Author Topic: Kynning  (Read 58059 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Kynning
« on: March 14, 2006, 20:33:35 »
Ég nota spjallþræði nokkuð víða, þó aðallega erlendis. Þar er það haft fyrir sið að menn kynna sig og það sem þeir eru að gera.
 
 Ég hef verið skráður hér á spjallið og verið virkur notandi síðan 26 september 2001 og þó það sé kannski svolítið seint þá sýnist mér það vera nokkuð þarft að kynna mig og vona ég að menn geri slíkt hið sama.
 
 Ég heiti Magnús Finnbjörnsson. bý í Hafnarfirði, er vélvirki með hjól í smíðum. Leyðist fótbolti, held með Ferrari. Hlusta á Fu Manchu og Kyuss.

Verð ekki keppönd á þessu ári en verð þeim meira í pittnum að girða upp um félagana :lol:  eða hjálpa til á brautinni.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Kynning
« Reply #1 on: March 14, 2006, 22:12:40 »
Örugglega ferlega fáir sem þekkja mig ekki, þekktur sem höfuðpaur í stóra SAABmálinu og túrbóáhugamaður.

Ég heiti Jón Gunnar Kristinsson og er 2ja barna faðir (3ja á leiðinni), er ritari í stjórn Kvartmíluklúbbsins. Hef þónokkurn áhuga á SAAB og kappakstri. Ég er vélfræðingur og starfa sem slíkur.



Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Kynning
« Reply #2 on: March 14, 2006, 22:22:20 »
Agnar Helgi Arnarson.nokura ára Vélsmiður
slökviliðsmaður Keflavíkurflugvelli
Búsettur í mekka kvartmílunnar,Hafnarfirði
Áhugamál: Vínandi,kvennskrokkar og gúmmílikt.
« Last Edit: April 19, 2008, 15:13:28 by Dr.aggi »
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Dohc

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 170
  • Teitur Yngvi
    • View Profile
    • http://www.picturetrail.com/teitury
Kynning
« Reply #3 on: March 14, 2006, 22:42:39 »
Teitur heiti ég og er með sjúka skyline dellu :oops:

er samt opinn fyrir öllu mótorsporti og hef gaman af öllu sem tengist bílum jeppu eða hvers kyns leiktækjum :wink:

Ég ek um á renault clio svona dagsdaglega sem litla systir mína á :lol:  :oops:  á meðan ég er að græja Nissaninn fyrir sumarið
R-32 GTR

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Kynning
« Reply #4 on: March 14, 2006, 23:27:30 »
Sælir Félagar.

Halldór Gunnar heiti ég og þekkja flestir mig undir nafninu Dóri.
verð örugglega ekki að keppa í sumar en verð örugglega mikið að vinna í kringum keppnir eins og oft áður  :D

Kveja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
my racing team has a drinking problem :-(

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Kynning
« Reply #5 on: March 14, 2006, 23:54:21 »
Kristinn Rúdólfsson.... er að klára rennismíði, vinn hjá Össur Hf á CNC vélum. Er á fullu í Pontiac bílum og nýmóðins GM dóti...
Verð með 2 öfluga götubíla í sumar 8)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Kynning
« Reply #6 on: March 15, 2006, 11:58:46 »
Ber nafnið Davíð Stefánsson
aldur minn er 22 ára
búsettur í grafarvoginum í reykjavík
vinn í vöruhúsi samskipa
wannabe keppnis og brautargimp.

Er með fína 350 vél við hliðina á vélalausum pontiac firebird transam ´84 og fyrir aftan bílinn er orginal 305 , bílinn hefur turbo 350 skiptingu og 10 bolta hásinu og á að hafa 3.73 drifhlutföll (vona að vélinn fer ofan í fyrir miðnæti í kvöld og að maður nennir að klára tengja á sama degi)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Kynning
« Reply #7 on: March 15, 2006, 22:57:16 »
Kristján Finnbjörnsson heiti ég og er með bíladellu. Er bifvélavirki hjá IH.Held ekki með Ferrari. Ég er í stjórn Kvartmíluklúbbsins .Hobbíið mitt er bíllinn minn Chevy II Nova sem ég er að græja sem götubíl.
« Last Edit: April 15, 2008, 16:33:59 by ValliFudd »
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Kynning
« Reply #8 on: March 15, 2006, 23:28:18 »
Ég er sammála Maggi við þurfum að gera svona til að hrista félagsandann upp og kynnast betur
 :D Ég heiti Sara og er 32 ára móðir 3 barna, er í sambúð með yndislegum 4x4 manni, bý í Grafarholtinu og er með ólæknandi bíladellu(er yngri af tveimur systrum þannig að bílaáhuginn kom beint frá pabba  :wink: ) Keyri um á Vento og stundum Landcrusier en dreymir um VOLVO.Ég held með Red Bull í formúlunni, en finnst kvartmílan skemmtilegri og held mikið uppá laugardagana sem keppnirnar eru hér heima. Ég er gjaldkeri Kvartmíluklúbbsinns.
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline typer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
  • DropDeadSexy
    • View Profile
Kynning
« Reply #9 on: March 15, 2006, 23:40:32 »
Game over
« Last Edit: May 04, 2008, 14:53:40 by typer »
Mitsubishi Starion '87 (LG-553) Varahlutir
Mitsubishi Starion '87 (LG-555) Spyrnugræjan

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Kynning
« Reply #10 on: March 16, 2006, 01:05:43 »
Ég heiti Baldur Gíslason, fæddur 1984, er búsettur á Írlandi, er búinn með rafeindavirkjun en hef ekki klárað sveinsprófið vegna tímaleysis.

Ég hef mikinn áhuga á mótorsporti, tölvustýringum og slíku.
Á heima Suzuki jeppa með aðeins blásnum 1.6L mótor og á 35" dekkjum.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Damage

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 593
    • View Profile
Kynning
« Reply #11 on: March 16, 2006, 15:02:46 »
Hafsteinn heiti ég Torfason og er á 17 ári. Ég er staðsettur í kópavoginum.Ég hef alltaf verið með ólæknandi bíladellu. held að það hafi komið frá pabba sem hefur bæði kept í kvartmílunni og rallýinu á íslandi. Ég á bíl (bíða eftir prófinu) og svo er markmiðið að keppa 2007
Hafsteinn
1992 Toyota Mr2 Turbo 3S-GTE

Offline Olli

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
Kynning
« Reply #12 on: March 16, 2006, 19:12:05 »
Ólafur Þór heiti ég en geng alltaf undir nafninu Olli.
Er 22ára breiðholtsbarn og forfallinn bílaáhugamaður hvort sem það er kvarmílubílar-jeppar-fornbílar eða trukkar og svo það nýjasta er vélhjóladella hvort sem það eru crosshjól eða fjórhjól.  
Vinn sem mjólkurbílstjóri hjá MS-rvík.

Stefnan var að vera með núna í sumar, en þar sem ég skipti gula leiktækinu mínu út fyrir aðeins virðulegra tæki, að þá verður einhver bið á því... en stefnan tekin á sumar 2007 með ansi skemmtilegt street-tæki sem ég hef augastað á.....
Kv Olli

Ford Mustang 1966  --  R289  --  (í uppgerð)  :::  15.585@90.40mph  :::
Volvo XC70 ´02 .. 2.4T
Volvo 850 ´95 ..  2.5 20v
Volvo F88 ´77 .. 10hjóla ;)
Ford Econoline 1979 351w  --  R3884  -- (Seldur)
Mustang ´98 GT   --  Cobra powered  --  (

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Kynning
« Reply #13 on: March 16, 2006, 19:30:21 »
Friðrik Daníelsson (Lesist eins og Denny Crane segir nafnið sitt).
Held með Schumi síðan 1994.
Ég á 3 börn.
Ég á 1976/77 módel Trans Am sem ætlast er til að reyni að bögga Gísla Sveinss. stórvin minn úr útlandinu eitthvað á komandi sumri.

Ég vinn hjá Optima sem Tæknimaður og hef verið í 8 ár.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Kynning
« Reply #14 on: March 16, 2006, 19:42:18 »
Geir Harrysson, bý hafnarfirði, ekkert tæki bara 38" jeppi, er tækjamaður hjá Samskip
Geir Harrysson #805

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Kynning
« Reply #15 on: March 16, 2006, 20:30:27 »
Ég heiti Kristján Hafliðason 21 árs gamall úr árbænum og ég er bifvélavirki.  Ég fæddist með með bensín í blóðinu, mikið stundað akstursíþróttir í minni fjölskildu og ég man ekki eftir mér nema með skít undir nöglunum.

Ég á chevy camaro ´83 sem lenti í smá lítaraðgerð í vetur þannig ég verð ekki með í sumar því miður, en kem inn með hörku 2007 og ætla sko ekki að gefa neitt eftir :twisted:
Kristján Hafliðason

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Kynning
« Reply #16 on: March 16, 2006, 23:17:04 »
Agnar Áskelsson
28 ára Keflvíkingur
Single og barnlaus

Hef alltaf verið með bíladellu og virðist geta fengið dellu fyrir nánast hverju sem er eða það virðist sem svo.

Er ekki með neinn keppnisbíl en verð bara að reyna að gera einhvað fyrir klúbbinn í staðinn.
Á einn gamlann Muscle bíl sem dugar til að halda blóðinu á hreyfingu þangað til að maður eignast einhvað keppnis.

Ég er húsasmiður.

McLaren og Kimi, nema hvað


Agnar Áskelsson
6969468

Offline Birkir F

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
Kynning
« Reply #17 on: March 18, 2006, 19:25:53 »
Ég heiti Birkir Friðfinnsson og er 23 ára.  Er í vélskólanum og klára hann eftir rúmt ár.  Ég starfa á vélaverkstæði Heklu og stefni á að fara í sveinspróf í vélvirkjun að námi loknu.  Ég hef verið að leggja lokahönd á að klára SAAB 900 Túrbó sem hefur verið í uppgerð í tæp 2 ár og ég ætla að keyra út kvartmíluna í sumar, en í fyrrasumar atti ég kappi í 14.9 flokknum á SAAB 9000 sem ritari klúbbsins lánaði mér og svo fór að ég lenti í 2 sæti.

Offline ingo big

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 173
    • View Profile
Kynning
« Reply #18 on: March 22, 2006, 22:46:41 »
Ingþór heiti ég Eyþórsson og er brautar gimp eins og hann davíð stefáns orðaði það  best :D   er ekki á neinu tæki enn , en það kemur von bráðar vona ég . annars verð ég eithvað að þvælast á brautini í sumar ,  sé ykkur þar


kv ingó í Monaco (monte carlo)
Ingó

Ingþór J Eyþórsson

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Kynning
« Reply #19 on: March 22, 2006, 23:04:32 »
Jón Þór Bjarnason heiti ég og er prentari. Ég hef verið með afa og pabba inn í bílskúr síðan ég man eftir mér og alltaf haft bíladellu. Ég mætti á allar æfingar í fyrra á Camaro en gat því miður bara tekið þátt í einni keppni sökum anna. Aldrei að vita nema maður mæti á station í sumar upp á gamanið.  8)  8)  8)
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged