lengja og breikka brautina . Það er ekki beinlínis hægt að halda því fram að það séu menn breytinga heldur eru þeir menn stöðnunar og afturhaldsemi. Ef menn átta sig ekki á því að það þarf nýtt blóð í KK þá verður þetta deyjandi félag. Jú það er valkostur það er annað félag sem kemur til með að fá aðstöðu á sama stað og brautin er og það félag hefur jafnan rétt og KK. Ef KK. Sér ekkert nema kvartmílu þá verða menn að snúa sér að hinu félaginu sem heitir AIH.
Ingó.
Sara:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sæl.
Að sjálfsögðu er þessi könnun bara rannsóknarverkefni.
En að sjálfsögðu er það ekki sanngjarnt gagnvart félagsmönnum KK sem hafa greitt og greiða félagsgjöld vegna kvartmílunnar að það sé settar stórar fjárhæðir í verkefni í fyrsta forgang fyrir hóp sem er ekki í klúbbnum en hefur haft tækifæri til þess því jú stór hluti þessa hóps hefur tekið þátt í föstudagsæfingum og valla tímt að koma sér upp hjálmi kvað þá að borga félagsgjöld til kk
hvað þá þegar þau þurfa að bæta við mun meiri öryggisbúnaði: VELTIBÚRI, NOMEX KEPNISGALLA,FIMM PÚNTA ÖRYGGISBELTI o.fl.
Þannig að þau rök að fá krakkana af götunni er FALLIN.
Því þið gerið ykkur það örugglega ekki ljóst að fólk verður ekki hæft í hringakstur aðeins með strípur í hárinu og í Gucci skóm.
Þið krakkar talið um að þið viljið hraða?
það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins og Kvarmíla.
Kv.
Agnar H Arnarson
--- End quote ---
Agnar er tu að svara mér þarna eða?
Einar K. Möller:
Ég verð að segja að ég mjög hlynntur því að fá hringakstursbraut, driftsvæði o.sv.frv....
En mér finnst að forgangurinn eigi að liggja í breikkun og lengingu á kvartmílubrautinni, það er að segja sem stendur...það er bara ekki hægt að bjóða uppá þetta lengur.
Þessi klúbbur er starfandi í sportinu... ég veit ekki til þess að það séu starfandi klúbbar í hringakstri... þar af leiðandi er þörfin okkar meiri.
Einhverjir hafa sagt hér á undan að við eigum til kvartmílubraut og þess vegna eigi frekar að fara útí hitt... það er bara ekki rétt.. við eigum bara nokkur hundruð metra af ónýtu malbiki...
En ég myndi taka því fagnandi að sjá hringakstursbrautina, það leikur enginn vafi á því.
EKM
Dr.aggi:
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í KK.
Það er nefnilega mergur málsins fyrst að ganga í KK ná upp fjölda með þennan með hring áhuga (samt ekki í nefi),
Stofna síðan deild innan KK sem hefur þetta á stefnuskrá.
Því jú höfðafjöldi hefur stór áhrif á bæjarstórnir og pólitíkusa.
ÞEIR HAFA EINGANN ÁHUGA Á KEPP-ENDUM HELDUR KJÓS-ENDUM
Félagsmenn kvartmíluklúbbsins og einn eða tveir í FH geta ekki heimtað að FH búinn til fyrir þá golfvöllur og haldið sé fyrir þá golfmót.
Eða Íslenka ríkisstjórnin myndi hætta við virkjun á Kárahnjúkum og hefja virkjunarframmkvæmdir í Færeyjum.
Agnar H
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version