Author Topic: Kynning  (Read 57755 times)

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Kynning
« Reply #40 on: July 28, 2007, 12:37:56 »
kanski er best að ég kynni mig amenilega, ég heiti Sindri Freyr Pálsson og er 14 ára gutti sem hef bíladelluna frá mági mínum sem á meðal annars '70 Le Mans-inn með indjánanum á hliðinni, einu vélknúnu farartækin sem ég á núna eru Artic Cat Wildcat 650cc '89 og Honda MT5 '96 með orginal 50cc junkinu í. Svo á að fara að byggja bílskúr og þá verður hressilega tekið á áhugamálinu, langar alveg rosalega að gera einn sukkvan og er ég búin að hanna einn í huganum.

PS, hvernig setur maður inn mynd úr tölvunni? langar að setja inn mynd af mér en kann ekki að setja inn mynd úr tölvunni.
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Elvar F

  • In the pit
  • **
  • Posts: 62
    • View Profile
Kynning
« Reply #41 on: August 04, 2007, 05:23:31 »
Blessuð
Elvar Freyr Þorsteinsson heiti ég og ég er 14-15 ára gamall gutti.
Ég er með rosalega mikinn bílaáhuga og drauma bílinn minn er Trans Am '78 og ég gæfi allt til í að sitja í svoleiðis bíll  :mrgreen: en annars á ég 2 hondu sem mér þykir mjög vænt um sem sagt af gerðini prelude :) annars er stefnan að kaupa Trans am eitthverntíman þegar maður á pening helst hvítan með t-topp  :D

bílarnir mínir og ég

rauði


Grái og ég

Offline Axel Volvo

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
Kynning
« Reply #42 on: September 02, 2007, 09:36:11 »
Jæja víst ég skráði mig hingað ættla ég nú að vera með.

Ég heiti Axel Þór Björgvinsson, ég er 15 ára.

Ég á Volvo 240 GL sem var framleiddur fyrir Asíu markað en lenti hingað á klakann sem sýningabíll hjá Volvo umboðinu, hann er með B200E mótor og er bíll hjá mér. Stefnan er að sprauta hann kóngabláann, með svart húdd og hafa hann á djúpum felgum og lækka hann smá.

Bráðum fer ég að bæta öðrum Volvo við en það er Volvo 244 DL 1978, ég á bara eftir að sækja hann.

Ég átti einn Mitsubishi Pajero v6 3lítra, hef enga reinslu af honum þar sem hann stóð bara þegar að ég átti hann.

Drauma bíllinn er 2nd Gen Camaro  8)


Pajero


Volvo 240 GL


Volvo 244 DL
Axel Þór Björgvinsson

Offline Ingsie

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 104
    • View Profile
Kynning
« Reply #43 on: September 02, 2007, 18:43:22 »
Hmm ætti maður að vera með ;)

Inga Björg heiti ég og er á 21 fyrsta ári ;) Ég er í Borgarholtsskóla á Verslunarbraut og Grunndeild Bíliðna. Vinn í raftækjaverslunni Max svona um helgar, en var sendill á bílaverkstæðinu Bílastofunni í sumar :)

Ég á BMW 318is '96 þann gula ;) Held að flestir kannist nú við mig  :lol:  Ég er stelpan i sjoppunni uppá braut  :wink:



og svo er þetta ég ;) btw 1, 2 og snú mynd

Inga Björg

Offline Jói ÖK

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 652
    • View Profile
Kynning
« Reply #44 on: September 02, 2007, 22:34:10 »
Heyrðu kannski maður spili sig inní þetta :)
Ég heiti semsagt Jóhannes Örn Kristjánsson og er 15 ára Volvotappi með Chevy gen í blóðinu en það er nú aðalega frá bróðir mínum og Camaronum hans sem var kynntur hérna áðan eithverstaðar :)  Heyrðu já ég er að búa til þokkalegan rúntara og leiktæki eða '88 módel af Volvo 240 sem ég er búinn að eiga síðan í október 2006, á þeim ´tima er ég búinn að skipta um innréttingu, stífara fjöðrunarkerfi, polyurithane í allan undirvagn og eithvað svona dunt :) Svo er ég að smíða Turbo mótor ofan í múrsteininn, B21ET sem verður eithvað blásinn hressilega, vonandi. En já allavega
ég er semsagt Jói og er búinn að vera í Uppröðun uppá braut, vappandi um með svarta derhúfu eða hvíta lopahúfu núna í allt sumar eiginlega (2007)
Jóhannes Örn Kristjánsson - S:8494309
Volvo 240R '88 - 4.6 32V V8 Supercharged/Tremec 3650 (smíðismíð)
Jeep Cherokee XJ '95 - 4.0HO (Sörvisbíllinn)

Offline Svenni Devil Racing

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Kynning
« Reply #45 on: September 12, 2007, 02:34:52 »

 (er þessi dökkhærði)

Sveinn H Friðriksson heiti ég og er búin að hafa bíladellu frá því að ég man eftir mér og þá BARA CHEVY dellu í mér, og mótorhjóla og fjórhjóla dellu síðan ég fór að grúska í þessu og er búin að eiga nokkra crossarana síðan.
En er búin að eiga í það minsta 11 chevy bíla síðan að ég fékk mína fyrstu novu 13 ára gamal..og búin að umgangast marga góða chevy kallana síðan ég var yngri sem kenndu mér já mjög mikið sem ég kann í dag.
En annars þá er ég mjög lítið menntaðu aðalaega þá skóla lífsins en er með 1 stig í vélstjórn ,
En meðal annars hef ég verið aðalega að gera við og vinna við eru vörubíla,gröfur,jarðýtur, skurðgröfur og hjólasköflu,mótorhjól og fjörhjól  frá því síðan að ég byrgjaði að vinna 12 ára gamal
En sé nánast um viðhald á hjólabátum i dag fyrir þá sem ekki vita þá kemur mynd seinna af þessum skemmtilegu tækum  :) þeir vita hvernig þessir skemmtilegu tæki líta út ef þeir hafa farið í siglinu á jökulsárlóninu allavegana
DEVIL RACING
camaro árg 82 berlinette
camaro árg 83 z-28
camaro árg 85 iroc-z
camaro árg 94 z-28
camaro árg 95 z-28
og fullt af öðru GM Dóti

Sveinn Heiðar Friðriksson
og fullt af örðum chevy gæða dóti

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Kynning
« Reply #46 on: November 13, 2007, 19:44:18 »
best að maður kynni sig líka, en ég heiti Gísli Þór Sigurðsson og er 15 ára með rosalega bíladellu. Eina vélknúna tækið mitt er Suzuki Rmx skellinaðra sem maður getur nú aðeins dundað sér í svosem. Ég er búinn að koma eitthvað uppá braut í staffið og mun koma líka næsta sumar. Draumabíllinn er 2nd gen camaro.
« Last Edit: October 29, 2008, 18:58:53 by Gilson »
Gísli Sigurðsson

Offline brynjarögm

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Kynning
« Reply #47 on: November 22, 2007, 01:54:02 »
Verður maður ekki að vera með?

Já ég er Binni eða Brynjar Ögmundsson, 19 ára (88´), skóstærð 43. ég  hef alltaf búið í Vík í Mýrdal, en bý núna í árbænum á meðan ég er í skóla (borgó í bílamálun)

Bíladellan hefur fylgt mér alla tíð enda undan vörubílstjórum í allnokkra ættliði og starfaði sem slíkur nú í sumar.

Ek umm á þýskum puntvagni sem er til sölu ef einhver hefur áhuga á Bmw 320i 2001 árgerð, en á eftir því er stefnan sett á eitthvað mopar kriddað frá ameríkuhreppnum góða.

En allavega, ég var einn af peðölvuðu gaurunum á lokahófinu og verð brautarstjóri núna sumarið 2008.

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Kynning
« Reply #48 on: November 22, 2007, 10:31:02 »
ég hef aldrei kynnt mig hérna..

ég heiti ívar og er 22 ára, búsettur á höfuðborgarsvæðinu. bíladellan í mér jaðrar við að teljast sem geðveiki, ég hjólaði á trans am þegar ég var 4 ára og hef aldrie geta hætt að hugsa um fbodý síðan og er búin að vera dunda mér síðasta árið við að smíða upp camaroinn minn.. og var ætlunin að reyna vera memm á brautini næsta sumar..  en það hinsvegar verður bara að koma í ljós
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Kynning
« Reply #49 on: November 22, 2007, 12:33:52 »
Ég heiti Stefán Örn Steinþórsson.
Er 24. ára bifvélavirki á Akureyri.
Búinn að vera að grúska í bílum síðan 2000 þegar ég keypti minn fyrsta.
4faldur íslandsmeistari í sandspyrnu jeppa og burn-out kóngurinn '06 og '07
Hef bara átt mopara (12 stk.) og lödur (3 stk.)

Bílar sem ég á í dag eru.
'75 Dodge Coronet SE Brougham sem ég er loksins að gera upp núna.
'88 Dodge RamCharger 150 LE sem ég gerði upp og breytti síðasta vetur.
'73 Plymouth 'Cuda 440 sem ég flutti inn á árinu og hef verið að betrumbæta.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Biggzon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 192
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/biggzon
Kynning
« Reply #50 on: December 11, 2007, 12:47:13 »
Jæja best að kynna sig almennilega. Ég heiti Birgir Þór Arnarson 22 ára og er búsettur á akranesi og vinn sem sölumaður í BT Akranesi. hafði verið með semi bíladellu síðan ég var með bleyju en það breyttist heldur betur þegar drauma bíllinn minn komst í mína eign, semsagt nissan 300zx TT(Z32) Fyrir mér er þetta lífstíll að eiga svona tæki og náði aðeins að vera með í sumar en alls ekki nógu mikið vegna ófyrirsjáanlega bilana! En mæti næsta sumar sem sjálfboðaliði meðan verið er að safna fyrir restinni :D
Birgir Þór Arnarson
MMC Galant 93 Seldur
MMC Galant 89 strípaður í parta
BMW 320i E46 (Seldur)
Nissan 300ZX TT(Í Uppgerð)
www.Fairladyzx.com

Offline Camaro-Girl

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 445
    • View Profile
Kynning
« Reply #51 on: December 30, 2007, 14:52:02 »
Tanja Íris Vestmann  er tvítug og er með ólæknandi bíladellu
hef mest áhuga á camaro :wink:  en hef áhuga á ollu sem er a 4 hjólum kemst hratt og heitir ekki ford

Tanja íris Vestmann

Offline DÞS

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 313
    • View Profile
Kynning
« Reply #52 on: February 09, 2008, 17:17:20 »
davíð þór, bílaáhugamaður, bý í mosfellsbæ, ásamt konu minni og barni, semsagt biladellu fjolskylda, mamman er nú að spóka sig a myndinni fyrir ofan :roll:

farartæki á heimilinu, Dodge Ram Daytona 22" Orange, Chevrolet Camaro 01 6spd, 7 manna fjölskyldujeppinn(fleiri krakkar á leiðinni?) og síðan leiktæki bombardier DS 650
Davíð Þór Sævarsson

PONTIAC FIREBIRD TRANS-AM LQ9 408
1/4 10.5 @ 139 mph
www.youtube.com/d4bb1

Offline Pababear

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 144
    • View Profile
Kynning
« Reply #53 on: February 23, 2008, 12:05:34 »
Nafn:Ómar (PabaBear) Kristófersson
Aldur: 25 ára (´82)
Staður: Hvalfjarðarsveit
Staða: mitt á milli kvenna en fastur samt:)
Afkvæmi: Einn risi á sjötta ári(´02)
Farartæki: S:Legacy wagon ´97 daily driver- F:Mustang ´82 í uppgerð - D:Ram 1500 ´95 á 35" veiði og vinnutækið - Lifan Flydragon 250cc chopper ´06 ódýrt kína hjól sem skilar manni milli staða.
Áhugamál: Allt með mótor og er mikill fúskari og dellukall í því, hönnun, byggingar, smíðar, being all over da place og margt annað eins og að pimpa tækin mín.
Vinna: Eftirlitsmaður og í allskonar öðru dóti fyrir verkfræðistofu
Menntun: Byggingafræðingur og húsasmíðameistari
F:F150 CC ´04.
F:Explorer Sport ´97.
Seldtæki:Mörg en ekki nógu mörg!
Ómar K. -Allt er falt fyrir réttann prís-

Offline Gauti90

  • In the pit
  • **
  • Posts: 54
    • View Profile
Kynning
« Reply #54 on: April 05, 2008, 15:28:01 »
sælir  ég heiti Sigurbjorn Gauti kallaður Gauti og er 18 ára. ég er að læra rafeindavirkjun í iðnskólanum. ég hef verið bílakall alla mína æfi :D ég á 1974 ford capri GT MK I  og volvo 244GL 81' búin að vera svona að dunda í þeim heima í skúr:D

over and out..
Ford Capri GT 74'

Volvo 244GL 81'(Varhlutir Til Sölu)

Chevrolet Blazer s-10 Sport 92'

Offline Birkir R. Guðjónsson

  • In the pit
  • **
  • Posts: 75
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #55 on: May 04, 2008, 15:08:48 »
Sælir félagar.

Birkir Rafn Guðjónsson er ég getinn, alinn upp og búsettur í Vestmannaeyjum. Fæddur 1990, með fullnaðarskírteini og er 18 ára..
Skráði mig í félagið um daginn en er búinn að vera mörg ár á spjallinu
Held ekki með Ferrari, horfi ekki á fótbolta, spila ekki golf og lifi samt mjög fínu lífi.
Er með 1. stig Vélstjórnarréttindi og er að læra og kominn langt með 2. stigið.
Er að vinna sem forritari í fyrirtæki sem heitir Vatikanið. (auglýsingaskrifstofa og vefsíðufyrirtæki)

Búinn að eiga Toyota Carina '89, Yamaha TZR '01, Mitsubishi Starion '87, MMC starion '87, Toyota Corolla '95.
Nú á ég og félagar mínir bara GMC Jimmy með 350 vél og skiptingu.
Svo er að koma tröllatæki á næstu dögum til að keppa í sumar upp á braut.

thats it. Já svo er þetta ég hér til hliðar með STIG hjálminn minn gamla.

Myndir af mér hér: http://gallery.okunidingar.com/main.php?g2_itemId=59
Kv. Birkir R Guðjónsson
2004 Mini Cooper S
13.7 @ 100mph - 1600cc

birkir.gudjonsson@gmail.com

Offline Hlunkur

  • In the pit
  • **
  • Posts: 87
    • View Profile
    • http://kindracing.vefalbum.is
Re: Kynning
« Reply #56 on: May 04, 2008, 22:38:56 »
Já það er nú það.
Nafn:Andri Guðmundsson
Aldur: 29 (ennþá...)
Staður: Reykjavík/Húnavatnssýsla
Staða: Lausari en götuhjól á malarvegi
Farartæki: Algóður Volvo 240GL ´82 sparibíll, Volvo 240 turbo´87 KTM edition undir hjólið, Volvo 240GLT´91 aukabíllinn, IH Scout II ´74 leiktæki, KTM 525SX´06 í drullumallið.
Áhugamál: Flest sem er vélknúið, og já, ég er með netta Volvodellu.... :lol:
Vinna:Óbreyttur á lyftu í almennum bílaviðgerðum
Hvað er svona slæmt við að vera klikkaður!!!!


Andri G
kindracing.vefalbum.is

Volvo 244 ´82
Volvo 240 ´87  "KTM edition"
International Scout II ´74
KTM 450SX ´04
og allt of margt annað.....

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #57 on: May 12, 2008, 00:18:28 »
Nafn: Sigurður Helgason
Aldur: 25 ára, árgerð 1983
Stjörnumerki: Fiskur
Staður: Reykjavík
Staða: Á Föstu
Farartæki: Dodge Ram 1500 DAYTONA 5.7 HEMI árgerð 2005
Gæludýr: hundurinn púki
Áhugamál: Bílar, konan, djamm, körfubolti, mótorhjól, snjósleðar osfv osfv
Vinna: vinn á bónstöðinni ATbílar/Stjörnubón í garðabænum
Menntun: Grunnskólapróf, vinnuvélaréttindi
Nickið: frekar augljóst

læt hérna eina mynd fylgja af ökutækinu

Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline Arason

  • In the pit
  • **
  • Posts: 71
    • View Profile
    • http://grinheimur.central.is
Re: Kynning
« Reply #58 on: May 12, 2008, 12:53:43 »
Já er þetta ekki bara málið fyrst maður er loksins gengin í klúbbinn.

Ég er semsagt Árni Arason, betur þekktur á mínum heimaslóðum sem Árni á Helluvaði. Ég er 1987 módelið af íslenskum karlmanni, fyrir þá sem eiga erfitt með reikningin þá gerir það mig 21 árs á þessu blessaða herrans ári 2008. Ég er með þetta klassíska bílakrabbamein, amrísku útgáfuna, sem er víst algerlega ólæknandi.

Ég lét loksins verða af því að kaupa mér V8 bíl núna í vor og varð 98 módelið af Z28 Camaro fyrir valinu, einstaklega skemmtilegt appart.

Ég ætla mér að reyna að mæta uppá braut eitthvað í sumar, bæði þá æfingar, keppnir og vinnudaga. Vonandi að maður geti bara verið sem allra virkastur.

Hlakka til að kynnast ykkur öllum betur í framtíðinni.

Kv. Arason
Chevrolet Camaro Z28 1998 Kominn í keyrslu
Subaru Legacy 1998 Vetrarkagginn

----------------------------------------------
Árni Arason
1987

Offline Stefán Hansen Daðason

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 180
  • Betri bíla, yngri konur, eldra wiský, meiri pening
    • View Profile
Re: Kynning
« Reply #59 on: August 10, 2008, 23:20:09 »
Stefán Hansen Dadason heiti eg er vinn a bonstod med skola, ek um a 95 Camaro V6 og hef enga reynslu af kvartmilu en tad er a planinu ad kikja upp a braut sem allra allra fyrst , hef mikkla dellu fyrir amerisku bilunum ;)
Stefán Hansen Daðason / 864-3675
 
Nissan Double Cab 99
Lancer 2005
Lancer RallyX
Nissan Patrol
Pontiac Trans Am '84
Jeep Willys CJ5 44"