Kvartmílan > Aðstoð
Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Antonst:
Mælið þið með því að fá sér sjálfvirkt innsog í bílinn hjá mér... myndi það ekki hjálpa bílnum töluvert þegar hann er kaldur ?
Gizmo:
Sjálfvirkt, þ.e. rafmagns hefur bæði kosti og galla. Ég er með rafmagnsinnsog sem fer sjálfvirkt af og á, það vantar ekki, en ef maður drepur á bílnum heitum í smástund þá kemur innsogið aftur á óþarflega snemma fyrir minn smekk. Meiri hætta er á að yfirfylla mótorinn við heita gangsetningu.
Manual innsog er án efa best á venjulegum aftermarket blöndungum að mínu mati.
Svo getur þú líka bara sleppt alveg innsoginu, vélin á að geta gengið hjálparlaust innsogslaus eftir 2-3 mínútur.
Antonst:
já hún getur það alvig... ég held henni alltaf í gangi í svona 1-2 mín þá er hún fín, bara soldið pirrandi stundum að þurfa að sitja útí bíl á meðan vélin hitnar...
Gizmo:
--- Quote from: "1981-Corvette" ---, bara soldið pirrandi stundum að þurfa að sitja útí bíl á meðan vélin hitnar...
--- End quote ---
Shit hvað ég vorkenni þér :lol:
gaulzi:
gefðu mér bara bílinn, hefur ekkert að gera við hann
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version