Varðandi þessa framhvæmd NHRA þá hlýtur þú Kiddi að vera að djóka
þar sem þú veist jafn vel og ég að KK nær ekki einu sinni að velta broti af því sem eitt meðal keppnis team er að velta á ári á þessum brautum.
þessi frammhvæmd kemur sennilega svipað við budduna hjá NHRA eins
og okkur að hefla veginn upp eftir.
Nei ég er nú ekkert að djóka og ég sé ekkert hvað NHRA kemur þessu við þar sem að allar þessar brautir eru í einkaeign (Formula 1 mótaröðin á ekki brautirnar sem þeir keppa á t.d.).
Ég sé þessa framkvæmd vel fyrir mér miðað við að þessi braut okkar var byggð fyrir næstum 30 árum síðan og við erum að tala um mun minna verk en var gert fyrir 30 árum síðan.
Mér leiðist að maður í forsvari fyrir klúbbinn sé að gera grín að framtíðar framkvæmdum og tala niður til klúbbsins varðandi fjármagnstekjur og annað slíkt.
Ég tel það frekar réttara að menn ættu að efla andann og horfa björtum augum í átt að framtíðinni.
Hefur KK fengið tilboð sem hljóðar upp á 10 milljónir í þetta verk, eða er ég að misskilja?
Það er augljóst að þetta verður ekki gert með peningum úr bíóferðum, sjoppusölu eða "föstudagsæfingum", heldur með hugsanlegum styrkjum frá bæjarfélagi, styrktaraðilum, auglýsingum á braut o.fl.
Er ég sá eini með jákvæðar og uppbyggjandi hugmyndir, hvar eru félagsmenn í þessu máli??
KR