Kvartmílan > Almennt Spjall
Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!
Dr.aggi:
Sæll Helgi það er stefna þessarar stjórnar að koma flokkamálum í fastar skorður.
Varðandi MC flokk erum við öll á þeirri skoðun að koma honum í upphaflegt horf það er að segja flokkur sem á ekki að þurfa að kosta miklu til til að keppa í, að menn komi og keppi eins og þeir eru á rúnti.
götuslikkar bannaðir.
og svo vil ég sjá þröngar skorður með strókanir.
Við þurfum að setjast niður og fynna góðan farveg á þetta og vera síðan ekki að rugla með þetta nema alvarlega brín nauðsin beri til.
Gott væri ef Krúsers - hópurinn og keppendur í MC gætu séð sér fært að tjá sig hér á netinu eða eiga með okkur fund.
Kv.
Agnar H Arnarson
1965 Chevy II:
Það var lagið Aggi,flott að halda fund með þessu strákum ef þeir eru til í það.
Dr.aggi:
sæll Frikki Mín skoðun er sú að það er fáránlegt að það skuli vera leifilegt að stroka meira í þessum flokki heldur en í SE sem á að heita flokkurinn fyrir ofan.
Að það skuli vera hægt að koma með gen 3 camaro eða trans með 555 cid.
Mín skoðun er sú annað hvort að leifa strokun upp að 496 eða aðeins upp að hæðstu fáanlegu stærð +030 eða 060 bore í því bodyi sem keppt er á.
Kv.
Agnar H
1965 Chevy II:
3rdgen með 555cid gengur ekki því aftermarket blockir eru bannaðar þannig að takmörkin eru til staðar.3rdgen camaro mætti mest vera með 391cid stroker þar sem hann var bara fáanlegur með 350cid mest.
En ef með þarf þá er lítið mál að takmarka stroke-ið eins og þú segir en best að leyfa þér og alvöru MC mönnum að ræða það nánar :wink:
R 69:
Sælir Frikki og Aggi.
Þetta þarf ekki að vera neitt flókið. Ef þú ert með stórann mótor, þá þarftu að koma aflinu í götuna = slikkar. Ég held að það séu ekki margir sem myndu nenna að spóla á radíaldekkjum niður brautina, sveiflandi rassinum í allar áttir.
Þetta þarf ekki að vera mjög flókið. Ég er sannfærður um það að radíaldekkin sem við rúntum flestir á dags daglega séu það takmarkandi að það þurfi ekki mikið meira.
Og með fundinn, til er ég. Það væri ágætt að það væri hægt að fá niðurstöðu í þennan flokk sem væri svo "FRYST" í eitthvern tíma.
Öryggisreglur eru að sjálfsögðu undanþegnar frostinu, en dekkjamál teljast ekki til þeirra, að mínu viti.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version