Kvartmílan > Almennt Spjall

Flokkarugl

<< < (6/9) > >>

Ingó:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sælir.
Allavega á þeim stjórnarfundum sem ég hef setið hefur verið rætt um þann forgang að breikka og lengja kvartmílubrautina.
Er það ekki rétt hjá mér?

kv.
Aggi
--- End quote ---


Sæll Agnar.

Þetta er með ólíkindum að stjórn KK hafi ýtt út af borðinu fyrrum forgangs áformum um að koma upp hringakstursbraut miðað við alla þá umfjöllun í fjölmiðlum sem þetta hefur fengið.
Ég fer fram á það að stjórnin skýri það út fyrir félögum KK hver ástæðan er fyrir þessu breyttu áheyrslum.

Ingó.

Dr.aggi:
Sæll Ingólfur.
Hvar er þetta ákvæði í lögum félagsins ?


þannig að ef engin þáttaka verður í MC flokki í sumar verður hann lagður niður og svo koll af kolli ?
Ef mig minnir rétt þá gillti þetta ákvæði bara um amerísku flokkana, þannig voru þeir samþykktir inn og eru þar að leyðandi úti.

En ég hef verið að flétta fundargerðarbók félagsins og það hefur ekkert verið skráð í hana síðan í byrjun árs 2003 hvorki um aðalfundi né sjórnarfundi.
Þannig að hver man hvað og hver man hvað rétt?

Kv.
Aggi

Ingó:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sæll Ingólfur.
Hvar er þetta ákvæði í lögum félagsins ?


þannig að ef engin þáttaka verður í MC flokki í sumar verður hann lagður niður og svo koll af kolli ?
Ef mig minnir rétt þá gillti þetta ákvæði bara um amerísku flokkana, þannig voru þeir samþykktir inn og eru þar að leyðandi úti.

En ég hef verið að flétta fundargerðarbók félagsins og það hefur ekkert verið skráð í hana síðan í byrjun árs 2003 hvorki um aðalfundi né sjórnarfundi.
Þannig að hver man hvað og hver man hvað rétt?

Kv.
Aggi
--- End quote ---


Sæll Agnar.


Þetta er ekki í lögum félagsins. Þetta er samþykkt frá aðalfundi.

Ingó.

p.s. Það hefur ekki verið leitað mikið til mín eftir upplýsingum.. Allar fundagerðir þegar ég var í stjórn eru til á tölvutæku formi

Dr.aggi:
Sæll Ingo aftur.
Ég veit ekki kvaða misskilningur þetta er hringakstursbrautinni hefur ekki verið ýtt út af borðinu.
En mér finnst óeðlilegt ef bærinn vill byggja þetta í áföngum (það er að segja hringinn)þá finnst mér óeðlilegt að byrja á einkverri beigju úti  í hrauni.
En pakkinn er hjá bænum með hring og alles.

Kv.
Aggi

Nóni:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sælir.
Allavega á þeim stjórnarfundum sem ég hef setið hefur verið rætt um þann forgang að breikka og lengja kvartmílubrautina.
Er það ekki rétt hjá mér?

kv.
Aggi
--- End quote ---



Það hefur ekki verið samþykkt nein ályktun um það eða ákveðið neitt sem á að beita sér fyrir fram fyrir annað, það virðist samt vera sem að hagsmunir fárra séu teknir fram fyrir hagsmuni fjöldans í þessu sambandi. Eins og ég talaði um á síðasta fundi er það beinlínis skylda Kvartmíluklúbbsins að taka á í þessum efnum og nota undirölduna sem er í þjóðfélaginu um að það vanti svæði fyrir ökumenn sem hafa hraðaþörf. Þetta var gert hér fyrir 27 árum þegar ráðist var í byggingu kvartmílubrautarinnar af hópi vaskra manna sem vildu hraðaksturinn af götunum, við þurfum að bregðast við og nýta okkur það tækifæri sem Hafnarfjarðarbær er að rétta okkur núna og breikka og stækka Kvartmíluklúbbinn sjálfan með því að fá inn í hann nýtt blóð, ný andlit, ekki bara gömlu sleggjurnar sem voru með hakann og skófluna þarna fyrir hátt í þrem áratugum síðan heldur fólk sem vill keyra ekki bara beint heldur líka beygja og bremsa. Klúbburinn gæti hæglega stækkað í 300 manna klúbb áður en þú veist af ef stofnuð yrði kappakstursdeild eða hvað hún myndi annars heita innan klúbbsins.


Kv. Nóni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version