Kvartmílan > Almennt Spjall

Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!

<< < (3/20) > >>

1966 Charger:
Sælir piltar

Gaman að sjá umræðu af viti um MC reglunar og gott að vita til þess að það tími vanhugsaðra skyndiákvarðanna er liðinn.  

Ég tel rétt að takmarka dekkjategundir og jafnvel breidd.  Númer og skoðun á að sjálfsögðu að vera skylda.  Power adder bann.  Það er hinsvegar hæpnara að setja reglur um útbúnað sem ekki er auðsjánalegur án tommustokks c.i. limits meðtalin.  Vilji menn þó endilega gera svo þá er 500 c.i. hæfilegt hámark.

Annars af því að verið er að spyrja:  Chargerinn er núna með 400 tiltölulega stock vél (fór eitt sinn 13.96 á þessum mótor).  451 strokerinn er í smá mössun.  Ég kem aftur, en í 1. lagi þegar ég er búinn að skipta um allt rafkerfið í bílnum.  Rafkerfið varð 40 ára núna í febrúar og ástandsskoðun sem ég gerði á því segir mér að Chargerinn sé álíka eldfimur og reifið á Sylvíu Nótt eftir að þessir trendhanar sem elta hana hafa hellt nokkrum kokkteilglösum yfir toppstykkið.

Hr.Cummins:
Nú þekki ég ekki inn á þetta mál, en man að ég fór með Pabba sem barn á míluna alloft...

Í dag hef ég verið að mæta sjálfur, og ég get ekki sagt að allt sé steindautt, en það er svo sannarlega ekki jafn fjörugt og það var þá...

Kannski var maður svona lítill að manni fannst vera fleira í kringum sig, en það voru allavega mikið fleiri "alvöru" bílar!

Reynið nú að koma á sáttum, og þó að fullum vilja sé ekki náð, er þá ekki hægt að fara milliveginn. Það tíðkast jú í raunveruleikanum að sætta sig við að maður fær ekki alltaf allt sem að maður vill ;)

En einsog ég sagði áður, þá þekki ég ekki nógu vel inn á þessi mál og ætla því ekki að skipta mér meir af í þessari umræðu! Vildi bara koma minni skoðun á framfæri og hef gert það!

Peace out

Dr.aggi:
Sæll Frikki þú manst eftir platforms hugmyndafræðinni sem búin var til og þarf að mínu mati að uppræta.
Það átti heldur ekki að vera hægt að koma með 79 camaro með 496 en var gert?
Ekki rétt ?

Kv
Aggi

1965 Chevy II:
Jú það er hægt,þetta er 2ndgen bíll "færa má vélar milli árgerða".
EEEN haldið fund með Helga,Ragnari ofl og leysið þetta, ég er ekki keppandi í MC og ætla ekki að skipta mér meira af þessu,vildi bara koma umræðunni af stað því við höfum saknað þess að hafa ekki þessa bíla og eigendur þeirra með okkur á brautinni.

Kveðja EX MC kall.

Gretar Franksson.:
Sælir félagar,
Reglurnar í MC-flokk eru bara ekki svo galnar, þær voru samþykktar síðast á löglegum aðalfund fyrir 4 eða 5 árum að mig minnir og eru þar af leiðandi þær sem gilda nú. Aðrar breytingar síðar, ekki gerðar á Aðalfundi eru ekki gildar.

Sagan um götuslikkana er eftirfarandi:  Tillaga um að leyfa slikka í MC kom fyrir 6 árum þá var þessi tillaga feld, á sama Aðalfund kom önnur tillaga um að leyfa götuslikka til reynslu í eitt ár, tillagan var samþykkt.
Eftir ár á næsta Aðalfundi var tekin afstaða um að leyfa götuslikkana áfram eftir þessa eins árs reynslu, tillagan var feld og götuslikkar þar með bannaðir og þannig stendur þetta í dag.

Reglurnar eru bara í þokkalegu lagi og rétt væri að fara bara eftir þeim eins og þær eru. Enda ekki grundvöllur til að breyta neinu nú.

Gretar F. [/u]

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version