Kvartmílan > Almennt Spjall
Flokkarugl
Nóni:
Flokkarnir með fasta indexinu voru flottir, kepptir alltaf við sambærilega fljóta bíla, sama hvort þú værir með fimm felgubolta eða númeraplötur.
Það er búið að loka númerslausa bíla sem keyra hraðar en 13.90 úti, eini kosturinn er OF.
Himmi, ég hvet þig allavega til að koma á æfingar og sjá hvort að það er grundvöllur fyrir því að fara í eitthvað annað, nú eða ef fleiri óska að þá er ekkert að því að athuga með 12.90.
Kv. Nóni
Ingó:
Þetta er frábært það hlýtur að verð fábær mæting í gömlu góðu flokkana sérstaklega fyrst að þeir eru óbreyttir.Það er greinilegt að þessi stjórn hefur ekki kjark til að taka á breytingum í gömlu flokkunum frekar en fyrri stjórn.
Ingó.
Davíð S. Ólafsson:
Sælir félagar.
Það er gaman að sjá að þeir menn sem gátu ekki svarað fyrirspurnum hér á netinu síðastliðin ár eru allt í einu farnir að tjá sig og er það hið besta mál.
Varðandi breytingar í flokkum þá þarf að leggja það fyrir aðalfund og afgreiða þær breytingar þar, þ.e.a.s. ef við eigum að fara eftir lögum KK.
Frá mínum bæjardyrum séð þá voru flokkarnir sem keyrðir voru í fyrra ekki til þess að bæta keppendafjölda í keppnum.
Ef ekki eru keppendur þá verða engir áhorfendur.
Er ekki málið að vinna saman í að efla klúbbinn og fá inn nýtt blóð.
Kveðja Davíð.
HK RACING2:
--- Quote from: "firebird400" ---Himmi ertu ekki til í að leyfa okkur að sjá græjuna sem þú ert að smíða, og fá kannski smá infó um hana
--- End quote ---
Þetta er bara 2000 árgerð af Turbo Imprezu sem ég keypti tjónaða og er að færa allt gramsið yfir í annað boddý og var ætlunin að hafa hann léttan og ekki götuhæfan,en sé til hvað ég geri nú,nota hann kannski bara í rallið frekar ef það er enginn flokkur til að keppa í,er ekki að tíma að borga tryggingar og bifreiðagjöld á bíl sem ég nota 5 sinnum á ári!
HK RACING
Dr.aggi:
"Þetta er ágætis könnun en hvernig menn ná að reikna út 42 atkvæðum frá 15 keppendum er mér hulin ráðgáta . Nokkrir af þeim sem svara hafa ekki sést á brautinni í langan tíma. Ég gæti alveg hugsað mér að mæta og get valið um nokkra bíla / tæki til að keppa á .Ég hef ekki áhuga á að keppa ef þátttaka er undir 4 keppendum . Gömlu flokkarnir eru gallaðir og þá þarf að laga. Og þá er fátt eftir eða 8,9-14,9 sem ég mæli með þó að mér finnist þeir flokkar frekar leiðinlegir.Ég vona að stjórn KK hafi kjark til að taka á málinu og gangi í það að laga til í gömlu flokkunum sem voru ágætir þegar þeir voru stofnaðir.
Ingó."
MC er kominn í upprunalegt horf.
Ég er sammála því að það má laga ýmislegt.
En það er ekki hægt nema á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða svo almenn sátt verði um.
Ef rétt er farið að hlutunum samhvæmt lögum félagsins getur enginn farið í fílu.
Jú Jú við getum verið óskaplega kjarkaðir og breitt helling af reglum og brotið helling af lögum en þá eigum við það líka á hættu að hellingur fari í fílu og hellingur er stór biti fyrir KK.
Kv.
Aggi
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version