Kvartmílan > Almennt Spjall
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Nóni:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í KK.
Það er nefnilega mergur málsins fyrst að ganga í KK ná upp fjölda með þennan með hring áhuga (samt ekki í nefi),
Stofna síðan deild innan KK sem hefur þetta á stefnuskrá.
Því jú höfðafjöldi hefur stór áhrif á bæjarstórnir og pólitíkusa.
ÞEIR HAFA EINGANN ÁHUGA Á KEPP-ENDUM HELDUR KJÓS-ENDUM
Félagsmenn kvartmíluklúbbsins og einn eða tveir í FH geta ekki heimtað að FH búinn til fyrir þá golfvöllur og haldið sé fyrir þá golfmót.
Agnar H
--- End quote ---
Er það vegna þess að það eru til margir golfvellir og óþarfi er að fjölga þeim ?
Þú nærð ekki fjölda fólks inn í KK emð því að segja því að ef til vill og kannski einhverntíma í framtíðinni verði eitthvað gert fyrir það en á meðan verði það bara að bíða. Við verðum að skapa aðstæður og laða að okkur fólk, ekki láta gamla tímann ráða heldur horfa til framtíðar.
Kv. Nóni
stigurh:
Ég er ekki hrifin af umræðum manna sem bara vilja fá handa sér betri aðstæður og hugsa ekki um hag félagsins. Aðstæður eru betri núna en nokkru sinni en það eitt og sér virðist ekki fjölga keppendum eða áhorfendum.
Það verður að huga að áhorfendum á þessu ári. Meiriháttar skref í þá átt er tekið með ljósaskiltum. Hafið þökk fyrir það. En betur má ef duga skal.
Klárið húsið og nýjan hól og þá er mál að gera eitthvað í malbiksmálum.
Lagið startið, lengið brautina, förum í hringi og gerum það saman.
Allar framkvæmdir eru af hinu góða.
Stígur A Herlufsen
Porsche-Ísland:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sæl.
Tvent er það sem þið gerið ykkur kanski ekki grein fyrir.
1.
Kvartmílubrautin er 30 ára gamalt mannvirki og er orðin mjög skemt af völdum malarflutninga bifreiða,krana og annara þungaflutninga,netastórbruna,bílhræja förgunar,bílhræja buna,o.fl.
og svo eðlilegs slits og missigs á 30 árum.
KVARTMÍLUBRAUTIN ER MJÖG ÝLLA FARIN.
2.
Kvartmílubrautin stenst ekki öryggisreglur NHRA/FÍA í dag vegna breiddar og lengdar.
Þetta eru sömu öryggirglur og kepnisstjórnir okkar nota varðandi skoðanir á öryggisbúnaði keppnistækja og ökumanna.
Hvort keppandi sé hæfur til keppni eða ekki.
SKÍTUR ÞAÐ EKKI SVOLÍTIÐ SKÖKKU VIÐ ?
Að koma brautinni í nútímalegt horf eftir nútíma staðli gefur okkur möguleika á því kanski að komast inn í evropu meistara mótaröðina.
Agnar
--- End quote ---
Er þetta ekki einmitt málið,, klúbburinn er ekki það stór, fjöldi meðlima, að þessi braut er meira en nóg fyrir hann að reka.
Hringakstursbraut og æfingarsvæði er eitthvað sem aðrir klúbbar ættu að fara að vinna í. Það er ekkert sem segir að þetta þurfi að gerast þannig að KK brautin verði partur af því. Akstursklúbbum í Hafnarfirði var úthlutað þessu svæði. Látum hvern klúbb vinna á sínu sviði. Auðvitað er hægt að hafa þetta eitthvað sameiginlegt en það þarf ekki að vera allt.
Gretar Franksson.:
Maður er svoldið hissa á hvernig sumir tjá sig um hringakstursbraut. Það er eins og KK eigi til næga peninga í verkið. Fyrst þarf að fá svæðið hannað og teiknað og samþykkt af bænum. Síðan að fjármagna dæmið. bærinn er með þetta í vinnslu og stjórnin fundar með þeim á næstunni. 'Eg sé ekki betur en þetta sé í ágætum farvegi.
Það verður að lengja bremsukaflan fyrir sumarið. Það hlitur að ganga fyrir.
Svo koma ljósaskilti í sumar sem birta tima og hraða instant. Gott mál.
Gretar Franksson
Einar Birgisson:
Eru Aggi og Nóni ekki í sömu stjórninni ? þe stjórn KK, og er Ingó ekki fráfarandi formaður sama félags ? maður bara spyr sig eftir að lesa spjallið undanfarið ! og þá sérstaklega hvað Aggi og Nóni eru hrikalega off í skoðunum.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version