Kvartmílan > Almennt Spjall
Flokkarugl
Nóni:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---Hvort það þurfi að byggja þetta í áföngum af fjárhagsástæðum þá munum við að sjálfsögðu leggja áherslu á kvartmílubrautina sem fyrsta áfanga.
kv.
Aggi
--- End quote ---
Þetta er ekki allskostar rétt Agnar, það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það í stjórn í hvað verður ráðist fyrst. Það verður að sjálfsögðu að ráðast af þörfinni og við höfum kvartmílubraut svo að það þarf ansi sterk rök til að byrja á því að laga hana. Hringakstursbraut höfum við ekki og það er að margra mati forgangsverkefni. Þetta hefur verið rætt í stjórninni og menn hafa ýmist verið sammála eða sammála eftir því hvort allir eru mættir eða ekki.
Kv. Nóni
HK RACING2:
--- Quote from: "Suzuki" ---Það má benda á að það er tryggingarfélag sem heitir Elísabet (TM) þar sem þú getur tryggt bílinn þinn í þessar fimm keppnir og málið er dautt. Þá þarf ekki að breyta flokkum fyrir þig ? :idea:
--- End quote ---
Ég er ekkert að biðja um að láta breyta flokkum fyrir MIG,talaði aldrei þannig og fer ekki fram á það,opnaði hins vegar umræðu hér um daginn um hvaða flokkar væru keyrðir og var sagt tímaflokkar yrðu keyrðir og byrjaði að smíða minn bíl í samræmi við 12,90 flokk,svo nú 2 mánuðum fyrir fyrstu keppni kemur í ljós að þið ætlið ekki að keyra hann og að bíllinn sem ég er að smíða passar ekki í neinn annan flokk!En ég er alls ekki að segja að það eigi að smíða flokkana eftir bílum sem til eru,heldur eiga menn að smíða bílana eftir flokkum en verið þá ekki að þessu helvítis hringli með flokkana og hvað þá þegar svona stutt er í sumarið!
HK RACING
Ingó:
--- Quote from: "HK RACING2" ---
--- Quote from: "Suzuki" ---Það má benda á að það er tryggingarfélag sem heitir Elísabet (TM) þar sem þú getur tryggt bílinn þinn í þessar fimm keppnir og málið er dautt. Þá þarf ekki að breyta flokkum fyrir þig ? :idea:
--- End quote ---
Ég er ekkert að biðja um að láta breyta flokkum fyrir MIG,talaði aldrei þannig og fer ekki fram á það,opnaði hins vegar umræðu hér um daginn um hvaða flokkar væru keyrðir og var sagt tímaflokkar yrðu keyrðir og byrjaði að smíða minn bíl í samræmi við 12,90 flokk,svo nú 2 mánuðum fyrir fyrstu keppni kemur í ljós að þið ætlið ekki að keyra hann og að bíllinn sem ég er að smíða passar ekki í neinn annan flokk!En ég er alls ekki að segja að það eigi að smíða flokkana eftir bílum sem til eru,heldur eiga menn að smíða bílana eftir flokkum en verið þá ekki að þessu helvítis hringli með flokkana og hvað þá þegar svona stutt er í sumarið!
HK RACING
--- End quote ---
Sæll.
Þú ert aðeins einn af mörgum sem hafa áhuga á að keppa í sumar en passar ekki í þá flokka sem á að keppa í en eins og sjá má á svörum hér að frama þá er það aukaatriði hvort flokkar henta eða ekki.
Ingó.
Dr.aggi:
Sælir.
Allavega á þeim stjórnarfundum sem ég hef setið hefur verið rætt um þann forgang að breikka og lengja kvartmílubrautina.
Er það ekki rétt hjá mér?
kv.
Aggi
Ingó:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sæll Ingó.
Eins og ég sagði hér að ofan er ég því algerlega sammála að ýmsu þarf að breyta, en það er ekkert endilega sjálfgefið að allir séu því sammála.
Jú við erum kosnir í stjórn og þar af leiðandi veitt bæði traust og ábyrgð en líka vinnureglur til að vinna eftir, þar að leiðandi höfum við ekki heimild til að framkvæma neitt sem lögin heimila stjórninni ekki.
Þar að leiðandi ef við höldum okkur innan þess ramma hljótum við að vera traustsins verðir.
kv.
Aggi
--- End quote ---
Sæll Agnar.
Þú talar oft um það að það eigi að fara eftir lögum KK. Á aðalfundi KK fyrir tveimur árum var samþykkt að ef það yrði ekki keppt í viðkomandi flokkum í 2 ár í röð og veittur íslandsmeistaratitill þú ættu viðkomandi flokkar að falla út. Það hefur ekki verði veittur íslandsmeistaratitill í GF,SE og GT. Í tvö ár. Ég get ekki betur séð en að þetta virkt að vettugi.
Ingó.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version