Author Topic: Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK  (Read 2885 times)

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli almennings  og yfirvalda á KK og þeirri stefnu sem félagið hefur í hávegum.

Hraðaakstur af götum borgarinnar og inn á lokað svæði.

Nefnilega keppnissvæði KK. Félagið er stórhuga, en með lítil fjárráð. Okkur vantar styrki til að geta boðið öllum hraðafíklum upp á aðstöðu til að fá útrás. Það þarf að vera hægt að aka hratt einhversstaðar í friði og fengið leiðsögn um rétta hegðun undir stýri.

Skrifið í blöðin, hringið í útvarpið, komið fram í sjónvarpi. Notið fjölmiðlana. Okkur vantar peninga til að gera svæðið nothæft fyrir fleiri en kvartmílinga.

Stígur Andri Herlufsen

Offline Ásgeir Y.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 825
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #1 on: March 07, 2006, 12:48:53 »
nú var í fyrrakvöld farið í hópakstur um sæbraut, hátt í 300 bílar keyrðu hring þarna með blikkandi hazard ljós og enduðu svo á að kveikja á kertum, kertaröðin beggja megin við akbrautina náði frá gatnamótunum við heimilistæki og að gatnamótunum við kringlumýrarbraut þar sem slysið var, fjölmiðlar voru látnir vita og var sagt að ein af ástæðunum fyrir þessum aðgerðum væri að vekja athygli á aðstöðuleysi fyrir ökumenn. hinsvegar fór fáránlega lítið fyrir þessu í fjölmiðlum smá klausa um þetta í morgunfréttum nfs í gær, svo sá ég smá grein á mbl.is kannski var eitthvað meira en ég tók ekki eftir því. í kvöldfréttunum á nfs var svo umræða um slys vegna hraðaksturs og bílbeltaleysis og myndbrot frá hópakstrinum voru notuð en ekkert minnst á hóipaksturinn sjálfann...
Ásgeir Yngvi Elvarsson
8465090

Offline oskard

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 121
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #2 on: March 07, 2006, 19:53:30 »
Quote from: "Ásgeir Y."
nú var í fyrrakvöld farið í hópakstur um sæbraut, hátt í 300 bílar keyrðu hring þarna með blikkandi hazard ljós og enduðu svo á að kveikja á kertum, kertaröðin beggja megin við akbrautina náði frá gatnamótunum við heimilistæki og að gatnamótunum við kringlumýrarbraut þar sem slysið var, fjölmiðlar voru látnir vita og var sagt að ein af ástæðunum fyrir þessum aðgerðum væri að vekja athygli á aðstöðuleysi fyrir ökumenn. hinsvegar fór fáránlega lítið fyrir þessu í fjölmiðlum smá klausa um þetta í morgunfréttum nfs í gær, svo sá ég smá grein á mbl.is kannski var eitthvað meira en ég tók ekki eftir því. í kvöldfréttunum á nfs var svo umræða um slys vegna hraðaksturs og bílbeltaleysis og myndbrot frá hópakstrinum voru notuð en ekkert minnst á hóipaksturinn sjálfann...


Já það er greinilegt að fótbrotinn köttur skiptir meira máli en öryggi alls þessa óþarfa mannfólks í umferðinni  :lol:  :lol:  :?

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Fréttamennskan í dag!
« Reply #3 on: March 07, 2006, 21:12:31 »
oskard:
""Já það er greinilegt að fótbrotinn köttur skiptir meira máli en öryggi alls þessa óþarfa mannfólks í umferðinni""
Sko málið er ekki hvort að umfjöllun á öðrum atburðum og viðburðum skipti meira eða minna máli, vonandi á þessi frétt um kisuna rétt á sér, líka fyrir okkur sem höfum áhuga á því að keyra hratt og öruggt, það var nú einusinni keyrt á þennan kött og ökumaður/kona hirti ekki um að láta vita af honum heldur lét hann liggja slaðan á götunni, mér persónulega finnst það fréttnæmt að þetta skuli vera viðhorf sem töluvert ber á í okkar samfélagi í dag. En hitt er annað mál og óskylt fréttinni um kisugreyjið og það er það að á sunnudagskvöld komu saman umtalsverður fjöldi kvenna, manna, stelpna og stráka á öllum aldri og úr öllum stéttum og stöðum þjóðfélagsins, með það að markmiði að vekja þjóðina til umhugsunar um hraðann á götunum og þörfina fyrir háhraða akstursbraut fyrir okkur sem höfum áhuga á akstri og akstur íþróttum, að sjálfsögðu var líka verið að vekja athygli á öryggisatriðum varðandi akstur og líka þeim sem látið hafa lífið eða slasast í umferðinni.
Mín spurning að lokum er sú að hefði ekki einhver átt að vera forsvarsmanneskja við fjölmiðla og halda áfram með umfjöllun í þeim með viðtölum og þessháttar.
Þetta er bara sjónarmið hjá mér persónulega og viðkemur stjórn KK ekkert.
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline Ásgeir Y.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 825
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #4 on: March 07, 2006, 22:28:19 »
ég sá áðan að í morgunblaðinu í dag er enn umræða um þessi slys og nú er verið að tala um að það sé þörf á ökugerði til ökukennslu.. er ekki málið, þið sem eruð í forsvari fyrir klúbbinn, að hamra stálið á meðan það er heitt og henda saman einni grein sem svari við þessari sem birt var í dag, kynna hugmyndir að nýju svæði og reyna að vekja athygli á okkar málefnum?
Ásgeir Yngvi Elvarsson
8465090

Offline broncoisl

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 130
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #5 on: March 07, 2006, 23:24:20 »
Ökugerði kemur ekki í staðinn fyrir alvöru braut.
Björn Guðmundsson
_______________________
Mercury Comet 1974 - 351W
Krúser 351

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
RE:Ásgeir
« Reply #6 on: March 07, 2006, 23:29:04 »
Sæll Ásgeir, ég er því miður ekki með moggann fyrir framan mig en fór á net-moggann og finn þetta ekki, getur þú eða einhver annar sent mér fréttina af mbl.is svo að ég geti séð þetta og jafnvel "hamrað stálið" í kjölfarið?
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline Ásgeir Y.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 825
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #7 on: March 07, 2006, 23:47:52 »
Quote from: "broncoisl"
Ökugerði kemur ekki í staðinn fyrir alvöru braut.


spurningin er hvort ekki sé hægt að leggja alvöru braut sem ökukennarar gætu líka nýtt þegar ekki er verið að keppa þar

Quote from: "Sara"
Sæll Ásgeir, ég er því miður ekki með moggann fyrir framan mig en fór á net-moggann og finn þetta ekki, getur þú eða einhver annar sent mér fréttina af mbl.is svo að ég geti séð þetta og jafnvel "hamrað stálið" í kjölfarið?


ég veit ekkert hvort þú finnir þetta á mbl.is, en þetta var bara einhver pistill á síðu 6 í mogganum ef ég man rétt, við hliðina á sigmund
Ásgeir Yngvi Elvarsson
8465090

Offline helgib

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #8 on: March 08, 2006, 01:56:27 »
hér er linkur af mbl sem er um hópaksturinn
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1188823

Offline Ásgeir Y.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 825
    • View Profile
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #9 on: March 08, 2006, 10:11:19 »
Quote from: "mbl.is"
Vilhelmínu Evu Vilhjálmsdóttur, eins stofnanda bílaklúbbsins Live2Cruize, var ákveðið að efna til akstursins í minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðarslysum síðastliðin ár og til að minna á þörf fyrir betri aðstæður til aksturs og bætta ökukennslu á landinu.


þarna hefur morgunblaðið slitið þetta eitthvað úr samhengi eða þá að hún villý hafi ekki komið þessu almennilega til skila, grunar nú samt frekar að mogginn beri ábyrgð á þessu.. en þarna var auðvitað átt við að það vantaði akstursbraut til þess að geta notað til æfinga og keppni undir eftirliti, færa hraðaksturinn af götum borgarinnar og inná lokað svæði.

þeir sem lásu þetta og vissu ekkert um málið héldu væntanlega að við værum að biðja um að breikka fleiri götur og fá sléttara malbik...
Ásgeir Yngvi Elvarsson
8465090

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Nú er rétti tíminn til að vekja athygli fjölmiðla á KK
« Reply #10 on: March 08, 2006, 11:56:22 »
Takk strákar ég reyni eitthvað að finna út úr þessu, ég leyfi ykkur að fylgjast með.
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Gott hjá þér Sara!
« Reply #11 on: March 10, 2006, 09:07:39 »
Ég vil þátttöku félagana. Þessara sem hafa sterkar skoðanir og vilja til að koma þeim á framfæri.

Félagar, notið tíman sem er að líða. Látið heyrast í ykkur og þá kemst málið í góðan farveg.

Það er vísast að þetta sofni ef við höfum ekki nógu hátt um málið.

Stígur Andri Herlufsen.