Hér er svo mynd af Cobra Jet Mustangnum.
Maggi Það er ekki þessi Mustang.´Þetta er bíllinn sem Bjössi Emils flutti inn.
Hinn var ekki Mach 1 Heldur var hann bara Fastback. Ég er ekki viss en ég held að hann sé kallaður Glófaxa bíllinn.
Hann var dökkgrænn þegar hann kom. Það er mynd af honum á BA spjallinu með Shelbynum og GTOnum hans Túra.
er það þá A-4023 cobra jet sem þeir bræður áttu? sem talað er um i þessum pistli....
Mustang 428 Cobra Jet-R HO (high output/Ram-Air shaker-scoope, fast á blöndungi með gat í húddi) fastback árg 1969 dökk grænn var í eigu greinarhöfundar árin 1971-2, seinna orange á Akureyri, núna í uppgerð hjá Bjargmundi í Glófaxa hf. Þessi útgáfa var uppgefin 375 hö, en mun hafa verið mun aflmeiri, lenti í 410-15 hö flokk í stock car racing, en lægri tölur (335 hö)uppgefnar frá verksmiðju vegna trygginga-iðgjalda. Uppgefin í Car & Driver 13.6 sek kvartmíluna óbreyttur á götudekkjum. "Sævar í Karnabæ" Baldursson flutti bílinn inn, seldi Gunnari Härzler Garðinum á kr 500.000 ág 1970, sem síðan skipti við mig á Cobrunni með bráðinn stimpil og 1968 Firebird HO 350 4 gíra Hurst beinskiptum + 50.000 kr, sem átti standard mílu-metið 13.6 til 1988, sett 1981 af núverandi eig Sævari Péturs bílasprautara Kef. Þegar Gunnar seldi 1971 '68 HO Firebird á 400.000 kr, þá dugði andvirðið fyrir fokheldu einbýlishúsi í Kef.
Alltaf gaman að finna gamla hjólkoppa, 2 koppar af 4, sem voru á HO Cobra-Jetinum koma hér í ljós á afturhjólum á 390 ci '67 mustang Akureyri.
Við Gunnar Härzler stilltum upp vel læstum '68 HO 350 Firebird og '69 428 Cobra-Jet, Firebirdinn fór framúr Cobrunni í startinu, þó aldrei nema 1/2 bíllengd, frambretti Cobrunnar nam við hurð Firebirds, síðan þegar nálgaðist 60 mílurnar, þá fór Cobran framúr, með þó nokkrum mun. Firebirdinn tapaði ekki nema 2 spyrnum í minni eigu árið 1971, hinn bíllinn var 1970 fjólublár/hv vinyl topp 426 Hemi Challanger 425 hö. Eins og Gunnar Härzler sagði: "ég hefði aldrei getað selt þér Cobruna, ef ég hefði ekki tekið þig"428 HO-Cobran tapaði ekki spyrnu í minni eigu, og var bestur eftir að 60 mílunum var náð, og átti það til að strika 4m+ á báðum þegar 3-þrepa C6 torque-converter skiptingin tók 2. gír á 60 mílum. Cobra-Jetinn var ekki fljótasti bíllinn hér 0-100 km, átti það til að missa sig í spól, sem gerðist ekki hjá mér, var 3O% semi-splittaður og snéri gjarna hægra afturhjóli á of mikilli gjöf, en þegar 60 mílunum var náð, þá yfirgaf Cobran vettvanginn. Enginn bíll á Íslandi mun hafa náð annari eins athygli og þessi Cobra Sævars gerði á sínum tíma, dökk, dökk grænn sans ( næstum svartur) með matt-svörtum röndum/húddi/shaker scoope
, bein 2" rör aftur úr, enginn hljóðkútur, aðeins smá afturvíkkun á báðum rörum, enda hljóðið engu líkt og útlit, sem gaf í skyn að bifreiðin næði 700 km hraða.
Sævar gerði lítið annað en reyk-spóla '69 428 HO Cobrunni fyrir utan Glaumbæ, það er ekki fyrr en Gunnar eignast hana að hún var tekin til kostanna. '68 HO Firebirdinn er sá bíll, sem komst næst Cobrunni í spyrnu hjá Gunnari, og spyrnti hann henni mikið. 428 vélin mun vera til á Selfossi