oskard:
""Já það er greinilegt að fótbrotinn köttur skiptir meira máli en öryggi alls þessa óþarfa mannfólks í umferðinni""
Sko málið er ekki hvort að umfjöllun á öðrum atburðum og viðburðum skipti meira eða minna máli, vonandi á þessi frétt um kisuna rétt á sér, líka fyrir okkur sem höfum áhuga á því að keyra hratt og öruggt, það var nú einusinni keyrt á þennan kött og ökumaður/kona hirti ekki um að láta vita af honum heldur lét hann liggja slaðan á götunni, mér persónulega finnst það fréttnæmt að þetta skuli vera viðhorf sem töluvert ber á í okkar samfélagi í dag. En hitt er annað mál og óskylt fréttinni um kisugreyjið og það er það að á sunnudagskvöld komu saman umtalsverður fjöldi kvenna, manna, stelpna og stráka á öllum aldri og úr öllum stéttum og stöðum þjóðfélagsins, með það að markmiði að vekja þjóðina til umhugsunar um hraðann á götunum og þörfina fyrir háhraða akstursbraut fyrir okkur sem höfum áhuga á akstri og akstur íþróttum, að sjálfsögðu var líka verið að vekja athygli á öryggisatriðum varðandi akstur og líka þeim sem látið hafa lífið eða slasast í umferðinni.
Mín spurning að lokum er sú að hefði ekki einhver átt að vera forsvarsmanneskja við fjölmiðla og halda áfram með umfjöllun í þeim með viðtölum og þessháttar.
Þetta er bara sjónarmið hjá mér persónulega og viðkemur stjórn KK ekkert.