Author Topic: Kynning  (Read 57356 times)

Offline Andrés G

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 747
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #60 on: November 11, 2008, 21:39:02 »
ætli það sé ekki best að ég kynni mig líka... :)

en ég heiti Andrés G. Jónsson og er 14 ára krakkaskítur ens og "dart75" orðaði það. :)
farartækið mitt er '79 Chevrolet Malibu sem ég vonandi sýna á næstu sýningu KK :) 8-)
eins og bróðir minn og faðir "þjáist" ég af bílaveiki.
bróðir minn er reyndar skráður hér inn líka. 8-)
bý í Reykjavík og geng í Laugalækjarskóla ef það skiptir einhverju máli. :)
er 48 kg og um 170 cm. á hæð 8-)

Offline Jinxy

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #61 on: February 09, 2009, 23:56:39 »
kanski maður kynni sig líka hérna. Ég er nú búin að lesa þetta spjall í dágóðann tíma en hef aldrei skráð mig inn fyrr en nú.
Ég geng undir nafninu Jinxy og fékk ósvikinn bílaáhuga i vöggugjöf. Ég er kona núverandi Ice Orange eiganda og keyri um á stífbónuðum Galant á fallegum krómfelgum.
Ég kann hvergi betur við mig en i bílsskúrnum heima með góðar græjur og bjór í hönd. Ég hef mikinn áhuga á Covettum, Evo, Mustang 67-68. og svo er Dodge Viper alltaf í uppáhaldi líka :P


Offline Lexi Þ.

  • In the pit
  • **
  • Posts: 98
  • Chevy Monte Carlo 1980
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #62 on: May 15, 2009, 17:33:03 »
Ætli maður verði ekki að kynna sig hérna líka  :wink:

Nafn:Alexander Leó Þórsson
Árgerð:1993
Afmælisdagur:19 September
Stjörnumerki: Meyja
Staður:Reykjavík ( Fæddur á Akureyri )
Staða: Á Lausu eins og er ( Stelpur hafið samband ef ykkur vantar eikkað :wink: )
Della: Amerískir Bílar að sjálfsögðu
Draumabíll: Ford Hot Rod 1932 Blæja ( Hvað annað?  :wink: )
Gæludýr: Tveir kattar bjánar :D
Áhugamál: Amerískir bílar, Kéllingar, Fótbolti og Ebay  :wink: , og svo miklu meira en það 
Farartæki: Oldsmobile 1987 Cutlass Cruiser (hvítur, vélarlaus til sölu ), Pontiac Grand Prix 1994 þarf aðhlinningu ( hvítur, Til sölu á 50 kall ef eikker hefur áhuga )
Atvinna: Atvinnulaus þangað til í júní vonandi
ég er ekki enn búinn að gerast meðlimur í KK en það fer að líða að því   8-)

En Eins og eikker sagði hérna fyrr  þá  ætla ég að endurtaka það

Ég er 15 ára krakkaskítur með amerískt bíla krabbamein á lífshættulegu stígi og er stoltur af því :D og hef verið það síðan ég settist fyrst uppí bíl ( 3ja daga gamall held ég ekkert staðfest í þeim málum )  bý í Rvk, er að klára 10unda bekkinn í Réttarholtsskóla og stefni á að taka mér 1 - 2 ár í frí  og lifa lífinu áður en ég fer í borgó að taka bifvélavirkjann   8-) ,  hvað get ég sagt meira  um mig    JÁ! eitt sem ég gleimi  8455724 fyrir ykkur stelpurnar sem vantar eikkað  :-" og sama númer fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bílana mína

Nóg komið að blaðri í mér og vonandi  vita allir hver ég er núna  :!:

ég þakka fyrir mig
Góðar Stundir
Alexander Leó Þórsson
Oldsmobile 1987 Cutlass Cruiser Til sölu!
Chevy Monte Carlo 1980 T-Topp 350Sbc   rúntarinn/sparibíllinn
Mazda 3 2007  daily drive

Offline Gísli Camaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 859
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #63 on: June 17, 2009, 18:06:18 »
Best að vera með. Gísli Rúnar Kristinsson heiti ég og varð 26 ára í gær 16 júní 2009. Er Patreksfirðingur í húð og hár en búsettur í Kópavogi. Er að fara gifta mig næsta sumar og á 2 fósturbörn
Klára Vélskólann á næsta ári og rek mitt eigið verkstæði í augnablikinu
búinn að vera með ólæknandi bíla og byssudellu síðan ég man eftir mér. er búinn að vera inná þessu spjalli rúm 7 ár.
Er forfallinn Camaro og Suzuki GSX-R aðdándi  enda búinn að eiga 3-4 camaróa og 4 GSX-R hjól. er ekki enn búinn að taka þátt í mílunni en það rætist vonandi úr því e-h tímann á næstunni.

Lifið hratt og stutt
Gísli Rúnar Kristinsson
S:895-6667

Offline Gummzi92

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #64 on: September 29, 2009, 23:08:36 »
Jæja þá er komið að mér :D

Ég heiti Guðmundur Kristinn Haraldsson. ég verð 17 eftir tæpar 2 vikur. Er fæddur og uppalinn í Vík í Mýrdal, en er fluttur í höfuðborgina til að læra bílamálun í Borgó. Er að leita mér að einhverri aðstöðu, til að geta haft fyrir project, og langar í einhvern af draumabílunum, í projecti þá :)
Draumabílarnir eru m.a. Trans Am og Camaro  8-)
« Last Edit: September 29, 2009, 23:13:45 by Gummzi92 »
Guðmundur Kristinn Haraldsson
Subaru Legacy GL 2,0 '01

Offline stebbsi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #65 on: December 04, 2009, 00:17:48 »
Stefán Ingi heiti ég og er eins og svo margir aðrir fæddur í bíladellu í takt við fjölskylduna, þá aðallega Ford en ég virðist hafa brenglast eitthvað í genunum og kýs allra helst Mopar en ég kann að meta þetta allt.
Er með 71 mustang í skúrnum eins og er og það mun bætast fleira við þegar tímar batna.
Verð tvítugur eftir nokkra daga og er í leiðinni að klára rafvirkjann í Iðnskólanum.
Neyðist eins og er til að vinna á kassa í 10-11(Ef einhver veit um fulla vinnu má alveg láta mig vita)
Stefán Ingi Ingvason

1969 Dodge Dart GT

Offline Sævar Örn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
    • Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
Re: Kynning
« Reply #66 on: December 07, 2009, 22:32:18 »
Ég heiti Sævar Örn og er 18 ára Bárðdælingur, þó brottfluttur anskoti og plantað í Hafnarfjörð af æðra valdinu(foreldrunum).

Ég er í Borgarholtsskóla á seinni hluta af Bifvélavirkjanámi og gengur vægast sagt vel. Ég hef líkt og margir brennandi áhuga á bílum og þá einna helst jeppum. Smájeppum þó þar sem ég keyri um á rúmlega tonnsþungri Súkku með mottóinu það þarf ekki 3 tonn af járni til að flytja 75 kilo af kjöti.

Ég er vefstjóri á http://sukka.is Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda og einblíni töluvert á Suzuki tegundina og hef aflað mér töluverðra upplýsinga um þá, enda mjög skemmtileg og meðfærileg tegund.


Ég hef stundað jeppaferðir frá ungaaldri, þó aðallega sem farþegi og þá í Toyotu bifreiðum, en pabbi minn hefur átt 3 nýjar Toyotur, 2 hiluxa sem hann breytti sjálfur og nú síðast LandCruiser 90 sem hann hefur átt frá því hann var nýr, 1998.



En allavega, þó ég sé ekki búinn að fá að kynnast bílum yfir 200 hestöflum þá vona ég að það sé ekki langt þangað til, og ákveð því að fylgjast með hér á þessari síðu og læra.

Sævar Örn Eiríksson
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is