Kvartmílan > Almennt Spjall

Flokkarugl

<< < (3/9) > >>

Davíð S. Ólafsson:
Það má benda á að það er tryggingarfélag sem heitir Elísabet (TM) þar  sem þú getur tryggt bílinn þinn í þessar fimm keppnir  og málið er dautt. Þá þarf ekki að breyta flokkum fyrir þig ? :idea:

Nóni:

--- Quote from: "Suzuki" ---Sælir félagar.
 Það er gaman að sjá að þeir menn sem gátu ekki svarað fyrirspurnum hér á netinu síðastliðin ár eru allt í einu farnir að tjá sig og er það hið besta mál.

Varðandi breytingar í flokkum þá þarf að leggja það fyrir aðalfund og afgreiða þær breytingar þar, þ.e.a.s. ef við eigum að fara eftir lögum KK.

Frá mínum bæjardyrum séð þá voru flokkarnir sem keyrðir voru í fyrra ekki til þess að bæta keppendafjölda í keppnum.
Ef ekki eru keppendur þá verða engir áhorfendur.

Er ekki málið að vinna saman í að efla klúbbinn og fá inn nýtt blóð.

Kveðja Davíð.
--- End quote ---



Flokkunum var aðeins gefið eitt sumar og það getur ekki talist mikið, þegar svo koma menn sem hafa verið að græja bíla í þessa flokka vegna þess að þeir sáu þá síðasta sumar er þeim gefið langt nef. Þetta er miður.


Kv. Nóni

HK RACING2:
Var að spurja um þennan flokk fyrir heilum mánuði síðan og það hefði einhver mátt ropa því útúr sér þá að flokkurinn yrði ekki keyrður!
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=14369

HK RACING

1965 Chevy II:
Sæll Himmi þú getur keppt í OF,veit ekki hvernig það kæmi út í forskoti en Valur kann á það.

Ingó:

--- Quote from: "Suzuki" ---Sælir félagar.
 Það er gaman að sjá að þeir menn sem gátu ekki svarað fyrirspurnum hér á netinu síðastliðin ár eru allt í einu farnir að tjá sig og er það hið besta mál.

Varðandi breytingar í flokkum þá þarf að leggja það fyrir aðalfund og afgreiða þær breytingar þar, þ.e.a.s. ef við eigum að fara eftir lögum KK.

Frá mínum bæjardyrum séð þá voru flokkarnir sem keyrðir voru í fyrra ekki til þess að bæta keppendafjölda í keppnum.
Ef ekki eru keppendur þá verða engir áhorfendur.

Er ekki málið að vinna saman í að efla klúbbinn og fá inn nýtt blóð.

Kveðja Davíð.
--- End quote ---


Sæll Davíð.

Það er gaman að sjá formann KK tjá sig. Ég get ekki séð að KK hafi efni á því að hafa keppnisflokka í ólestri eitt sumarið í viðbót. Það eru sum atrið svo augljós að ætti að vera minnta mál að lagfæra þessi atriði þannig að sátt náist. Ég veit ekki til þess að það sé nein stjórnarandstaða þetta árið.

Ingó.

p.s. Ef  það er vilji á eru leiðir.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version